Hvaðan eiga peningarnir í borgarlínu að koma?

Nú keppast vinstri menn og starfsmenn borgarlínu að allir séu svo með borgarlínu vegna úrslit kosninga. Hins vegar er alveg ljóst að borgarlína féll í kosningum vegna þess að fólk er að hafna óbreyttri þéttingastefnu. Í Kópavogi gera framsóknarmenn sér strax grein fyrir því að það þurfi að stnada öðruvísi að málum og það inniheldur líka borgarlínu.

Með því að básúna út röngum skilaboðum þá þýðir ekki að þeu séu sönn. Framsókn sagði í Reykjavík að þeir vildu endurskoða borgarlínu sem á mannamáli þýðir breyttar áherslur. Af hverju sjá vinstri menn það ekki?

Málið er að peningar í þessa hýt eru ekki til að verða það ekki í framtíðinni nema með skattlagningu eða nota almennt skattfé. Af hverju ætti landsbyggðin að borga fyrir borgarlínu en ekki sveitarfélögin sem að henni standa?

Þessi hugsjónavilla að Reykjavík verði evrópsk borg við að fá borgarlínu er fjarstæða, hreint út sagt lélegur brandari. Hvað er að því að hafa borg á íslenskum forsendum? Af hverju að vera elta vitleysuna sem evrópuborgir hafa gert?

Það búa ekki nema um 240 þús manns á svæðinu og að það þurfi þungmannalegt kerfi til að keyra þig í afþreyingu eða á barinn er fáránleiki. Það er gengið út frá því að atvinnustarfssemi muni aukast í vesturhluta Reykjavíkur en það er fátt sem bendir til þess. Mörg fyrirtæki hafa gefist upp á svæðinu og leitað annað. Hvaða tilgang hafa þá tómir vagnar á leið í vesturhluta Reykjavíkur að gera á kostnað allra landsmanna? Svo við verðum evrópsk borg?

Fyrr má nú vera minnimáttakenndin.


mbl.is Flokkar á móti Borgarlínunni bíði mikinn ósigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt landakortinu er Ísland og þar með Reykjavík í Evrópu. Það þarf ekki að breyta einhverju í nokkuð sem það er nú þegar.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.5.2022 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband