Rafmagnið ódýrast þangað til vindmyllur fá að hækka verð upp úr öllu valdi

Samkvæmt samantekt Hagstofunnar sem vitnað er til í fréttinni þá hefur rafmagn verið ódýrast á Íslandi og haldist þannig. Athyglisvert er að skoða grafið að Danir eru með langhæsta verð og hækkað gríðarlega undanfarin ár. Þeir eru einnig langstærstir í vindmyllum. Noregur hefur líka tekið stórt stökk aðallega vegna sæstrengs til evrópu.

Danir hafa rosa hugmyndir um vindmyllur og þessar 30 hugmyndir á Íslandi narta varla í hælana á því. Það sem gerir það enn athyglisverðara er að Danir hættu með vindmyllur á síðustu öld því þær voru svo óhagstæðar. Hafa framfarir í smíði vindmylla nokkuð skilað betri árangri? Miðað við lesefni og rafmagnsskila á orku þá er svarið nei. Þetta er enn jafn óáreiðanlegur orkugjafi og mengun of mikil.

Eitt dæmi um óáreiðanleik er að á Íslandi er gjarnt að skipta um vindátt þannig að vindur dettur alveg niður í einhvern tíma. Hvað gerist þá með vindmyllur? Geta þær enn skilað af sér rafmagni eða dettur það alveg niður? Ef ætlunin er að reiða sig á þetta hvaðan á orkan að koma á meðan engin framleiðsla er? Hvaða áhrif hefur það á dreifikerfið að orka frá einum stað detti niður? Svona spurningum er algerlega horft framhjá þegar fjallað er um vindmyllur af þeim sem vilja setja þær upp.

Það eru nokkrir bloggarar sem hafa lýst vel óskapnaðinum af þessu og hversu litlu eða engu muni skila til íslenskra neytenda, nema hærra orkuverði og sviðinni jörð. Skúli Mogesen mótmælti þessu í Hvalfirði en það var meira af hagsmunaárekstri við fyrirtæki hans. Þessi afstaða að vera ekki á móti en bara ekki í minum bakgarði er frekar klént.

Ef ætlunin er ekki að koma fleiri fyrirtækjum inn í landið þá er þetta algert glapræði sem skilur eftir sig sviðna jörð af kostnaði fyrir neytendur og þjóðina.


mbl.is Rafmagnið langódýrast á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband