Aukið ofbeldi afleiðing covid lokanna?

Set þetta fram sem spurningu því ég get ekki staðhæft það en í sjálfu sér er það ekki ólíklegt því félagsleg færni er lært athæfi sem stöðugt þarf að vinna að. Það sést vel í dag að umbera skoðannir annarra virðist sumum afskaplega erfitt.

Alla þessa öld hefur verið hert að tjáningafrelsinu og hertist enn með covid reglum. Afleiðing þess er að fólk umber verr aðra og vissulega gengur það til barna.

Hvernig á þá að bera ábyrgðina. Í tilfelli barna segja lögin að foreldrarnir beri ábyrgð til 18 ára aldurs og vissulega gera þau það en hversu auðvelt að trúa að barn sitt beiti ofbeldi? Flestir fá áfall við slíkar fréttir og neita sem er eðlilegt viðbragð.

Í dæmi þessarar stúlku eru vissulega margir þættir en komið hefur fram að hún á erfitt með að lesa félagslegar aðstæður. Þá vaknar sú spurning hvort að kerfið þurfi að bjóða upp á víðameiri aðstoð heldur en skólarnir geti nokkurn tímann sinnt. Skólarnir eru bundnir við skólann en ekki verslunarmiðstöðvar sem setur þeim afar ströng takmörk að fást við slík félagsleg samskipti utan skóla.

Sem tillögu legg ég til að komi upp eineltismál. Við slík mál þá fer ákveðið ferli í gang gagnvart þolenda og gerenda. Það sem ég legg til er að samhliða fari fram almenn umræða í skólanum með foreldrum um þessi mál t.d. bekkjarfundur eftir skóla. Þannig er umræðunni haldið á lofti um afleiðingar og gerðir án þess að gera einhvern ábyrgan eða einstaka mál tekin fyrir. Séu gerendur á slíku kvöldi er möguleiki að þeir fái að heyra hvað öðrum finnst um slíka hegðun. Fleiri koma þannig að málinu og hægt er að ræða málin enn frekar heima. Vissulega bjargar ekki eineltismálum en gæti mögulega komið í veg fyrir einhver.

Stöðug umræða um félagsleg samskipti skilar árangri. Látum ekki nægja að ræða málin þegar vandamálin eru komin upp.


mbl.is „Verður að taka hart á svona málum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband