Misvísandi upplýsingar

Mikið hefur verið fjallað um falsfréttir (misinformation) þar sem fjölmiðlar hafa tekið sig saman og skorið upp herör gegn því ásamt svokölluðum samfélagsmiðlum. Þessi herferð þeirra beinist samt ekki gegn þeim sjálfum og ekkert spuringamerki sett við gögn sem þau setja sjálf fram.

Blogg og hlaðvörp innihalda annan vinkil því þau mega vel vera hlutdræg þótt oft komi það ekki nógu vel fram. Þar staðhæfir fólk oft um hluti sem kannski væri réttara að kalla misvísandi skilaboð. Sé hlustun og lestur "réttur" þá  gerir lesandinn ráð fyrir afstöðu skrifandans og dregur sínar ályktanir út frá því. Fjölmiðlar aftur á móti vilja telja okkur trú um að þeir séu hlutlausir (hlutlægir) í umfjöllun en eru það samt sjaldnast.

Til að mynda var umfjöllun í Morgunblaðinu í morgun um bilanir í vindmyllum í Færeyjum sem ollu töluverðu rafmagnsleysi. Síðan var umfjöllun færð hingað til lands og sagt frá góðri reynslu Landsvirkjunar og slæmri reynslu í Þykkvabæ. Niðurstaðan var lélegt viðhald en einmitt vantaði þá hlutlægnina í niðurstöðuna, hvað kostar viðhaldið? Af hverju var viðhaldi ekki sinnt nógu vel?

Tölum aðeins meira um vindmyllur og misvísandi upplýsingar. Rakst á grein í oilprice.com þar sem fjallað var um misvísandi upplýsingar um vindmyllur. Þar var vitnað í aðra grein en í báðum tilvikum gengið út frá því sama. Allt neikvætt um vindmyllur væru misvísandi upplýsingar og á sama tíma þarf ekkert að segja nema gott um vindmyllur eins og það væri ekkert slæmt við þær. Þannig vilja þessar greinar meina að andstæða fólks væri vegna rangra upplýsinga um vindmyllur og það væri eina sem ylli andstæðu fólks við vindmyllur.

Þessi taktík minnir um margt hvernig almannatenglar setja fram efni. Þar hafa allir aðrir rangt eða skortir upplýsingar sem settar eru fram oft án þess að fara neitt ítarlega í efnið. Þá er talið nóg að taka nokkur dæmi, svara þeim og láta eins og allt sé í himnalagi. Því miður eru þetta misvísandi skilaboð sem hafna í raun almennri tjáningu um efnið.

Hið rétta væri að leyfa mismundandi tjáningu sem að lokum ættu að leiða til niðurstöðu. Því miður er raunveruleikinn í dag ansi fjarri því oft á tíðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband