Þvælt um gervigreind

Líḱt og þessi tvö þvæla um framúrkeyrslu Reykjavíkurborgar þá gæti gervigreind alveg eins tekið við og rekið þetta. Hvorugt þeirra er starfinu vaxið. Hildur hefur vissulega til síns máls en getur einhvern veginn ekki komið hlutunum vel frá sér. Dagur reynir að rugla út með innantómum orðum enda ákaflega lítið sem situr eftir þann mann.

Skáldskapurinn um gervigreind kemst nú ekki inn á síður mbl en visir.is fer alveg hamförum og heldur að þeir séu í upphafi af vísindaskáldskap. Gervigreind mun ekki taka okkur yfir frekar en Reykjavíkurborg yfirtekur landið. Þar sem bullið í Reykjavík er svo mikið þá er best að skýra af hverju gervigreind tekur ekki yfir.

Það einfaldlega hefur ekki orku til þess því engin orka er endanleg og þegar orkan þrýtur hvernig á gerivigreindin þá að vinna.Að halda að gerivigreindin skapi sína eigin orku er lélegur skáldskapur.

Einnig það að fólk stjórnar orkunni og ef því finnst vera ógnað þá einfaldlega slekkurðu á þessu. Að lokum má nefna að maðurinn er einfaldlega ekki nógu vitur til að skapa eitthvað sem er vitrara en það sjálft.

Sem leiðir að óskapnaðinum í Reykjavík - hvenær kemur einhver að viti að stjórn borgarinnar?


mbl.is „Þvælt inn í umræðu um framúrkeyrslu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband