22.9.2023 | 12:08
Koss umræðunnar
Þessi litla "ekki" frétt um hæsta meðaltalshita í heiminum miðað við mælingar síðustu 174 ára gefur góða innsýn í hvernig umræðum er haldið á lofti þessi misseri.
Í fyrsta lagi er staðhæft að þetta sé hæsta meðalhitastig frá upphafi. Það er rangt þar sem mælingar ná einungis yfir 174 ár.
Í öðru lagi er talað um meðaltal 20. aldar en ekki frá upphafi.
Í þriðja lagi þá er talað um 19 storma og talað um að þeim fjölgi með hækkandi hitastigi. Enginn samanburður við eitt eða neitt sem gæti gefið skýrari mynd hvað er átt við.
Í fjórða lagi er spáð fyrir um að hitastig gæti orðið hærra á næsta ári.
Umræðan um hitastigið er sem sagt enginn. Við fáum engan samanburð og það er slegið saman frá upphafi og ákveðnu tímabili. Ruglandi framsetningin gefur ekkert til kynna að á næsta ári verði heitara en í ar.
Umræðan um kynfræðslu 7-10 ára í skólum fór í sama farveg. Þar er efnislega fjarlægt sig frá umræðuefninu, líklega til þess eins að rugla umræðuna.
Fjölmiðlar eru orðnir svo steiktir að þeir geta ekki komið skammalaust frá sér efni samtímans. Gott nýlegt dæmi er þegar Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. Þá stálu fjölmiðlar augnablikinu með að fjalla nánast bara um einn koss.
Hvert getum við flúið?
Hlýjasti ágústmánuður sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.