Pólitísk hringaleysa

Þessi frétt fær bara Smile.

Þetta snýst um týpískt pólitíska hringavitleysu. Í stað þess að snúast um efni frumvarpsins og að því sé gefinn nægur tími þá er þessu hent inn og látið líta svo út að þeir sem eru á móti séu svo vondir. Þannig veit enginn um hvað frumvarpið er því kastljósið beinist að allt öðru.

Það er vissulega frekar klént að henda inn stjórnsýslubreytingum rétt fyrir þinglok og án þess að vera í sátt allra flokka. Ekki að það þurfi en hraði er ekki eitthvað sem stjórnsýslulög eiga að snúast um. Þau eru grunnur og því ber að vanda til verks.

Hins vegar tel ég að alþingi sé illa fært um það þessa dagana (og oft áður) að fjalla um og breyta stjórnsýslulögum. Þetta lendir alltof oft í karpi um að hinn sé á móti og þessi hitt o.s.frv. Innihaldið verður aukaatriði og allt snýst um að koma þessu í gegn. Stjórnlagaþing ætti að vera hafið yfir slíkt en auðvitað á þjóðin síðan að ákveða með breytingarnar.

Vonandi næst lending í þessu máli en þarna hafa alþingismenn ekki staðið sig vel.


mbl.is Geta fellt sig við þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðismenn og Framsókn henntu inn breytingarfrumvarpi á Stjórnarskrá rétt fyrir síðustu kosningar, þannig að það er bara hallærislegt að vera væla þetta. Eina ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkur vill ekki að þetta stjórnarskrárfrumvarp fari í gegn, er vegna auðlindamálsins, þeir hefa aldrei getað sætt sig við að geta ekki komið eigum þjóðrinnar í hendurnar á ainkavinum sínum. Þetta er skíta flokkur með skítlegt eðli.

Valsól (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 00:31

2 identicon

Sammála Valsól

Skítlegt eðli!!!!

BirnaP (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 01:31

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Valsól: Ef þú hefðir fyrir því að lesa milli lína þá sérðu að mér finnst allir flokkarnir standa sig jafn illa. Þeir starfa allir eins með sama siðferði. Búsáhaldabyltingin skilaði engri byltingu. Aðeins ný nöfn sem vinna eftir sama fyrirkomulaginu. Fyrst ég, síðan flokkurinn og loks þjóðin. Skítlegt eðli er þeim öllum blóði borin. Hvernig væri að fá nýjan forgang: Þjóðin fyrst, vinna með öðrum og loks ég.

Rúnar Már Bragason, 13.3.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband