26.3.2009 | 23:22
Var svona erfitt að viðurkenna það?
Betra er seint en aldrei.
Það tók sinn tíma að viðurkenna mistökin við einkavæðinguna. Geir hafði þó manndóm í sér að biðjast afsökunar og það er gott en ekki nægjanlegt. Fleiri þingmenn hefðu mátt fara og sýna manndóm sinn í því.
Munu fleiri fylgja í kjölfarið?
Spennandi að sjá
Mistök gerð við einkavæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vissulega er það manninum til sóma, en hann einn ber ekki ábyrgðina og þetta breytir ekki stöðunni sem við erum í. Það skiptir engu hversu margir koma á eftir og biðjast afsökunnar, þarf þarf að gera eitthvað áþreifanlegt til að aðstoða fólkið í landinu.
TARA, 26.3.2009 kl. 23:35
Geir bað ekki þjóðina afsökunar heldur sinn heitt elskaða Sjálfstæðisflokk. Fréttamenn hafa núna í marga mánuði spurt Geir hvort hann vilji nú ekki að biðja þjóðina afsökunar, en hann hefur alltaf neitað því. Svo kemur hann á landsfund Sjálfstæðisflokksins og þar biður hann flokksmenn sína afsökunar. Mikið er þetta lélegt, var hann bara forsætisráðherra fyrir Sjálfstæðismenn en ekki forsætisráðherra þjóðarinnar? Mér finnst Geir hafa með þessari afsökunabeiðni gefið skít í þjóð sína. Mér líður alla vega þannig. Þessi maður er sá sem ber ábyrgð á því umhverfi sem hér hefur verið þróað með markvissum aðgerðum. Geir, Davíð, Halldór Ásgríms og Hannes Hólmstein bera mesta ábyrgð hér á landi og ættu allir að biðja þjóðina afsökunar.
Svo langar mig að undrast á því að þriðjungur þjóðarinar ætlar að kjósa flokkinn sem kom landinu á hausinn. Ég held að það sé hægt að fullyrða það að hvergi í heiminum gæti það gerst að þriðjungur þjóðar myndi kjósa flokkinn sem lagði efnahagskerfið í rúst. Og ég spyr, hvað er eiginlega í hausnum á þessu liði? Elskar þetta fólk Sjálfstæðisflokkinn meira en landið sitt og þjóð?Valsól (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 00:53
Sammála þér Tara að vissulega er aðgerða þörf og lítið gerist í þeim málum.
Valsól: niðurstaðan verður alltaf að fólkið á bakvið stefnuna ber ábyrgð. Rétt er það að Davíð mótaði stefnuna og Hannes verið helsti talsmaður hennar. Bannvæna blandan var hversu auðvelt aðgengi bankamennirnir höfðu að pólitíkusum. Þar liggur stærsta ábyrgðin og þá þarf að taka inn Framsóknarflokkinn og Samfylkinguna. VG eru ekki hreinir þótt lítið tekið þátt í þessu og Frjálsyndir eru í vonleysi.
Það er ekkert í boði í kosningunum en mest um vert er hvort menn séu tilbúnir að læra af mistökunum og vinna fyrir þjóðina en ekki fyrir sjálfa sig. Það er leitin að slíkum þingmanni, enda ekki séð hann enn.
Rúnar Már Bragason, 27.3.2009 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.