Verstu samgöngur læði inn fé til sín.

Rangnefnið Betri samgöngur fær að laða til sín fé án þess að það sé almennilega rætt á alþingi, sem þó ber að fjalla um aukna fjárheimildir. Þetta er svo sem ekki fjárlög en allur grunnur að fjárlögum byggir á þessu 5 ára (sovésku) plani.

Það er gott að gera áætlanir er þetta plagg er svo misheppnað og langt því frá að þessu 5 ára plani sé fylgt. Hvað gerðist við Covid? Jú planinu hent út um gluggann og nýtt búið til, enda er þetta bara áætlun ekki satt?

Enginn sparnaður og lætt inn aukafjár til stofnunar sem getur ekki uppfært fjármálaáætlun sína. Er reyndar með tilgátu um að þeir þora því ekki fyrr en aukafjármagn sé tryggt. Svona vinnubrögð eru auðvitað ekkert annað en blekking. Þarna er verið að spila með almannafé án almennrar umræðu um hvort viturlegt sé að halda áfram á þessari braut og á meðan gerist lítið í samgöngum höfuðborgasvæðisins. Ljótur leikur þetta.

Aðferðin kemur samt ekkert á óvart enda verið notuð lengi taktískt af stjórnmálamönnum sem hafa lofað upp í ermina á sér. Það er nefnilega svo auðvelt að eyða annarra manna fé.


mbl.is Stóraukið fé til samgöngusáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband