Færsluflokkur: Bloggar

Hvernig berðu ábyrgð á einhverju sem þú semur ekki um?

Þarna fer Villi kallinn algerlega með rangt mál. Það var samið af formanni SFS en ekki af einstaka sveitafélögum sem þannig hafa enga ábyrgð að bera.

Villi kallinn verður að sætta sig við það að hlutirnir ganga ekki svona fasískt fyrir sig heldur hefur hvert sveitafélag sinn samningsrétt.

Verkalýðsforustan vinnur ekki fyrir launfólk.


mbl.is Kjarasamningur laus ef loforðið verður ekki uppfyllt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftlagshamfaralisti (munum við frjósa eða stikna)

Rakst á skemmtilegan lista yfir hamfarir sem áttu að dynja á heimsbyggðin síðastliðinn 60 ár (sjá hér).

Sumt að þessu er svo fyndið að væri gott efni í farsa en ótrúlegra er að þetta er sett fram í fullri trú.

Hamfaralisti


Svifryk en enginn vill sópa

Þessi staðlaða tilkynning sem kemur 1x til 2var á ári er algerlega ómarktæk. Þar er ekkert talað um að sópa göturnar þrátt fyrir að hiti hafi verið yfir frostmarki í marga daga. Það væri svo auðvelt að minnka svifryksmagnið ef göturnar væru sópaða, þó ekki nema bleyttar til að halda þessu niðri.

Nei bílaandmóðsbölræðan skal ráða og þrálátlega staglað á þessu á hverju ári en pössum okkur á að koma ekki með neinar lausnir. Hið illa farartæki, bílinn, skal fara með öllum ráðum.

Þversögnin í tilkynningunnni er samt enn fyndnari. Þar sem segir að nýta skuli almenningsamgöngur eða vistvæna ferðamáta en toppa síðan með að takmarka útiveru og forðast áreynslu við stórar götur. Sér sá sem skrifar þetta ekki eigin þversögn?

Legg til að á næsta ári verði settar fram tillögur til lausna þegar þessi árelga tilkynning verður send út.


mbl.is Aukið magn svifryks í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðsforustan er ekki pólitískt stjórnarafl

Með þessum samningum er verkalýðsforustan að ganga fram sem pólitískt stjórnarafl. Þau stjórna ekki í landinu og þau bera enga ábyrgð á stjórnun landsins en heimta samt þætti sem hefur með stjórnun landsins.

Þetta er ekkert annað en lögleysa og vitleysa. Það gengur ekki upp að sveitafélögin ráði ekki sjálf eða ríkið komi inn til að liðka fyrir samningum. Til lengdar þýðir þetta ekki annað en að verkalýðsforustan gengur lengra og lengra en án allrar ábyrgðar.

Þessir samningar leiða líklega til viðvarandi verbólgu og hátt vaxtastig. Af hverju? Jú því einhvernveginn þarf að fjármagna dæmið og ríkskassinn er nú þegar rekinn með tapi. Viðvarandi taprekstur ríkiskassans leiðir af sér verðbólgu því einhvernveginn þarf að ná í fjármagn til að standa undir skuldunum.

Ekki mun verkalýðsforustan sjá til að þess að skuldirnar verði greiddar.

Þessir samningar eru ekki að vinna með launafólki.


mbl.is „Auðvitað vill maður alltaf meira“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju semja verkalýðsfélögin ekki um lægri skatta?

Ef verkalýðsfélögunum væri svona annt um launamenn þá ættu þau fyrst og fremst að semja um lægri skatta. Með því að semja um fríar skólamáltíðir er verið að umbuna litlu hluta sem kemur sér vel.

Svona til að einfalda dæmið má segja að kannski helmingur foreldra með börn á skólaaldri finnst þeim fá eitthvað út úr fríium máltíðum. Hinum helmingnum skiptir það engu máli. Ræddi í síðasta bloggi um matarsóunina þannig að þarna er verið eyða skattfé sem betur væri nýtt í eitthvað annað.

Hins vegar hef ég aldrei heyrt eða séð verkalýðsforustuna tala um að lækka skatta. Hvernig má það vera að launamaðurinn sem hefur lág laun t.d. útborgar 350 þús á mánuði hagnist ekki meira af 1% lækkun skatta heldur en launamaður með miljón á mánuði. Hlutfallslega hagnast láglaunamaðurinn meira á lækkun skatta en sósíalistarnir sjá hlutina ekki í því samhengi. Horfa bara á krónutöluna og amast yfir því að hinn launahærri fái meira í vasann. Soddans kjánar.

Sósíalistarnir í verkalýðsfélögunum vilja ekki ljá því máls né heyra á það minnst. Því miður er ég í VR þar sem Ragnar sóló puðast áfram að láta vita að hann sé til. Hefur afskaplega lítið viturlegt til málanna að leggja en þeim mun ánægðari þegar hann kemst í fréttaskot.

Öll þessi ár sem ég hef borgað í verkalýðsfélag hefur það einu skilað ef ég sæki styrki en þeir mega samt ekki vera of háir fyrir skattakrumluna. Þeim dettur ekki einu sinni í hug að semja um þessa styrki að þeir séu skattfrjálsir. Hef meira segja verið trúnaðarmaður sem aðallega fólst í að segja já og amen við því sem forustan ákvað.

Þvílíkt bull að neyða mann að vera í verkalýðsfélagi.


mbl.is Langtímasamningur á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matarsóandi verkalýðsforusta

Þrátt fyrir að alast upp í skólakerfi þar sem enginn matur var á boðstólnum þá komst maður í gegnum það. Nú hef ég alið upp tvö börn þar sem skólamatur var á boðstólnum. Út frá þeirri reynslu (og heyrt af fleirum) þá vilja þau alls ekki matinn alla daga. Ef hins vegar á að vera með mat fyrir alla (og líka þá sem ekki vilja) þá er verið að henda fullt af mat.

Það heitir matarsóun og er auðvitað algerlega í andstöðu við hreinna umhverfi eða betri nýtingu á mat.

Krafan er fráleit og ætti að stroka hana út af borðinu. Þetta skilar örfáum einhverju en fyrir meginhlutann þá skiptir þetta litlu máli. Gætu frekar sett inn að tekjur undir ákveðnu marki á heimili fái börnin fría máltíð.

Annað er tóm tjara!


mbl.is Ávinningur af fríum mat í skólum muni skila sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarlýðræði lýðveldisins (og verkalýðsforustunnar)

Að halda að Ísland búi við lýðræði á þessum tímum er frekar hjákátlegt. Segja má að nafninu til sé það rétt en þegar kafað er ofan í allar aðgerðir og ákvarðanir þá situr ansi fátt eftir.

Byrjum á orkupakka 3. Þá kom sýnileg andstaða við innleiðingu pakkans. Framan af þögðu flestir þingmenn en þegar ekki var lengur við komið þá komu einhverjar hrútaskýringar um að þetta væri nú ekkert valdaafsal. Hið rétta hefur auðvitað komið í ljós að þetta var valdaafsal sem gefur leyfi á t.d. óskapnaðinn vindmyllur.

Annað dæmi er hroðinn í boði Þórdísar um kröfu ríkisins að taka eyjar og sker til sín. Hún reynir að fela sig á bakvið nefnd sem með réttu endursendir beint aftur til þess sem kom málinu af stað. Svo skýrt dæmi um hvernig þingmenn og ráðherrar vinna í dag. Skýla sig á bakvið nefndir eða embættismenn og þykjast ekkert með ákvörðun að hafa.

Þriðja dæmið má rekja til Samfylkingarinnar sem valdi sér formann með örfáum atkvæðum. Hún vinnur þannig að setja fram mál í fjölmiðlum og biður þannig um samþykki eða neitun. Setti fram skoðun, sem reyndar er almenn, að ekki sé hægt að taka við svona mörgum flóttamönnum. Henni var kurteisislega svarað með því að kannski væri það rétt en líklegast nei.

Það þarf voða lítið að ræða borgarlínu og þann skandall. Almenningur skal ekki ráða för.

Svona vel virkar lýðræðið hjá öllum flokkum á alþingi. Almenningur er alls ekki spurður. Verkalýðsforustannar. Þeir sitja nú í karphúsinu í nafni launþega og vinna að kjarasamningum. Samningum sem enginn launamaður var spurður um hvernig skyldi framkvæmd heldur ákvað forustan hvað væri viðeigandi að tala um. Svo fara menn í sólóleik, eins og formaður VR, og neita að taka frekari þátt því þeir fengu ekki að ráða. Halda fund með örfáum já mönnum og segja að allir hafi verið sammála (þe. formanninum).

Því miður er sýndarlýðræðið algilt nú um stundir og hefur farið mjög versandi á þessari öld. Stigmagnandi gangur að einræði er að gerast á vesturlöndum. Sem þó fær mann til að hugsa hvort þetta hafi verið gegnum gangandi í gegnum tíðina en með tilkomu internetsins þá hafi opnast dyr sem sýni þetta betur. Fjölmiðlar hafa ekki lokaðan aðgang að segja okkur hvað sé að gerast. Líklegast er lýðræðið ekki til, þe. að almenningur ráði för, en að segja að Pútín sé svo vondur miðað við vestræna leiðtoga er frekar mikil einföldun.

Lag sem segir allt um þetta og kannski ætti að endurreisa slíka útvarpsstöð fyrir vesturlönd.


Er gervigreind (AI) áróður?

Sífellt fleiri dæmi komu upp þar sem gervigreind setur sig á stall og upphefur hluti í sögulegu samhengi. Sem dæmi þá taldi gervigreind upp svartar hetjur en gat ekki talið upp hvítar hetjur. Með sama framhaldi þá endar gervigreind eins og wikipedia. Kemur þér af stað en engan veginn hægt að treysta niðurstöðunni.

Gervigreind er auðvitað ekkert annað en það sem er matað í kerfið. Talað er um að geti lært en samt sem áður þá hefurðu ekki meira efni en er fyrir og það túlkar ekki sjálfstætt. Því er alltaf efasemd um að kalla þetta greind. Nær væri að tala um öflugan sýndarveruleika. Vissulega vinnur þetta hratt en á sama tíma kafar þetta ekki djúpt eða túlkar út frá öðru en gögnum.

Sölubrellan um að þetta sé eitthvað nýtt og stórmerkilegt hefur ekki enn sést. Ekkert frekar en bólar á fjórðu iðnbyltingunni. Innantómur veruleiki gervigreindar felst í að selja forrit sem gefur þér niðurstöðu t.d. texta, mynd, lag o.s.frv. Þarna er einungis verið að stytta sér leið.

Sá fésbókar færslu þar sem sýnt var blað sem studdist við gervigreind til að búa til myndir. Sá sem gefur út blaðið er einungis að spara sér kostnað að kaupa ekki ljósmyndir. Þarna er bara verið að næla sér í pening á fljótlegan hátt.

Öll lætin í kringum þetta er einnig frekar gervileg og sýna vel hversu innantómur veruleiki þetta er. Mun þetta bæta líf okkar? Nei menn geta gert hluti hraðar en áður en dýptin í því sem er verið að gera skortir.


Velferð og flóttamenn vinna ekki vel saman

Velferð sem byggir á hagvexti gengur illa ef mikið er um flóttamenn. Þetta skilur formaður Samfylkingarinnar enda er hún hagfræðingur. Í stuttu máli er málið þannig að flóttamaður sem er á kostnað skattgreiðenda í 6 mánuði til 2 ár skilar engu til hagkerfisins. Segjum svo að þessi flóttamaður fái síðan vinnu þá líklegast lendir hann í láglaunavinnu, lifir spart og eyðir litlu - skilar enn litlu til hagkerfisins. Því miður er staðreyndin sú að þetta á við meirihluta flóttamanna. Fólk sem er að leita sér betra lífs.

Sé ætlunin að reka öflugt velferðakerfi á Íslandi þá verður hagvöxtur að vera viðvarandi en þegar ríkið stækkar í sífellu og frjálsa hagkerfið minnkar þá minnkar hagvöxtur. Því ríkið skapar ekki tekjur. Nú rugla sumir saman við t.d. ohf fyrirtækin en þau er í ríkiseigu og vinna því bara á rekstargrundvelli en ekki fjárfestingagrundvelli að auka verðmæti.

Til lengri tíma tapar velferðakerfið á fjölgun flóttamann. Burt séð frá því hversu rík við erum í dag. Til lengri tíma koma færri krónur í ríkiskassann og þá þarf einhver að borga reikninginn. Þannig tapar velferðakerfið á stækkun ríkiskerfis.

Formaður samfylkingar er að horfa til framtíðar þegar hún talar um minnka innflutning flóttamanna. Hins vegar er flokkurinn algerlega klofinn í þessum málum og engin vitræn niðurstaða næst fyrir framtíðarkynslóðir.

Skömmin sem nú svífur yfir meðferð á Grindvíkingum sýnir svo ekki verður um villst að velferð og ótakmarkaðir flóttamenn fara ekki saman.


Gervigreind tekur ekki ákvarðanir

Ekki nóg með að fyrirsögnin sé röng þá eru hugmyndir um gervigreind algerlega út í hött í þessari frétt. Gervigreindin lagði einungis upp út frá ákveðnum forsendum en tók ekki ákvörðun. Það voru sjálfir starfsmennirnir sem það gerðu og mátu sem bestu lausnina.

Þetta er alveg í anda allrar umræðu um gervigreind þessi dægrin. Þrátt fyrir að tölvuforrit geti hjálpað okkur að komast hraðar að niðurstöðu þá velur það forrit aldrei niðurstöðuna. Gervigreindin tekur ekki ákvörðun og verði ákvörðun gervigreindar eitthvað misvísandi þá ber fólkið alltaf ábyrgðina.

Delluþvæla er gegnum gangandi í núverandi umhverfi. Menn halda að þeir hafi endurfundið hjólið með gervigreind (lesist betri forritun og vinnsla úr gögnum). Slíkt er alger misskilningur því þegar búið er að nota þetta að vissu marki þá þarf eitthvað meira ef stíga á skref á annað stig. Slíkt stig verður ekki til fyrr en næg orka og ódýr er til staðar. Það eru áratugir ef ekki aldir í slíkt breytingu.

Ekki láta blekkjast af sölumennsku.


mbl.is Gervigreindin tók betri ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband