VG eru eyðslusamir yfirgangsseggir

Ekki lofar þessi loforðaflaumur Guðmundar góðu, sér í lagi í stríði við verðbólguna. Held það sé vel hægt að kveðja launasamninga og lægri verðbólgu fái hann sínu framgengt. Allt sem hann nefnir er ekkert annað en aukakostnaður frá því sem nú er og afleiðingin er viðvarandi verðbólga nái þetta fram.

Yfirgangurinn felst auðvitað í því að setja allt fullt í borgarlínu sem engin sátt er um og fáir sjá hag af. Þetta eigi að vera til verndar náttúrunni er svo vitlaust að tekur ekki að svara því. Sjálfbær nýting orku ætti að þýða fleiri vatnsorkuver því þau eru sjálfbærust af öllum orkuverum sem við notum. Auðvitað segir hann ekkert hvað felst í þessum orðum um sjálfbærni enda held ég að fæstir viti hvað sjálfbærni þýðir í raun og hvað er verið að tala um. Það er nefnilega öfugmæli að tala um sjálfbærni orkunýtingar.

Svo sem ekkert nýtt hjá VG yfirgangsseggjum að þversagnakennast í gegnum lífið.


mbl.is Fullur kraftur settur í borgarlínuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er dapurlegt að lesa svona lagað sérstaklega fyrir það að maður sem lætur svona lagað út úr sér og ætlar sér að fara svona með almannafé, gengur greinilega ekki á öllum og ætti að vera vistaður í "viðeigandi úrræði".....

Jóhann Elíasson, 10.4.2024 kl. 20:37

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ráðherrar, embættismenn og jafnvel óbreyttir þingmenn (þingsályktun) hafa lofað öllum fjáranum
en ef fjármagn fylgir ekki með þá verður lítið úr efndunum
eins og fjölmörg dæmi sýna

Grímur Kjartansson, 10.4.2024 kl. 20:47

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sorglegt að hlusta á þennan loforðaflaum ráðherra sem ber enga virðingu fyrir lögum og er í andstöðu við flest. Læðist að manni grunur að verið sé að nota fjölmiðla til að setja snöruna á hina flokkana til að slíta samstarfinu þar sem ekki er til fjármagn fyrir þessum loforðaflaumi.

Rúnar Már Bragason, 11.4.2024 kl. 10:15

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sjálfbærni er sanskrít, og þýðir: fokk þú og gerðu það sem við segjum.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2024 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband