Er þörf fyrir borgarlínu ef meðalferð bíla er þrír kílómetrar?

Þessi furðuyfirlýsing Davíð Þorlákssonar í viðtali við mbl.is segir okkur að starf hans sé algerlega óþarft. Hann segir:

„Meðal­ferð á höfuðborg­ar­svæðinu er um þriggja kíló­metra bíl­ferð. Löng göng þvert um höfuðborg­ar­svæðið eru því ekki að fara að leysa flest­ar ferðir,“

Til hvers þurfum við þá borgarlínu upp á 6 km í fyrsta áfanga ef meðalferðin er ekki nema þrír? Hér fara orð og fyrirhugaðar aðgerðir engan vegin saman. Sá sem býr í Mosfellsbæ og vinnur í Borgartúni þarf að keyra ca 13 km í vinnuna. Hvaðan kemur þessi 3 km meðalferð eiginlega? Ef bílar fara ekki lengra að meðaltali þá ætti varla að vera svona mikil umferðateppa, eða hvað?

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Davíð Þorláksson kemur með furðuyfirlýsingar sem stangast á við alla skynsemi. Borgarlínuverkefnið er auðvitað alger steypa en vissulega myndu göng eins og undir Setberg leysa mikinn vanda. Göng frá Álftanesi yfir í Ægissíðu væru einnig mjög nýtileg göng. Það er búið að eyðileggja grunninn að göngum frá Vogunum yfir í Grafarvog af fólki sem er af sama kalibera og Davíð Þorláksson.

Tillaga að sparnaði fyrir ríkið. Leggið starf hans og stofnun niður því það er nóg af öðrum ríkisstarfsmönnum til að sinna verkinu.

 


mbl.is 100 km jarðgöng leysa ekki vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vandamálið við meðaltöl er að helmingur fólks er undir meðalgreind.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2024 kl. 22:08

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þar hittirðu á kjarna málsins Guðmundur. Að nota meðtöl í pólitískum tilgangi er ávísun á vitleysu.

Rúnar Már Bragason, 12.4.2024 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband