VG eru eyðslusamir yfirgangsseggir

Ekki lofar þessi loforðaflaumur Guðmundar góðu, sér í lagi í stríði við verðbólguna. Held það sé vel hægt að kveðja launasamninga og lægri verðbólgu fái hann sínu framgengt. Allt sem hann nefnir er ekkert annað en aukakostnaður frá því sem nú er og afleiðingin er viðvarandi verðbólga nái þetta fram.

Yfirgangurinn felst auðvitað í því að setja allt fullt í borgarlínu sem engin sátt er um og fáir sjá hag af. Þetta eigi að vera til verndar náttúrunni er svo vitlaust að tekur ekki að svara því. Sjálfbær nýting orku ætti að þýða fleiri vatnsorkuver því þau eru sjálfbærust af öllum orkuverum sem við notum. Auðvitað segir hann ekkert hvað felst í þessum orðum um sjálfbærni enda held ég að fæstir viti hvað sjálfbærni þýðir í raun og hvað er verið að tala um. Það er nefnilega öfugmæli að tala um sjálfbærni orkunýtingar.

Svo sem ekkert nýtt hjá VG yfirgangsseggjum að þversagnakennast í gegnum lífið.


mbl.is Fullur kraftur settur í borgarlínuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband