30.1.2023 | 12:52
Megnið af hækkun vísitölunnar í boði ríkisstjórnarinnar.
Megnið af þessi hækkun vísitölunnar þennan mánuðinn er vegna skattahækkana ríkisstjórnarinnar. Skattahækkanna sem í mörgum tilvikum hafa engan annan tilgang en að skila meiru í kassann en samt er hægt að skila áætlun upp á miljarðatap.
Bjarni skattmann missti alla tilfinningu fyrir þjóðhagfræði þegar hann fór í núverandi stjórnarsamstarf eða var það bara Sigmundur sem hélt honum á tánum.
Þetta einstefnu skattahækkanarugl er komið fram yfir allan fáránleika.
Verðbólgan hækkar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2023 | 18:13
Gervival vestrænna fjölmiðla
Þessi frétt um að Rússar séu að banna fréttasíðu sem er rekinn fyrir utan Rússland er auðvitað vont mál fyrir málfrelsið eða rétta sagt frelsið til að lesa hvað sem eru. Á móti má segja að Rússar séu hreinir og beinir með valið á hvað þú mátt og mátt ekki.
Ólíkt vestrænum fjölmiðlum sem segjast vera frjálsir og óháðir þá er verið að gefa þér platval því þeir flytja allir sömu fréttirnar. Oft á tíðum með sömu fyrirsögnunum. Þannig að hvernig geta það verið frjálsir fjölmiðlar? Covid sýndi okkur að fjölmiðlar eru dreifarar á efni frá ríkisstjórnum og Úktraínustríðið sýnir það enn betur.
Þannig að við fáum opinbera ríkisleið í Rússlandi en falda ríkisleið á vesturlöndum - hver er munurinn? Vesturlandabúar láta plata sig með að séu ekki ríkisfréttir en rússar fá hreint út hver línan sé í fréttum.
Hvort ætli sé betra?
Rússar banna vinsæla fréttasíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2023 | 11:04
Margar ástæður myglu og fleira en fúsk
Of mikill byggingarhraði er fúsk og það sést vel á orkuhúsinu sem er verið að endurbyggja. Sú vitleysa sem þar gerðist var vituð þegar húsið var opnað en samt var haldið áfram.
Mygla myndast ekki nema að raki komi til. Ekkert grær án vatns. Mörgum þykir skrýtið að enginn sjáanlegur leki geti samt myndað myglu. Þetta er samt algengt vandamál í stofnunum og hefur aukist með árunum. Margar af þessum byggingum gerðu ráð fyrir að lofta út með opnum glugga en síðar var öllum gluggum lokað og hurðum líka. Húsin eru kapphituð og ef fólk er inni á daginn eða plöntur í rými þá myndast raki sem leitar upp. Þannig getur mygla myndast í lokuðu rými og lausnin á því er að lofta út.
Það sama á við um nýbyggingar að það þarf að lofta þær og þurrka áður en haldið er áfram. Á því eru margir misbrestir með alvarlegum afleiðingum. vissulega spennandi að koma inn í nýtt hús en sé ekki farið yfir smáatriðin, eins og hvort gluggar séu nógu þéttir, þá er voðinn vís.
Athyglisvert er að eftirlit er með öllum byggingum og þegar steypt er upp þá kemur eftirlitsmaður á staðinn. Þegar verki er lokið þá er verkið tekið út. Sú spurning hlýtur að koma upp hvort þetta eftirlit sé nógu gott? Hvort það sé nógu virkt með tilliti til þess hvort smáatriðin séu í lagi.
Þeir sem fást við myglu þá er fyrsta skrefið, loftaðu út.
Bestu hús allra tíma en oft hræðilegur frágangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2023 | 11:12
Andadráttsskatturinn - kolefnisjöfnunarskattur
Við erum nú þegar að borga fullt af kolefnisjöfnunarsköttum hjá þeim sem keyra eldsneytisbíla og allt sagt til að minnka mengun og bjarga jörðinni. Sem auðvitað er vita vonlaust fyrir Íslendinga vegna smæðar. Á sama tíma eru Kínverjar að fjölga kolaverksmiðjum sínum.
Þessi skattur er auðvitað ekkert annað en svindl sem er gert til þess að hjálpa seðlabönkum (sjá hér). Seðlabankar þrífast á flæði fjármagns og þegar verðbólga eykst og minnkar í vörusölu þá þurfa þeir að fá peninga inn. Þess vegna þarf að búa til nýja skattheimtu eins og í gegnum kolefnisgjald.
Hvernig ofurskattlagðir Íslendingar eiga að bjarga heiminum með enn meiri sköttum er vandséð með árangur. Þjóðin er milliprósenta af heiminum og spúar minna en milliprósentu í heildinni en samt skal skattleggja okkur til jafns á við risana (sem þó sleppa sbr. Kína og Indland eru undanþegin í bili).
Svona er farið fyrir lýðræðinu og það misnotað út í ystu æsar fyrir hina fáu og alltaf skulu jafnaðarflokkar koma og segjast bjarga öllu en óaðvitandi takandi þátt í leiknum. Held það sé enginn möguleiki á að Bjarni skattmann vakni til lífsins, hvað þá vonarstjarna Samfylkingarinnar. Það þarf ekki að hafa nein orð um VG eða alla hina. Miðflokkurinn er of lítill til að hafa áhrif.
Ef draumur margra um að dreifa meira auði 1% þá er kolefnisjöfnunarskattur ekki svarið því þeir hafa mestan hag af þessum skatti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2023 | 12:14
Hvar er 4ða iðnbyltingin?
Fyrir um 4 árum var mikil herferð í fjölmiðlum um 4ðu iðnbyltinguna sem væri að bresta á og myndi gerbylta öllu. Nú 4 árum síðar þá heyrist ekki orð um þessa miklu byltingu sem átti að eiga sér stað. Hvað gerðist?
Það sem gerðist var að engin bylting var í sjónmáli. Það eina sem upp á vantaði er að tölvufyrirtæki áttu erfitt með að selja lausnir og því var farið í þessa herferð. Erfiðleikar tölvufyrirtækja koma vel í ljós í dag enda, ekki hér á lendi enn, að segja upp fólki í miklum mæli. Sjálfvirknivæðingin sem tölvufyrirtækin vildu kalla byltingu var í raun 20 ára gömul lausn sem hafði fram að þeim tíma ekki fengið rétt vægi vegna hagsmuna.
Í raun má segja að afskaplega lítið hafi komið nýtt fram í tölvumálum. Símar í dag eru á við borðtölvur fyrri ára en þótt þróað hafi verið niður í lítið tæki þá er sami grunnur á bakvið bæði. Þótt hlutur sé smækkaður þá þýðir það ekki að hann sé nýr.
Bill Gates telur að AI sé framtíðin frekar en Metaverse (sýndarveruleiki). AI er í raun framhald af sjálfvirkni svo það er auðvelt fyrir þá ríku að spá þeirri leið því þá aukast líkur þeirra að verða enn ríkari. Vandamálið við sýndarveruleika er hversu stutt er í fíkn sbr. leikjafíkn. Sjálfum finnst mér þessir AI spjallborð á fyrirtækjavefsíðum ákaflega leiðinlegir og langt því frá að geta svarað flóknum spurningum. Einfaldar spurningar er lítið mál að lesa þannig að ég sé engan tilgang með þessari lausn.
Fyrir 4 árum sagði ég að næsta iðnbylting snýst um orkumál og eina sjáanlega í ófyrirséðri framtíð voru fréttir um árangur í kjarnasamruna. Þangað til getum við þróað áfram 3ju iðnbyltinguna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2023 | 12:01
Vindmyllu fantasían
Nú á stýrihópur að fara að skila af sér tillögum varðandi vindmyllur. Orkustofnun bendir á hið augljósa að sé farið framhjá rammaáætlun við byggingu vindmylluvera þá geti það skapað sundrungu og andúð.
Útreiknað þá þurfum við meiri orku, sér í lagi ef ætlunin er að keyra á rafbílum um allt land. Þá kemur upp stóra vandamálið - afhendingaröryggi. Zerohedge fjallar um þetta má í Ástralíu og þar kemur í ljós að síendurtekið er notast við dísel varaafl til að sinna afhendingu orkunnar sem búið er að lofa.
Fyrir utan alla aðra mengun sem fylgir vindmyllum þá þurfa þær varaafsstöð til að geta sinnt stöðugri afhendingu orku. Málið er að raforkukerfi eru sett þannig upp að viðhalda þarf ákveðnum straumi og sé sá straumur ekki til staðar þarf að koma honum inn á kerfið því annars þarf að slökkva alveg.
Ástralía þar sem mikið er um sléttur og ætti því að skapa góðar aðstæður fyrir vindmyllur þá er orkuöryggið samt ekki nóg til að jafn straumur fari allan ársins hring inn á kerfið.
Hugmyndir um 40 vindmylluver um landið eru algerlega snargalnar. Ef orkuöryggið þarf að sækja í vatns- eða háhita orkuver þá eykst gríðarlega hættan á rafmagnsleysi hjá einhverjum hluta landsins, óstöðugleiki kerfinu. Hver ætli myndi finna mest fyrir slíku?
Vindmyllur hafa verið prófaðar hér af Landsvirkjun en hafa ekki gefið út neitt efni um stöðugleika þeirra. Hvernig þetta fer saman við núverandi raforkukerfi. Mengunin sem af þessu hlýst, plast í spöðum, jarðrask, sjónmengun og hávaðamengun. Þar ríkir þögnin ein enda sjá þeir þetta í hyllingum sem lausn fyrir landsmenn.
Við eigum að stoppa þessar hugmyndir og bíða í nokkur ár. Sjá hvert verður farið út í heimi. Mín spá er að vindmyllur sem orkugjafi muni fara hallloka nema orkan sé notuð á takmörkuðu svæði og hafi gott varaafl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2023 | 22:30
Misnotkun á hugtakinu sjálfbærni
Í öllu tali um umhverfisvernd þá er hugtakið sjálfbærni mikið notað sem einhversskonar töfralausn á vandamáli (hvort sem það er rauverulegt eða ekki). Þannig er fengið út að íbúðahverfi eigi að vera sjálfbær, sjálfbært rafmagn o.s.frv.
Slík notkun á hugtakinu er ekkert annað en misnotkun. Uppruni hugtaksins er kominn úr líffræði þar sem fjallað var um afmarkað svæði sem var sjálfu sér nógt. Síðar tóku mannfræðingar þetta hugtak upp þegar þeir voru að lýsa veiðimanna- og safnara samfélögum. Það passaði alveg þar enda lifðu slíkir hópar yfirleitt á takmörkuðum svæðum þar sem nóg var handa mönnum og dýrum.
Að halda því fram að íbúðahverfi eða borg geti verið sjálfbær er misnotkun. Hvort það er viljandi veit ég ekki en sterkur grunum um það. Í fyrsta lagi er íbúðahverfi eða borg aldrei sjálfbær þegar vörur eru fluttar inn á svæðið eða þegar fólk vinnur utan svæðis. Í öðru lagi þá er orka ekki sjálfbær heldur alltaf bundin einhverju öðru t.d. vatsmagni, vindi eða tilbúnum efnum (kjarnorka). Ekki einu sinni sveitabæjir eru sjálfbærir því vélar og fleira er aðflutt.
Pólitík misnotar oft hugtök, sér í lagi þegar ætlunin er að hafa áhrif á hegðun fólks. Það verður enn verra þegar stofnanir taka þátt. Þetta versnar svo enn meira þegar fjölmiðlar fara að fjalla um efnið. Sífellt þynnist efniviðurinn þangað til fólk fer að trúa á viteysuna (eins og hugmyndin um sjálfbær íbúðahverfi). Sé horft til loftlagsumræðunnar þá er það í hræðilegum farvegi þar sem umræður eru af afar skornum skammti. Í frostdögum undanfarið kemur upp mengunarumræðan en skilaboðin enda alltaf á að taka rangan pól í hæðina (nagladekk eða eldsneytisbílar) án þess að taka umræðu um hvernig megi vinna úr ástandinu, til skemmri eða lengri tíma.
Ég tek lítið mark á fjölmiðlum. Vil frekar fá betri upplýsingar og fleiri sjónarhorn. Því miður er það yfirleitt, í dag, af mjög skornum skammti nema maður gefi sér góðan tíma.
Sem sagt það er hægt að tala um sjálfbærni í dýraríkinu á afmörkuðu svæði en ekki um fólk sem lifir í svæðum þar sem aðfluttar eru vörur eða sendar í burtu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2023 | 23:20
Lúmskilegi áróðurinn um offjölgun mannkyns
Við erum reglulega frædd um það í meginstraumsfjölmiðlum hversu hratt mannkyni fjölgar. Síðustu tölur segja að mannkyn sé komið yfir 8 miljarða. Stöldrum aðeins við og spekúlerum er allt sem sýnist í þessu?
Fyrir það fyrsta þá sýna vefsíður beina talningu sem er stöðug og miðar út frá náttúrulegri fæðingartíðni (total fertility rate) sem miðaðist við 2.5 í heiminum 2020. Þegar betur er rýnt í tölur þá sést að þessi fæðingartíðni hefur verið að lækka í heiminum og ekki bara á vesturlöndum. Til að lönd standi undir sér er miðað við 2.1 sé tíðnin sem til þarf en aðeins eitt land í evrópu nær þessu, Mónakó. Öll önnur eru lægri og meira segja fjölmenn ríki eins og Filipseyjar eru ekki með nema 1.9. Miðað við þessar upplýsingar, og jafnvel þó reiknivélin sé uppfærð árlega, þá eru miklar líkur að mannfjöldinn sé ofreiknaður.
Síðasta sem ég heyrði almennt um mannfjöldaspár þá var gert ráð fyrir fækkun mannkyns frá 2050 en miðað við hversu hratt náttúrulega fæðingartíðnin fellur í heiminum má alveg eins gera ráð fyrir að þetta gerist fyrr. Vesturlönd eru þegar á niðurleið og þrátt fyrir fjölda innflytjenda (svokallaðir flóttamenn) þá hækkar ekki náttúrulega fæðingartíðni.
Allt tal um að fækka þurfi mannkyni eru því algerlega út í hött. Það er engin þörf á að fækka mannkyni því það mun eiga sér stað á náttúrulegan hátt. Væri ekki nær að beina sjónum að því að gera líf þeirra sem nú þegar lifa og þeirra næstu kynslóðar líf betra. Beina sjónum að því hvernig megi nýta starfskrafta fólks lengur þannig að fleiri njóti betra lífs seinni hluta ævinnar.
Áherslur WEF, um fækkun mannkyns, byggja í raun á röngum forsendum. Það er of stutt í að mannkyni fækkar á náttúrulegan hátt til að gera þurfi einhverjar ráðstafanir sem fækka fólki. Samtök eins og WEF dreymir einungis um að stjórna heiminum. Nái þeir því mun það standa mjög stutt yfir og verða alger kollsteypa. Mannkynssagan er síendurtekin saga af fólki sem vildi stjórna heiminum, náði takmörkuðum árangri svæðislega og um tíma, en féll allt um sjálft sig.
Mannkynssagan segir okkur - það á enginn einn, samtök eða fáir, að stjórna öllu í heiminum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2023 | 16:24
Ekki benda á mig ég ...
Enn og aftur gerist meirihluti Reykjavíkur sekur um afsakanir í stað þess að láta verkin tala. Endalausar afsakanir fyrir því að vinna ekki vinnuna sína.Þetta er ekkert afskaplega flókið ef fólk væri að vinna vinnuna sína og það þýðir ekkert að benda á minnihlutann í því samhengi.
Vegagerðin kvartar mest yfir bílum sem eru fyrir, jú af því að það hægir á öllu og út frá útreikningum sem gerðir hafa verið yfir þann tíma sem þetta tekur.
Slíkir útreikningar virðast ekki vera til hjá Reykjavíkurborg heldur virðast borgarfulltrúar bora í nefið og benda á hvern annan. Sé þetta reiknað út þá tekur ákveðinn tíma að ryðja göturnar og til þess þarf ákveðið magn af tækjum. Samningar eiga auðvitað að gera ráð fyrir því en ekki einn aðalverktaki og síðan fjöldi undirverktaka.
Algerlega til skammar. (... kann ekki að skammast mín).
Enn verið að endurskoða snjómokstur borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2023 | 15:03
Bjarni skattmann stendur fyrir sínu
Bjarni Ben (skattmann) hefur hreykst sér af því að lækka skatta á laun en í staðinn hefur hann aukið alla jaðarskatta og veitingamenn finna mest fyrir því. Hráefnið þarf að flytja til þeirra sem gerist með ökutækjum (jú við hækkuðum álögur á eldsneyti). Einnig selja þeir áfengi (jú við hækkuðum áfengisgjaldið). Heildsalinn eða framleiðandinn sem kemur vörunni til veitingamanna þarf að hækka vöruna vegna flutnings og jafnvel annarra skattahækkana en já við jukum persónuafsláttinn og hækkuðum bætur. Það bætir ekki hag veitingamanna!
Bjarni skattmann: Það stefnir allt í góðan samdrátt í þjóðfélaginu á þessu ári og jaðarskattahækkanir ganga ekki upp lengur.
Segir ástandið með öllu óboðlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)