31.10.2020 | 16:51
Brot í verslunum?
Hér er einfaldlega verið að fara með rangt mál. Samkvæmt reglu ber að nota grímu ef þess er ekki kostur að vera 2 metra frá. Þegar lítið er að gera í stærstu matvöruverslunum þá ertu aldrei nálægt neinum og langt frá 2 metrum. Hvernig á þá að vera hægt að skikka einstakling til að bera grímu?
Fólk ætti að snúa sér að öðru enda er þessi vitleysa komin langt út fyrir velsæmismörk. Ef grímur eru alger skylda þá ætti sóttkvíarkvaðir að vera þannig að einstaklingar sem ganga framhjá sýktum einstaklingi, án þess að tala við hann, að fara í sóttkví. Þannig er það ekki í dag og hvað á gríman þá að gera ef hægt er að halda fjarlægð?
Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk smitist í matvöruverslunum. Langflestir smitast af einhverjum sem eru í samskiptum við. Til hvers þá að eltast við það ef einhver vill ekki hafa grímu í stórri matvöruverslun?
Við gátum farið út í búð í vor án gríma. Af hverju ekki núna?
Hvar er skynsemin?
![]() |
Tilkynnt um 11 brot á sóttvarnalögum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2020 | 14:22
Grímur eru ekki lausn heldur hjálpartæki
Einn af misskilningnum varðandi grímur er að þær komi í veg fyrir smit. Það er enginn möguleiki að þær geri það en geta hins vegar, ef rétt er notað, dregið úr hættu á smiti. Þá kemur nefnilega vandamálið að nota grímurnar rétt.
Fjölnota grímur ætti ekki að nota nema 1x og síðan þvo þær, annars missa þær marks. Á sama hátt með einnota grímu þá ætti að henda henni sé hún tekin niður en ekki sett aftur upp. Fyrir utan það þá á helst ekki að nota grímu lengur en 4 tíma í senn. Grímur eru hjálpartæki alveg eins og hanskar.
Í allri sóttvörn felst að hlutir séu einnota nema séu þrifnir á milli. Hver þrífur símann sinn jafnoft og hendur? Hve margir nota síma á almannafæri, leggja frá sér en telja það ekki vera snertiflöt? Hver þrífur sig um hendur í hvert sinn áður en borðað (líka nammi)?
Besta sóttvörnin er fjarlægð og að hitta eins fáa og mögulegt er. Það er fyrst í þessari viku að slík skilaboðum er komið áleiðis, að einhverju marki, í haust. Í framhaldi af því má spyrja um gagnsemi að nota viftu heima hjá sér til að koma hreyfingu á loftið. Hjálpar það í sóttvörnum? Við komumst í gegnum þetta í vor án gríma, afhverju ekki núna?
Það að hitta aðra og vera með grímu er engin trygging gagnvart smitum. Mín skilaboð eru: Jú notaðu grímu en vandaðu valið. Veldu frekar fjarlægðarmörk 2 metrar, en grímu sé hugmyndin að varna smiti.
![]() |
Aðgerðir hertar tíu mega koma saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2020 | 17:44
Vel meint en röng nálgun
Þewgar fréttin er lesin kemur í ljós að öllum bekkjum var stefnt saman í matsal og allir settir með hanska og grímur. Þarna kemur svo bersýnilega í ljós að grímur varna ekki smitum né hanskar.
Mistökin voru að aðgreina ekki bekki betur og sem betur fer læra af þessu og fara þá leið.
Til að hugsa sóttvörn sem best þarf að hugsa út frá skurðstofu. Þegar farið er þangað inn er hendur þvegnar og sóttvarnarföt notuð. Þegar í þau er komið er ekkert snert fyrr en inn á skurðstofunni. Í tilviki skólans þá gleymist það að eigin sími er utankomandi hlutur og sé hann snertur með hösnkum eða grímu þá er það mögulegur smitberi hafi sími ekki verið þveginn við komu í skólann.
Nálgunin þarf að vera að utankomandi hlutir þurfa að vera í lágmarki eða þá hreinsaðir. Alltaf þvo hendur eða spritta áður en borðað án þess að snerta annað en matinn.
Það er alveg hægt að ná smitum niður en grímur eru ekki endilega lausnin heldur að hugsa vel hvernig við hegðum okkur áður en snertum andlit eða borðum.
![]() |
Gengu lengra í sóttvörnum en samt komu upp 30 smit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2020 | 19:01
Svarið er: Í ruslinu
Þessi svokallaða nýja stórnarskrá er í ruslinu og einfaldlega vegna vanþekkingar á núverandi stjórnarskrá. Það verður engin ný stjórnarskrá nema að leggja núverandi niður og það þarf meira en eina ráðleggjandi þjóðaratkvæðagreiðslu til þess.
Annar miskilningur er að með ákvæði um auðlyndir séu þjóðareign þá fái þjóðin svo mikið í vasann. Hins vegar þýðir það að ekkert má gera má nýta í landinu nema með leyfi stjórnvalda (í nafni þjóðarinnar). Þannig verður óleyfilegt að týna ber, sýna ferðamannastaði, taka möl í framkvæmdir nema með leyfi stjórnvalda. Sé eitt leyft þá verður að leyfa allt hitt því annars er sett út ójafnræði. Er þá einhver leið að leyfa nýtingu auðlynda? Hver fer að týna ber ef það kostar?
Auðlyndaákvæði á heima í sérlögum. Eins og margt í þessu áhugamannaplaggi um stjórnarskrá. Já ég hef lesið þetta plagg og gef því algera falleinkun.
![]() |
Myndu aldrei hvetja til eignaspjalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2020 | 10:28
Markvissar upplýsingar
Þórólfur hefur sagt oft og mörgum sinnum það sem kemur fram í greininni. Spurningin er hvort að fólk hlusti yfirleitt nógu vel á hann. Leiðin er að upplýsa almenning betur á mjög skýran hátt. Þannig er hægt að segja upp skjal sem segir: Við 100 smit þá eru viðbrögðin þessi þe. 20 manns og lokum þessum stöðum.
Holland er að fara þessa leið og ég held að öllum væri gott að fá skýra mynd hvernig brugðist er við þær aðstæður sem upp koma. Þetta á líka við þegar aflétting á sér stað.
Við þurfum líka að velta betur fyrir okkur smitleiðunum því eitthvað virðist fara á mis. Ef síma er veifað á almannafæri í hópi er það ekki eins og hver annar snertiflötur? Sé síminn ekki þrifinn er hann þá ekki möguleg smitleið? Veltum smitleiðunum betur fyrir okkur og reyna að læra að forðast smit.
Að lokum vil ég nefna það að þessa grein áttu stjórnmálamenn að skrifa en ekki þríeykið. Þau fara eftir lögum og eiga ekki að þurfa að verja aðgerðir sínar enda er það stjórnmálamanna að ákveða hvað er síðan gert út frá því sem þríeykið leggur fram.
![]() |
3 þúsund myndu greinast daglega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2020 | 22:24
Sjálfhverfustjórnmál
Athyglisvert er að manneskja sem er í stjórn Gsí og þingmaður geti ekki farið eftir tilmælum. Hvernig á að vera hægt að treysta svona fólki. Hún telur sig geta leitt stjórnmálaflokk en er greinilega enginn leiðtogi. Leiðtogar fara eftir tilmælum nema ætlunin sé að mótmæla tilmælum, það hefur hún ekki gert.
Sjálfhverfan er svo mikil að hún sér ekki einu sinni skömmina við þessa hegðun sína. Heldur að sé nóg að segja að þetta sé óafsakanlegt.
Trúverðugleiki Viðreisnar og stjórn Gsí er enginn eftir þetta verði niðurstaðan sú að þetta sé án afleyðinga. Með réttu ætti hún að segja sig úr stjórn Gsí. Sem formaður Viðreisnar ætti hún virkilega að endurskoða hlutverk sitt sé hagur flokksins hafður að leiðarljósi.
![]() |
Óafsakanlegt að hafa farið í golf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)