24.2.2023 | 10:38
Vilja þeir frið eða áframhaldandi stríð í Úkraínu?
Vissulega er árásin óréttlætanleg út frá sjónarhóli Úkraínu og þessi yfirlýsing ber þess merki að skoða bara sjónarhorn annars aðilans. Í framhaldi segir nefnilega tilefnislausa. Aldrei hef ég orðið vitni að sá sem ræðst á aðra finni það sé óréttlætanlegt eða tilefnislaust þegar um ríki á í hlut.
Í þessari deilu hef ég ekki orðið vitni að Rússar geri annað en það sem þeir lögðu upp með. Undantekning, sannar regluna, er að þeir tóku tvö önnur héruð en hótanir um að taka Krímskagann ollu því að breytt var um kúrs. Auðveldara er að verja Krímskaga með að taka héruðin sem liggja næst.
Tölum aðeins um friðinn sem þessi yfirlýsing sækist eftir. Í henni eru samt settir afarkostir þannig að Rússar eigi að bakka með sitt lið en landið sem ráðist var inn í þarf ekki að gera neitt. Svona einhliða málflutningur er ekki til þess gerður að skapa frið því þegar deilt er þá er málamiðlun alltaf lausnin. Hvar er málamiðlun í deilunni?
Þessi sömu ríki sem segjast vera lýðræðisleg og saka Rússa um einræði og fleira ljótt er ótrúlega einhliða málfluttningur. Hversu mikið var lýðræðið notað í Covid ástandinu? Eina ríkið af þessum sem sendi leiðbeiningar (vegna þess að lög leyfðu ekki annað) var Svíþjóð. Öll hin brutu lýðræðislegan rétt íbúa síns ríkis. Hvernig geta þeir réttlætt að segja Rússum hvað þeir eiga að gera þegar sjálfir fara illa með þegna sína?
Samúð mín er með íbúum Úkraínu sem slátrað eins á taflborði vesturs og austurs. Zelenskí er engin hetja og vesturlönd eru alltof sek í að skapa ákveðið ástand á svæðinu (það er enginn saklaus í stríði). Að lokum verða vesturlandabúar að spyrja sig: Hvað réttlæti árásir (hernaðaraðgerðir) inn í Írak, Líbýu, Afganistan, Sýrland og örugglega fleiri lönd?
Úkraína verður að sigra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2023 | 12:40
Hatursorðræða Sólveigar
Það er leitin að annarri eins hatursorðræðu og kemur úr munni og skrifum Sólveigar Önnu formanni Eflingar. Samkvæmt hennar orðræðu þá má hún framkvæma hvað sem er en aðrir bara alls ekki neitt, nema það sé samkvæmt því sem hún vill.
Þannig leyfði ritari Eflingar sér að fá úr því skorið hvort félagsmenn Eflingar megi kjósa um miðlunartillögu og síðan kom varaformaðurinn með skoðun sína að það beri að styrkja félagsmenn í verkbanni. Þetta kallar Sólveig "vitfirringum" og þar með stimplar þessar konur séu fjarri vitrænu róli.
Það væri gaman að sjá hvaða skoðun forsetisráðherra, með sína hatursorðræðulög, hefði á svona orðræðu gagnvart samferðafólki í stjórn verkalýðsfélags.
Sólvegi Anna hefur verið með fleiri yfirlýsingar í fjölmiðlum undanfarna daga og vikur sem eru langt frá því að vera boðleg í mannleg samskiptum.
Það er hægt að hugga sig við það að þótt einstaklingar nái dagskrávaldi í fjölmiðlum þá er oftast lítil eftirspurn eftir þeim annarsstaðar.
Stjórnin sem betur fer ekki mönnuð vitfirringum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2023 | 16:33
Kann fólk ekki lengur að lesa?
Þessa spurningu setti Jón Kristjánsson fram í bloggi þar sem hann fjallar um stofnun rannsóknar á vegum Hafró um breytt sýrustig hafsins. Eins og Jón bendir á þá er sjórinn basískur og þótt viltustu spár rætist þá verður sjórinn enn basískur og langt frá því að vera súr. Hvernig stendur þá á því að háskólalæriðir einstaklingar missi af þessum punkti?
Líklega hefur lestrarkunnáttu þess hrakað svipað og með loftlagssinna sem telja hitastig að meðaltali segi eitthvað um lífið á jörðinni. Það megi ekki hækka um 1,5°C svo allt fari til fjandans. Eitthvað virðist sá spádómur láta bíða eftir sér og fá merki sem benda til þess að verstu spár séu nærri raunveruleikanum.
Úkraínustríðið er gott dæmi um vankunnáttu í lestri að geta lesið textann í samhengi. Margir grípa fyrirsagnir og halda þar fari fram einhver sannleikur sem oft (ef ekki oftast) er algerlega fjarri sannleikanum.
Það þarf varla að hafa mörg orð um Covid vitleysuna. Það var eins og engin kynni að lesa.
Oft rekið mig á það hversu erfitt margir eiga með að skilja orð. Þá er eins og ná engri tengingu við orðið þótt að kjarni orðsins gefi vísbendingu. Til eru mörg dæmi um þetta og sér í lagi eldri orð sem lítið eru notuð en einmitt þá er hægt að finna merkingu í kjarna orðsins. Ég er ekki bestur í að setja saman texta en á auðvelt með að skilja merkingu orða.
Arnar Sverrisson fjallar um í sínu bloggi um karlhatur. Eftir lestur bloggsins þá brá mér svolítið hversu margar fyrirsagnir, greinar og fréttir í blöðum lýsa ákveðnu karlhatri. Nærtækasta dæmið var hugbúnaðarfyrirtæki sem gerði út að fá konur sem forritara því þær væru betri forritarar en karlar!
Mér er skapi næst að hætta að líta í fjölmiðla því þeir eru svo yfirfullir af áróðri, hatri og mannskemmandi boðskap.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2023 | 14:16
Nokkrar ástæður fyrir stríði og ekki friði í Úkraínu
Þessi punktar koma ekki frá mér heldur er tilefnið að setja þetta upp til að sýna áróður í þessu stríði (hernaðaraðgerð að mati Rússa). Leyfi mér að setja athugasemdir fyrir aftan.
Þessi listi er tekinn af rt.com
1. Það þarf að minnka hernaðarmátt Rússa þannig að þeir verði ekki ógn við heiminn og um leið minnka áhrif Kína og Indlands. - Það er alveg hægt að dreyma um það en miðað við framgang sl. ár þá er enn verulega langt í það og frekar að vesturlönd tæmi sig.
2. Veikja orkubandalag Rússa og ESB. - Þetta hefur tekist á kostnað íbúa ESB.
3. Veikja sjálfstæði ESB ríkja og gera háðari Bandaríkjunum. - Þetta er komið í hús.
4. Baráttan gegn villingunum í austri (barbaric east). - Frekar grunnur punktur og viðheldur einungis ástandi frá kalda stríðinu.
5. Frelsa land gegn ófrelsi. - Einhverra hluta er okkur talin trú um að Úkraína hafi verið frjálst land áður en Rússar réðust þar inn. Ef sagan er skoðuð er erfitt að sjá það.
6. Ýta undir hernaðaruppbyggingu ESB landa. - Þessi punktur hefur mikið gildi og m.a. talað um sölu á vopnum til ESB landa.
7. Framhald af 6ta lið um sölu vopna svo ekki sé þörf á að selja til Kína og Íran. - Í raun að búa til bandalag gegn þeim í austri.
8. Með stríðinu fá Bandaríkin frekari tækifæri til að auka vopnaframleiðslu sem hefur verið á niðurleið undanfarin ár. - Mikið til í þessu enda vopnaframleiðendur með mikil ítök í bandaríkjunum.
Viðbót:
Punktur sem ekki var talinn upp en aðrir hafa nefnt:
- Að viðhalda stöðu dollarans í heimsviðskiptum með eldsneyti
Snúum okkar þá að hinni hliðinni:
1. Að frelsa land sem tekið var ólöglega - jú vissulega virðist það þannig en af hverju er þá allt bannað í Úkraínu? Af hverju voru Úkraínumenn að ráðast á íbúa þessa svæðis? Var landið algerlega frjálst?
2. Rússland ætlar að fara lengra en að taka Úkraínu - nákvæmleg ekkert sem segir til um það né hefur fylgt ef um til hvers.
3. Rússneski herinn er vonlaus her - hann hefur samt geta barist í heilt ár og virðist styrkjast frekar en hitt
4. Skotfæri Rússa eru að verða búin og þeir kaupa af Norður-Kóreu - en samt geta þeir barist á hverjum degi!
5. Rússar eru vondir og vilja ráða yfir okkur - hvernig getur það staðist þegar þeir tala um margpóla heim en ekki einpóla eins og Bandaríkjamenn.
Líklega er hægt að telja upp fleiri þætti um þessa vitleysu, sem þetta stríð er, en held láti þessu lokið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2023 | 14:23
Framganga Sólrúnar er Woke í hnotskurn
Hvernig Sólrún Anna leggur fram málin þá er það ekkert annað en Woke í hnotskurn. Heimurinn er svart hvítur þar sem eigin skoðun er rétt og hinna röng. Engin málamiðlur er til staðar og það þýðir ekkert að nálgast hlutina út frá málamiðlunum.
Woke hefur fengið byr undir báða vængi eftir innkomu samfélagsmiðla, sem sjálfir stunda hana grimmt. Það er engin málamiðlun til. Settur er fram rétta niðurstaðan og hún skal ná að ganga fram eftir öllum mögulegum leiðum. Í hnotskurn er þetta jáhópur sem kemur sér saman um niðurstöðu og telur alla aðra fylgja sér því það er ekkert hlustað á aðrar raddir.
Svona framganga getur gengið upp til skamms tíma en þá er alveg eins líklegt að í næstu lotu tapa í næstu lotu. Hvernig verkalýðsfélög á Íslandi vinna þá hefur það lítið með félagafrelsi að gera. Gott dæmi er að þeir svæðaskipta verkamönnum á milli sín. Samt á að heita félagafrelsi á Íslandi.
Hinn veruleikinn er, eins og hjá Eflingu, að hluti greiðenda er í tímavinnustörfum t.d. afgreiðslu með námi. Þessi hópur tekur engan þátt í kosningum og hefur í raun mjög takmarkaðan áhuga á því sem er að gerast í verkalýðsfélaginu. Jafnvel ólíkleg til að nýta sér þjónustu þeirra. Þessi hópur telur samt til kosningar um miðlunartillöguna og þennan hóp hræðist Sólveig Anna, og berst gegn þessu með öllum tiltækum ráðum.
Woke er á undanhaldi í heiminum vegna þess að allt okkar líf er málamiðlun og svart hvít veröld stemmir ekki við reynslu okkar. Það er farið að bera meira á öðrum röddum. Þá er ég ekki að meina í fjölmiðlum sem eru ekkert annað en woke ruslakista í dag. Á lífsleið fólks þarf það á einhverjum tímapunkti að gera málamiðlun og breyta um kúrs. Það gerist ekki á svart hvítan hátt nema fólk vilji lenda á vegg. Þessar breytingar eru oft hægfara og við sjáum þær ekki en sé lífið skoðað hlutlægt þá getum við fundið þetta.
Woke gengur engan veginn upp í lífinu til lengri tíma. Ruslahrúgurnar í samfélagsmiðlum og fjölmiðlum þurfa að taka ný skref ef þau ætla að halda lífi. Það sama á við um ríkisstjórnir sem fylgja woke, þær falla hver um aðra. Framganga Nató í Úkraínustríðinu er gott dæmu um woke sem er á góðri leið að falla um sjálft sig.
Woke er dauðadæmd stefna.
Munu áfrýja ef dómur fellur ekki þeim í vil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2023 | 12:00
Fréttir - umbúðir án innihalds - þverrandi lesskilningur
Hildur Þórðardóttir skrifar góða grein í Morgunblaðið í dag um áróður í fjölmiðlum. Hvernig 3 stórar alþjóðlegar fréttastofur mata aðra fréttamiðla af "fréttum" nema hvað margt af þessu passar illa við raunveruleikann. Hún hefur sjálf orðið vitni af því.
Í Úkraínustríðinu ákvað ég strax að taka ekki mark á neinum fréttum og það hefur reynst heilladrjúgt því áróðurinn er svakalegur. Nýjustu vendingar benda til þess að bandaríkjamenn eru farnir að þreifa fyrir sér í friðarumræðum (ekki af vestrænum fjölmiðlum). Svona til gamans þá væri hægt að spá að þessu ljúki 24. febrúar (sett inn í gríni vegna þess að Biden ætlar að afnema Covid neyðarástand í bandaríkjunum í maí en er samt búinn að segja þessu lokið).
Sigmundur Davíð kom líka með sögu í Morgunblaðið og rekur þar hvernig borgarstjórn Reykjavíkur fær að leika lausum hala með fé landsmanna í draumaferð sinni með borgarlínu. Þar liggur við að komi í smáfréttum (sem reyndar eru bestar) óstjórnleg hækkun sem alþingi á ekkert að ræða um né veita leyfi fyrir.
Á þessari öld hefur áróður sífellt aukist en á sama tíma orðið mun augljósari en áður. Ef tekið er Ísland þá sést vel hvernig Samfylkingin, VG og allir hinir flokkarnir hafa notað fjölmiðla (fyrst virka í athugasemdum og síðan RÚV með aðstoð netmiðla) til að koma áróðri sínum á framfæri. Hjarðhegðunin birtist vel í síðustu borgarstjórnarkosningum þegar framsókn fékk góða kosningu fyrir umbúðir án innihalds.
Þessu samhliða hefur lestur minnkað og lesskilningur hrakað samkvæmt rannsóknum. Fólk er mun gjarnara að lesa fyrirsagnir og síður að greina textann sem fylgir. Það sama á við um að hlusta því ef ekki er efnið greint og tekið hrátt inn þá má líkja því við að verða fyrir áróðri. Hrá gögn, sem mikið hafa verið notuð í loftlagsvísindum, segja afar takmarkaða sögu. Ein góð frétt lýsir þessu vel: Fréttin var um að aukinn gróður í þéttbýli stuðlaði að lækkun hitastigs. Sé hækkun hitastigs tekin hrá þá einmitt vantar skuggasvæðin, mögnun vinds við byggingar, hækkun hitastigs vegna endurvarps frá byggingum og líklega má fleira telja.
Að læra að lesa og þar með túlka textann er besta leiðin frá áróðri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það skýtur frekar skökku við að þegar langþráð útboð um vatnsvirkjun er fyrirhuguð að þá fari af stað umræða um ruðningsáhrif þess á þjóðfélagið. Er sammmála Bjarna með að þetta mun líklega ekki hafa nein mikil ruðningsáhrif en vissulega styðja vel við byggð í uppsveitum Árnessýslu.
Málið verður enn skrýtnara þegar hugsað er til allra hugmynda um vindmylluver. Þá allt í einu heyrist ekki orð um ruðningsáhrif en samt er hugmynd um vindmylluver fyrir austan sem á að vera stærra en Kárahnjúkavirkjun í framleiðslu orku.
Hvers vegna fer engin umræða um þennan vinkil í umræðum um vindmylluver?
Það fer nefnilega engin umræða fram um innviði sem þurfa að fylgja þessum vindmylluverum. Er möguleiki að koma vindmylluspaða í gegnum Borganes? Egilsstaði? eða aðra bæji á Íslandi. Nægir þar að vísa til fréttar á Stöð2 um uppsetningu vindmylluvers í Færeyjum. Það gekk ekki hnökralaust fyrir sig.
Önnur umræða væri styrktir vegir sem hver á að borga? Hver á að borga bætingu á dreifikerfinu? Hvar á að taka efni í steypu til að festa vindmyllurnar? Varla ætla þeir að keyra tugi eða hundruðu bíla langar vegalengdir til að steypa þetta niður. Hvar á að koma þessu á land? Hver á að eiga flutningstækin og krananna sem þarf til að setja þetta upp?
Það er of mörgum ósvöruðum spurningum um ruðningsáhrif vindmylluvera til að hægt sé að skoða hvort þetta sé möguleiki.
Ekki áhyggjur af ruðningsáhrifum virkjanaframkvæmda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)