12.12.2023 | 12:15
Það nýjasta í woke er að vilja banna jólin
Já woke og cancel culture tekur alltaf á sig ýktari myndir. Nú vill Kanadíska mannréttindaráðið, segist vera frjáls samtök, banna jólin vegna þess að það mismuni minnihlutahópum.
Þessi furðuyfirlýsing kemur frá landi þar sem meira en helmingur er kristinn og um 35% tengja sig ekki trúarbrögðum. Hvers vegna þá að banna jólin. Jú vegna þess að það sé svo vont fyrir önnur trúarbrögð, sem þó eru það lítil að varla er eftir tekið (múslimar um 5%).
Hvers vegna woke og vinstri menning er svona á móti vesturlöndum er óskiljanlegt. Enn óskiljanlegra er af hverju flytur þetta fólk þá ekki í fyrirheitnulöndin. Kannski eru þau ekki til og eina sem þetta fólk leitar að er að vera á móti og draga aðra niður með sér í vitleysuna.
Ég segi bara: Wake up!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2023 | 13:08
Vindmyllum lætt inn
Morgunblaðið í dag fjallar um að inn á samráðsgátt stjórnvalda sé frumvarp um að koma vindmyllum framhjá rammaáætlun. Þetta eru mjög vondar fréttir enda margt í fréttinni sem stangast á við raunveruleikann.
Þannig er haldið fram vindmyllur þurfi styttri undirbúnings- og framkvæmdatíma en aðrar virkjanir, án þess að þetts sé skýrt nánar í fréttinni. Hvað hafa menn þá verið að gera sem eru að undirbúa þetta undanfarin ár?
Þeir bæta svo við að vindmyllur hafi minni óafturkræf áhrif en aðrar virkjanir! Hvernig þeir fá það út veit ég ekki en Gunnar Heiðarson lýsir mjög vel hversu mengandi vindmyllur eru í raun. Þar kemur vel fram plastmengun og jafnvel mengun í jarðvegi sem virðist fara framhjá þeim sem leggja fram frumvarpið. Vita þessir menn ekki að það þarf að steypa niður hverja vindmyllu sem er á stærð við vinnuskúr. Hvernig mengar það ekki jarðveginn?
Að lokum þá viðurkenna þeir að þetta fari best með vatnsvirkjunum og sé helst ekki langt frá núverandi dreifikerfi. Með öðrum orðum þá á vatnsvirkjunin að bæta upp tapið þegar ekki er hægt að nota vindmyllurnar og þeir vilja ekki leggja pening í dreifikerfið. Tala samt ekkert um að það þurfi að stækka dreifikerfið ef setja á meiri orku inn á kerfið.
Svona hraksmíð í frumvarpi á að henda út í hafsauga en því miður þá höfum við einungis stimplara á alþingi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2023 | 15:14
Lesskilningur barna - sendum foreldra á námskeið
Núna er sjokk í gangi yfir lélegum lesskilningi barna og skólum kennt um (að vissu leyti rétt). Hið rétta er að allur lærdómur hefst heima hjá þér og þegar foreldrar eru svo uppteknir í símanum að þá apa börnin auðvitað eftir því.
Hver hefur ekki tekið eftir að fara á veitingastað og sjá foreldrana í símanum lengur en börnin. Þetta er bara mun algengara en flestir myndu vilja viðurkenna.
Ekki því að breyta að orðaforði og skilningur unga fólksins er greinilega minni en þeirra sem ólust upp á 9 áratugnum. Skýring gæti verið hversu mikið er lesið á ensku en einnig lítið lesið sér til gagns. Of mikið af lesefni er dægrastytting t.d. grein um fótbolta. Þær eru oft einfalt mál og líka æði oft illa skrifaðar. Enda á þetta ekki að vera háfleigt orðað og einungis verið að segja frá atburðum.
Með því að lesa svona mikið af textum af atburðum þá missir lesandinn af flóknum orðum, samsettum orðum og skilning hvernig hægt er að oft að finna merkingu orða í samsetningunni. Tökum sem dæmi orðatiltækið að vera í fararbroddi. Þið getið bókað að margt af ungu fólki á erfitt með að skilja þetta.
Legg til í næstu Pisa könnun að gerð verði samskonar könnun fyrir foreldra barnanna til að bera saman hvers vegna lesskilningur er svona lélegur. Tilgátan er sem sagt að lélegur lesskilningur er afleiðing hvernig foreldri kennir barni að lesa eða sé fyrirmynd í lestri efnis sér til gagns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.12.2023 | 14:55
Einn á móti á Cop28
Jæja það fannst þá einhver á samkomunni sem ekki var tilbúinn að taka undir halelújah kórinn. Tek hattinn ofan fyrir manninum enda býr hann ekki á vesturlöndum og hefur enga hagsmuni að starfi þar.
Hann segir réttilega ef ætlunin er að vera sjálfbær, þe mannkynið, þá er jarðeldsneyti nauðsynlegt. Held það fari nú að heyrast annað hljóð í skrokkinn þegar rafmagnsleysi verður hluti af daglegu lífi. Engar flugferðir langt í burtu til að skemmta sér (í nafni vinnu). Rotnuð matvæli vegna lélegrar kælingar eða illa pakkað inn (bannað að nota plast til að pakka inn sem geymir matvæli betur).
Þessi halelújah kór þarf að vakna til lífsins. Jarðeldsneyti er ekkert á förum þrátt fyrir viljayfirlýsingu. Jarðeldsneyti kemur að flestu í okkar daglega lífi t.d. skóm. Hvernig eigum við að búa almennilega hér norður í heimi ef við fáum ekki almennilega skó? Hvernig ætla íslendingar að halda uppi sínum lífstaðli ef við eigum erfitt með að flytja inn vörur og matvæli? Hvað með lyf eða lækningatæki?
Á sama tíma er í lagi að fara í stríð vegna þess að það er fjárfesting fyrir einhverja. Þá er í lagi að nota allt jarðeldsneyti til að murka lífið úr fólki.
Ef fólk trúir á rafmagnsbíla sem nota meiri olíu í dag en bíll sem keyrður er 100 þúsund kílómetra (auk alls plastsins sem er inni í bílnum) þá er fólk að blekkja sjálft sig. Bílarnir eru þyngri og þar með slíta malbiki meira. Það vill bara svo til að þarf olíu til að leggja malbik nema óskin sé að keyra á malarvegum.
Það mættu (ættu) vera fleir á móti á cop28.
![]() |
Forseti COP28 sagður afneita hlýnun jarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2023 | 00:23
Að elta gullgæsina
Gulli umhverfis er að elta gullgæsina. Láta vita af því að fjölskylda hans á land sem hægt er að nota undir vindmyllur. Auðvitað allt sett fram og selt án þess að spyrja þjóðina. Jú hann á landið og hvað kemur þjóðinni það við hvernig hann notar landið.
Hann gleymdi því að orkan sem hann ætlar að skapa í 25 ár þarf tengivirki og hver borgar það? Jú auðvitað þjóðin því Gulli þarf að græða svo mikið.
Allir aðrir tala ekki um þessa ráðstefnu sem viðskiptaþing. Fyrir þeim er þetta alvara (sem á þó lítið skylt við raunveruleikann) sem þarf að fást við. Gulli er bara í viðskiptum. Geggjað að vita að hann sé í viðskiptaferð í boði skattgreiðenda.
Pilsfatakapítalismi eða spilling? Kannski er það bara það sama.
![]() |
Snúið að halda COP á Zoom |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2023 | 10:24
Fyrir þessa rúmlega 80 sem fara á Cop28
Væri ekki nær að taka snúning á dansgólfinu en fara á þessa innantómu ráðstefnu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2023 | 16:43
Írar farnir að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í innflytjendamálum
Þótt óeirðunum hafi verið tekið af hörku þá halda írar enn að mótmæla innflytjendum. Þannig er lítill bær á Írlandi að loka aðkomu fleiri innflytjenda í bæinn. Skilaboðin eru skýr - það verður að taka á þessum á annan hátt (sjá hér).
Þessi gengarlausa innflytjendastefna er svo glórulaus að sífellt fleiri sjá að þetta gengur aldrei upp. Fullt af fólki hér á landi er því miður enn blint á þessa stefnu þótt virðist vera ákveðin vakning. Í hamförunum í Grindavík kom vel í ljós þessi mismunun sem gerð er á milli flóttamanna og þeirra sem skylt er að yfirgefa hýbýli sín. Fokið er í flest skjól þegar heimamenn eru orðnir annars flokks þegnar í sínu eigin landi.
Írska löglegreglunni er einnig á furðulegri vegferð. Þannig hefur veggjakrot sem stendur "írsk líf skipta máli" verið álitið sem hatursglæpur. Hvernig hægt er að snúa hlutunum algerlega á hvolf er eitthvað sem því miður er alltof algengt í dag. Ljóst er þó að slík stefna er ekki sjálfbær og leiðir ekki til annars en sundrungar.
Hvenær ætli stjórnvöld vakni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2023 | 10:57
Trúir fagstjóri Matís á fljúgjandi bíla?
Fagstjóri hjá Matís fer mikinn og nánast heimtar að fólk hætti að borða kjöt. Hvers vegna?, jú vegna loftlagsins. Þegar greinin er lesin í Morgunblaðinu þá er þetta klippt og skorið frá WEF að korn, baunir, ber, ávextir og pöddur séu framtíðarmatur okkar.
Þessi spá hans minnir mikið á spár frá 5 áratug síðustu aldar þegar menn trúðu á fljúgandi bíla. Eins og við vitum þá stóðust þær spár ekki.
Hann gefur sér að mannkyni fjölgi svo mikið að ekki sé nógur matur til fyrir alla. Hins vegar er fátt sem bendir til að ekki sé nógur matur en hins vegar er honum frekar misskipt á milli fólks. Réttilega bendir hann á matarsóun sem gæti bætt ýmislegt. Hið rétta væri frekar að nota afganga en að krefjast þess að þeim sé hent. Við það skapast ákveðinn matur sem hægt er að nýta og þannig minnka nýjan mat sem gæti hjálpað fagstjóranum í loftlagskrísu sinni.
Hann talar líka um fjölgun mannkyns og vill að þetta gerist um 2050 eða eftir aldafjórðung. Raunsæið er lítið og satt að segja lítur frekar út fyrir fækkun mannkyns upp úr 2050 en fjölgun út í hið óendalega.
Það má hafa gaman af spádómum framtíðar en ekki vildi ég þurfa að standa frammi fyrir því hvað kemur í ljós hvernig málin verða 2050.
![]() |
Belgjurtir og korn eru matur framtíðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2023 | 15:56
Eitt prósent ríkustu spúa meira kolefni en tveir þriðju mannkyns
Þessi fullyrðing kemur í grein á zerohedge byggt á sænskri rannsókn. Þetta er mjög athyglisvert því flokkar sem kenna sig við jöfnuð hafa tekið kolefnistrúna svo alvarlega en eru í raun að ýta undir ójöfnuð. Þau eru að upphefja þetta eina ríka prósent gegn öllum hinum sem eru bæld niður með öllum aðgerðum í kolefnistrúarsporinu.
Ef kolefni væri svona mikið vandamál þá ætti Davos fundur WEF ekki að spúa á 4 dögum jafnmikið og allur bílafloti landsmanna. Svo mikil er hræsnin í þessu að það verður sífellt ótrúlega að einhver leggi þetta málefni fyrir sig. Hér eru þeir ríku að bæla niður hina fátæku.
Öll skattlagningin sem hefur fylgt þessu bitnar líklega verst á millistétt enda er sú stétt á hraðri útleið.
Hvernig fengu flokkar sem vilja upphefja hinu fátæku þá glóru að ýta undir með hinu ríku myndi koma á meira jafnvægi? Vissulega er gott að hafa eitthvað nógu fjarlægt venjulegu fólki, tala um að það sé svo flókið og að sérfræðingar vita alveg hvað þeir eru að tala um. Umpólun jafnaðarfólks (vinstri stefnu) er ekki ósennileg enda lýsti George Orwell þessu vel í Animal Farm. Sumir eru jafnari en aðrir.
Þeir sem trúa að Kristín skattadrottninga hugmyndasmiður hafi einhverjar lausnir í íslenskri pólitík eru að fara villur vega. Lægri skattar (afnema kolefnisgjald á eldsneyti) og minni ríkisbúskapur er svarið. Falla frá kolefnistrúarkirkjunni og koma á venjulegu lífi.
Ætla ekki að spá neinu en tel samt að innantómur hljómurinn í kringum kolefnistrúarkirkjuna sé á undanhaldi.
Þetta lag á vel við um efni dagsins (Fall on me - REM). Sýruregnið sem átti að eyða heiminum en enginn talar um í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2023 | 12:27
Óeirðirnar í Dublin sýna vel veikleika í heiminum í dag
Óeirðirnar í Dublin í gær endurspegla vel hversu illa er farið fyrir heiminum í dag og upplýsingaflæði varðandi atburði. Eftir hnífárásina þá breiddist út boð um að árásamaðurinn hafi verið innflytjandi. Við það myndaðist óánægja sem hefur verið að krauma lengi á Írlandi. Þarna brýst út reiði sem reynt er að fela.
Þetta lag lýsir vel hvernig komið er fyrir ungum karlmönnum á Írlandi og hefur söngvarinn lýst því að ekki sé vel gert fyrir unga karlmenn (lagið I love you með Fountain D.C.)
Í þessari stöðu fáum við tvennt sem þarf að takast á við í dag. Ekkert er gefið upp um árásina sem veldur því að slúður kemst á skrið á samfélagsmiðlum. Ekkert ósvipað og þegar hávært fólk fær því framgengt að fjarlægja styttu.
Fjölmiðlar, sem oft eru úti á þekju, virðast heldur ekki vita hvernig þeir eiga að fjalla um þetta. Þeir fá engar leiðbeiningar um það.
Langar líka að nefna hversu illa skrifandi blaðamenn eru. Í frétt á mbl.is um Íslending sem var stattur í borginni þá lítur greinin út eins og hún sé skrifuð af grunnskólanema. Ætla að taka eitt dæmi. Þetta er ekki árás á blaðamann sem er nafngreindur heldur gerist þetta alltof oft á mbl.is. Þótt ég sé ekki best skrifandi þá blöskraði mér algerlega setningin: "...hafa komið við í matvörubúð á leið heim frá því að borða kvöldmat." Satt að segja veit ég ekki hvað það kemur málinu við að þau væru í kvöldmat en að segja: leið heim frá því að borða. Þetta er ekki íslenska, líkast til eitthvað babl. Venjan er að tala um að fara út að borða.
Ef blaðamaður móðgast þá vil ég segja þetta: Íslenska er ævilærdómur og við getum alltaf gert betur.
Því miður eru fjölmiðlar í dag drasl sem virðast ekki lesa yfir efnið og ritstjórn ansi veikluleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)