Að svara upplýsingaóreiðu er áróður

Merkilegt hvað ráðherrar í dag vilja ráða orðræðunni með orðum eins og upplýsingaóreiðu. Síðan hvenær hefur það verið verksvið opinberra aðila að ráða hvernig orðræðan fer fram? Jú það er gert í ráðstjórnaríkjum og er ekkert annað en áróður. Með því má segja að utanríkisráðherra okkar vill svara áróðri með áróðri.

Held að opinberum aðilum á vesturlöndum sé ekki viðbjargandi í vitleysu sinni.


mbl.is Styðja afganskar konur og sporna við áróðri Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er bókun 35gr. nátengd uppsetningu vindmylla?

Þessari spurningu er erfitt að svara nema vera innvinnklaður í stjórnmálin en sá grunur læðist ansi mikið að manni þegar viðbrögð eru skoðuð við seinkun innleiðingar þessar greinar.

Björn Bjarnason fer mikinn um vinnubrögð formanns nefndar að hafa seinkað þessu en hið rétta er að efnisgreinin hafði ekki fengið neina umræðu. Formaðurinn gerði rétt og þótt þetta sé í samningnum þá er rangt að setja þessa bókun óbreytta í gegn.

Guðlaugur umhverfisráðherra talaði ekki um þessa bókun á bls. 8 í Morgunblaðinu í dag en hins vegar harmaði seinkun Skeiða- og Gnjúpverjahrepps á vindmylluorkuveri í hreppnum. Hann hrekkur þessum orðum upp úr sér: "Við getum ekki beðið lengur eftir grænni orku. Þar liggur mjög á. Ef sveitastjórnir taka þessa afstöðu þurfum við að hafa fleiri kosti."

Það fyrsta sem truflaði mig er hvort að vatns- og gufuvirkjanir séu ekki græn orka? Guðlaugur er umhverfisráðherra sem lætur svona orð frá sér segir allt um hversu innvinklaður hann er í þessa baróna sem vilja setja landið aftur á hausinn (bankahrun var ekki nóg). Varla er það svo fjarlæg tenging að ætla að þessir aðilar hafi staðið á bakvið formannsframboð Guðlaugs.

Ekki orð um hver á að borga tengingarnar frá þessum orkuverum. Sem dæmi þá var ný lína sett inn til Akureyrar. Löngu tímabær aðgerð þar sem kvartað var yfir orkuskorti á svæðinu. Hvað gera Akureyringar? Jú þeir opna gagnaver sem skapa fá störf en tekur mikla orku. Þjóðin borgar tenginguna þar sem orkan er síðan ekki nýtt betur en þetta, að fleiri atvinnutækifæri fái að njóta betri tengingar.

Öll umræða og uppbygging vatnsorkuvera byggðist á hvernig ætti að nota orkuna. Með vindmylluorkuverum er sú umræða í skötulíki og helst á að þaga hana niður. Við eigum að byrja á réttum stað og svara spurningunni hvað ætlum við að gera við orkuna, síðan á að fara í uppbyggingu á orkuverum.

Hvenær ætla alþingis- og sveitastjórnendur að vinna í þágu framtíðar Íslands? Íslenska þjóðin græðir sárafá störf á að selja orkuna úr landi og það hjálpar lítið upp á framtíðarbúsetu í landinu.


mbl.is Lengsta umræðan um útlendingafrumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíðþjóð vill harðasta landamæraeftirlit í Evrópu.

Haft var eftir forsætisráðherra Svíþjóðar á þjóðahátíðardag þeirra að þeir vildu koma á harðasta landamæraeftirliti í Evrópur (sjá hér).

Þetta er mjög athyglisvert því síðast þegar ég frétti þá er kallast það alltaf hægri öfgabylgja að setja aðeins stólinn fyrir dyrnar. Ekkert slíkt á við um Svíþjóð og reyndar hefur það verið landið sem hefur verið mest opið hingað til en eru greinilega að sjá að sér að þetta hvorki virkar né gengur upp.

Haft er eftir forsætisráðherranum að þeir sem fái nei þá þýðir það brottför af landi og þeir sem vilji fá ríkisborgarétt skuli læra málið og aðlagast. Ósköp eðlilegar kröfur sem ég myndi gera til sjálfs míns ef ég flytti til annars lands.

Líklega mun ekki heyrast um þetta hér á landi enda væri ákaflega skrítið fyrir marga að fara úthrópa fyrirheitnalandið. Eftir allt saman þá erum við nú alltaf að bera okkur saman við norðulöndin (þótt það sé eins og bera saman epli og appelsínu). Þeir sem úthrópuðu forsætisráðherra Ítalíu fyrir að vilja fara sömu leið verða nú að vera samhverfis sjálfum sér og úthrópa Svía (ef ekki Dani líka).

Ef vilji er til að takast á við verðbólguna þá ættum við að fara sömu leið og Svíar.


Nota svo tímann í betri upplýsingar um vindmyllur

Það er fagnaðarefni að sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ákveði að fresta skipulagi á vindumylluveri (rangnefni að kalla þetta lund). Þeir bera fyrir sig að reglur eru ekki til staðar og skort á skattalögum í kringum þetta.

Mín von er að þeir afli sér betri upplýsinga um vindmyllur í leiðinni. Gullgrafa myndin sem tengist þessu er svo áþriefanleg að leikmaður finnur hana langar leiðir. Þarna ætla einhverjir að græða mikið á kostnað neytenda og skattgreiðenda.

Lenti í könnun um daginn á vegum Félagsvísindastofnuna Háskóla Íslands. Könnun var mjög illa unnin og dró mjög svo veg vindmylla. Byrjað var að spyrja um vatns-, gufu- og vindmylluorkuver. Í lokin komu síðan 8 spuringar um val á milli tveggja kosta um vindmyllur á ákveðnum stöðum. Ég átti að svara þeim þótt ég hafi sagt vera á móti vindmyllum (mátti sleppa að svara). Svona könnun er ekki marktæk enda lagt upp með að ákveðnar upphæðir fáist af rekstri vindmylla en ekkert spurt um aðra innviði s.s. tengingar inn á kerfið. Þessi könnun var stofnuninni til algerar skammar.

Þær upplýsingar sem gott væri að fá um vindmyllur:

1. Hver borgar fyrir að tengja inn á innanlandsnetið þe. hver borgar stækkunina á kerfinu?

2. Hversu mörg störf (utan orkuaukningar) er ætlað að komi fyrir landsmenn?

3. Hvaðan á að sækja orku þegar vindmyllur gefa ekkert af sér en þörf er á orku?

4. Hvernig fer með jarðrask og hver borgar ef þarf að taka niður. Hvernig endurheimtum við landið?

5. Hvað með mengun frá vindmyllum og mengun vegna jarðrasks? Hvað með sjón- og hljóðmengun?

6. Hver borgar að endurnýja vegi sem þarf til að koma þessu á staðinn?

7. Skattaumhverfið, hver borgar með (ef þarf) og hver hagnast?

Þetta eru bara grunnspurningar sem kynnendur vindmylla neita að tjá sig um.


mbl.is Búrfellslundur blásinn af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reyndar jákvætt fyrir þorskstofninn

Þessi kuldablettur suður af landinu ætti að vera jákvætt fyrir þorskstofninn. Bæði það að honum líkar kaldari sjór og leitar í ferskvatnsstrauminn sem kemur undan Grænlandsjökli. Til er tilgáta um hvarf þorskstofsins við Nýfundnaland hafi að hluta til stafað vegna minnkunar á ferskvatnsstraumnum frá Grænlandsjökli.

Því miður þá efast ég um að Hafró taki þetta inn í sína útreikninga. Því ekki mega sveiflurnar vera of miklar skv. aflareglu. Þessi "stórkostlega" hugmynd þeirra að sjórinn sé geymslustaður hefur reyndar ekki enn virkað eftir tilraunir með það í hálfa öld.

Tilraunir blaðamanns til að setja þetta inn í hnattræna hlýnun er frekar kjánaleg.


mbl.is Kuldablettur við Ísland setur hlýnun úr skorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofmetin gervigreind

Allar þessar fréttir núna um gervigreind bera með sér að vera settar saman af markaðsdeildum og almannatenglsum. Þegar skoðaðar eru niðurstöður gervigreindar þá er hún ekkert merkilegri en það sem gert hefur verið til fjölda ára.

Samfélagsmiðlar og dreifiveitur, eins og Netflix, hafa til fjölda ára tekið saman það sem notendur skoða og horfa á. Í framhaldinu er síðan sett saman val fyrir notandann. Þetta er dæmi um gervigreind.

Allt sem þetta snýst um er að notað er eitthvað til að afla upplýsinga, það flokkað niður og gefið svar. Hvað eru bottar annað en gervigreind? Bottar þefa t.d. uppi netföng á vefsíðum.

Í mínum huga er þetta bara léleg söluvara, svipað og 4ða iðnbyltingin, því tölvufyrirtæki hafa ekkert nýtt fram að færa og það hefur verið ljóst í nokkur ár. Til að búa til söluvöru þá eru notuð orð sem lítið eru í notkun og þau blásin upp. Gott dæmi um það eru að tala um að taka yfir mannkyn. Vísindaskáldskapur og ekkert annað.

Gervigreind safnar saman úr því sem hún er beðin og gerir ekkert umfram það. Í annan stað þá skortir orku til að úr verði eitthvað svakalegt.

Þessar fréttir segja allt sem segja þarf um fjölmiðla - Rusl!


mbl.is Óttast að gervigreind geti útrýmt mannkyninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það hafið sem á hræða okkur í loftlagshlýnuninni

Það sem má segja um svokallað loftlagskrísu er að hún er alltaf í framtíð, sem er þó ekki það nærri, og alltaf etthver nýr þáttur sem á að hræða úr okkur líftóruna. Víst ekki tókst nógu vel upp með:

Ísöld - líklega frosið í hel um 1980

Súrt regn - líklega hreinsast á leiðinni til jarðar

Gatið á Ozon laginu - líklega bara á sér skýringar án þess að hræða okkur

Bráðnun jökla - jú þeir minnka en hefur sjávaryfirborð hækkað?

Hlýnun af mannavöldum - sífellt fleiri efast best að finna eitthvað nýtt

 

Hafið er auðvitað draumastaðurinn. Syrustig sjávar, hlýnun sjávar o.s.frv. Besta dæmið til að nota því enginn getur rengt staðhæfingarnar, eða hvað?

Eru þetta vísindi?

 

 


mbl.is Breyting á hafstraumum örari en spáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á fólk að koma auka sorpi frá sér ef um langar leiðir er að fara?

Sorpumálin eru í algerum skít ef svo má orða. Nú þurfa höfuðborgabúar að flokka í 4 tunnur og verður mesta spennan að sjá hver fylist fyrst. Hins vegar má ekki losa allt sorp í tunnur og þá þarf að fara grenndarstöð eða móttökustöð Sorpu. Grenndarstöðvarnar eru illa hirtar og of sjaldan tæmdar. Margar af þeim of sóðalegar til að teljast eftirsóknavert að fara þangað.

Svo kemur að blessuðu móttökustöðvum Sorpu. Þar sem þetta er iðnaður þá má þetta ekki vera nærri íbúðbyggð þótt erfitt er að sjá hver nákvæmlega heldur því fram. Nærtækast er að halda því fram að það séu opinberir starfsmenn eða kjörnir fulltrúar sem halda því fram en flestir aðrir geti sætt sig við þetta t.d. inn í iðnaðarhverfi. Styr stendur núna um stöð á Dalvegi í Kópavogi sem bæjarstjórnin vill færa því það þurfi að koma að verslun og þjónustu. Deiluskipulagið gerði aldrei ráð fyrir því en samt heldur bæjarstjórnin því fram og er gott dæmi um gengið er út frá skipulagi og síðan fengið fólkið með sér.

Ekki bætir úr skák að þetta hefur verið vitað í rúman áratug en samt sem áður þá gerir bæjarstjórnin ekkert til að gera ráð fyrir nýjum stað. Þessi forkastanlegu vinnubrögð eru náttúrulega svo foráttu heimskt að hálfa væri nóg.

Reykjavíkurborg hatar bíla og vill helst allt svona fyrir utan bæjarmörkin. Það sama á við hin sveitafélögin því byggingar gefa mun meira en land undir sorpmóttöku. Hvað gera svo vitringarnir til að hjálpa fólki að losna við rusl. Jú setja enn meiri hömlur, lengri vegalengdir og alltof langan tíma að losna við ruslið.

Staðsetningin fyrir þessa stöð í Kópavogi hefði átt að vera fyrir ofan Lindahverfi við hringbrúnna. Vegurinn öðru megin og hinu megin iðnaður svo að truflun íbúa hefði verið í lágmarki. Græðgi bæjarfulltrúa heimtaði annað.

Hugmynd fyrir Sorpu: Komið upp deilibílum til að fólk geti losnað við ruslið.


Er viss um að Kristrún Flosadóttir er ekki góður kostur

Hvort sem Krisrún Flosadóttir færi í forsæti- eða fjármálaráðuneyti þá er hún ekki góður kostur. Fyrir því eru tvær meginástæður: Sú fyrri er að hún er framapotari sem skortir sýn sem nær lengra en að koma henni í embætti. Þetta kom vel í ljós í viðtalinu í Morgunblaðinu. Í öðru lagi þá vill hún ekki draga úr ríkisumsvifum heldur auka tekjur sem þýðir á mannamáli að auka skattheimtu enn frekar. Ekkert er verr til þess fallið að koma skikkan á ríkissjóð en að auka skatttekjur. Það kom svo bersýnilega í ljós eftir hrun.

Kristrún heldur því fram að leigubremsa muni lækka verðbólgu. Frekar langsótt nálgun á verðbólgunni þar sem stærsti vandinn við hækkun vaxta á vegum Seðlabankans er léleg fjármálastjórn fyrirtækja þar sem of hár fjármagnskostnaður sligar fyrirtækin (hitt er of mikið er tekið af rekstrarfé). Við sjáum alveg hvað sífellt hækkandi fjármagnskostnaður er að gera Reykjavíkurborg.

Mín spá er að Kristrún Flosadóttir mun ekki skila neinu öðru en hruni komist hún að.


mbl.is Viss um að Kristrún „gæti orðið góður fjármálaráðherra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona áreiðanlegar eru vindmyllur

 Myndin er fengin af The Far sidewindm


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband