Eðlilegur skoðanamunur

Það er mikill munur á því hvort að eðlilegur skoðanamunur sé innan flokks eða hvort erfiðar deilur eigi sér stað. Í tilefni þessa flokks þá er alveg ljóst að deilurnar eru mikla meira en eðlilegur skoðanamunur.

Hér er á ferðinni mikil krísa og þótt reynt sé að draga úr henni í fjölmiðlum þá skín á milli lína hversu erfið deilan er flokksmönnum. Kemur svo sem ekki á óvart því arfleið Jóhönnu er að skilja allt eftir í krísu. Hennar stjórnarleið var að þröngva í gegn hlutina og þar með tapar einhver. Síðan þegar það er ekki lengur hægt, sitja vandamálin eftir.

Flokkurinn er heldur ekki burðugur með ungja jafnaðarmenn sem vita ekkert um hvað þeir eiga að fjalla. Eitt af því sem þeir hrósuðu sér af að koma inn í stefnumál flokksins var að afglæpavæða fíkniefni. Ég ljái engnum sem að skilja ekki haus né sporð hvað það þýðir en lýsir vel vandamáli flokksins.

Það veit enginn hvað þessi flokkur vill gera umfram ESB umsóknina.


mbl.is Ekki deilt í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er lýðræði?

Það getur verið eitthvað í þessu hjá Helga að fólk sé að kalla eftir lýðræði. Frekar held ég sé verið að kalla eftir að hætta þessu þrasi og leyfa þinginu að vinna vinnu sína.

Tvískilningur Pírata liggur í því að segja eitt en fylgja örðu eftir annarsstaðar. Tökum sem dæmi í Reykjavík, Grensásvegur. Þar eru Píratar í stjórn og tönglast sífellt á því að leyfa fólkinu að ráða. Hvernig er svo farið með valdið? Málið er keyrt í gegn á fundi þar sem einu mælendur eru með breytingu. Svo var einn virkur dagur til að mótmæla. Mjög lýðræðislegt?

Einfeldni Pírata mun verða þeim að falli. Það er ekki hægt að hrópa þjóðaratkvæði við einu en hafna öðru, t.d. Reykjavíkurflugvelli. Píratar eru í stjórn í Reykjavík og bera ábyrgð á hvernig þrengt er að flugvellinum.

Varðandi ESB þá er ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna því engin leið er að sækja um aðild nema til að ganga inn. Þetta er enginn samningur sem síðan er kosið um, það er blekking. Píratar verða að kynna sér málið betur nema þeir vilji virkilega ganga í ESB. Eina spurningin sem gengur upp er: Viltu ganga í ESB? - já/nei.

Þegar á botninn er hvolt þá er sterk vísbending um að fólk sé búið að fá upp í kok af þessar þraspólitík sem stjórnarandstæðan heldur uppi. Píratar sleppa þar vegna þess að þeir eru nýjir og bera ekki ábyrgð á ESB umsókninni. Þegar þversögn í málflutningi þeirra fer síðan að koma betur upp á yfirborðið þá minnkar fylgið aftur.

Talandi um lýðræði á sunnudagsmorgni. Þetta er ekki lýðræði: http://www.visir.is/vill-ad-stjornarandstadan-geri-med-ser-kosningabandalag/article/2015150329818

Þarna tala Birgitta um að koma á bandalagi til að koma breytingum í gegn án þess að til þess sé leggja það fyrir þjóðina. Nei, þetta er alls ekki lýðræði.


mbl.is „Ákall um lýðræðisumbætur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfleið Jóhönnu

Það er athyglisvert að skoða feril Jóhönnu Sigurðardóttur sem leiddi Samfylkinguna á undan Árna. Hún var í Alþýðuflokknum en reyndar ekki sem formaður. Fór þaðan og flokkur síðan hætti að bjóða fram. Hún var með eigin flokk og eftir að hún fór var flokkurinn lagður niður. Loks fór hún í Samfylkinuna og nú er flokkurinn í andaslitrunum eftir að hún er farin.

Fyrir síðustu kosningar las ég að á einum stað að ritara fannst Jóhanna hafa verið mikill leiðtogi en hvers konar leiðtogi er það þar sem flokkar deyja eftir daga hennar?

Í minum huga er slík kona ekki leiðtogi því arfleiðin er einmitt það sem skiptir máli. Að koma málunum þannig frá sér að það sé framtíð framundan. Jóhann er ekki fær um það. Árni Páll er enginn leiðtogi né heldur Sigríður. Eiginlega er flokkurinn hauslaus og lítið annað eftir en að tilkynna andlátið.


mbl.is „Þarf að vanda mig í framhaldinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Senda þau í fjármálalæsi

Þessi moðsuða er algerlega upp á móti hvert öðru hvað varðar fjármál.

Í fyrsta lagi er sett að taka upp evru sem gjaldmiðil, það sé töfralausn. Það er engin lausn á næstu árum. Verða fyrirtækin ekki farin þegar loks er möguleiki á að taka upp evru?

Í öðru lagi er talað um að lækka verð á leiguhúsnæði. Auðveldasta leiðin er að afnema skatta, sér í lagi þegar leigt er í heimahúsi. Það strax minnka þörf á hækkun.

Í þriðja lagi er talað um að lækka tryggingagjald til að örva atvinnulífið. Þessi flokkur var í síðustu ríkisstjórn sem hækkaði gjaldið. Hvers vegna var það hækkað ef þörf er á að örva atvinnulífið?

Loks er talað um aðgerðir til að stytta vinnuviku og lækka dagvistunargjöld. Hver áborga kostnaðinn af því?

Þetta er alger moðsuða og sýnir flokk sem má sinn fífill fegurri. Væri ekki nær að leggja flokkinn niður.


mbl.is Upptaka evru besta leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar bólur springa

Vissulega má gera mikið úr því að Píratar mælast stærstir en allar bólur springa og þessi mun gera það líka.

Í fyrsta lagi eins og Birgitta segir þá eru Píratar lítið fyrir flokka sem sagðir eru hægriflokkar. Hún tilheyrir því til vinstri sem hentar ekki öllum kjósendum.

Í öðru lagi þá stendur flokkurinn fyrir að vera móti ríkisbákni og stórveldum. Það er ekki hægt að stjórna ríki og vera á móti ríkisbákni. Þversögn sem gengur ekki upp. Að vera á móti stórveldum er allt í lagi en af hverju vilja þá Píratar ganga í ESB með að klára aðildarviðræður? Það þýðir ekkert að segja vilja þjóðaratkvæðagreiðslu því annaðhvort er gengið í ESB eða ekki. Þversögnin springur þarna beint í andlitið á þeim.

Í þriðja lagi það sem stækkar mjög ört fer jafn fljótt niður. Það þarf mikið að standa að baki til að halda úti miklu stökki og að baki Pírötum er ekkert. Baklandið er fólk sem er á móti öllu og það er ekki traustur hópur.

Í fjórða lagi þá vitum við ekkert nákvæmlega um svarhlutfallið í þessari könnun. Kannanir MMR eru ekki eins vel unnar og annarra og yfirleitt sýna yfirleitt meira flökt en annarra (tek fram hef ekki rannsakað þetta af nákvæmni og tala út frá tilfinningu).

Í fimmta lagi þá hefur verið tilhneiging að einn flokkur mælist hátt í könnunum, dalar en fær hærra en í síðustu kosningum.

Þetta er ekki fylgi sem er komið til að vera.


mbl.is Vill ekki verða forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læsi stjórnarandstöðunnar

Það væri skrýtið að bjóða þjóðinni á ráðstefnu OECD miðað við læsi stjórnarandstöðunnar. Hún virðist engan veginn geta skilið muninn á viðræðum og aðlögun að ESB.

Þegar fullorðið fólk, sem á að vera fyrirmynd barnanna, kann ekki að lesa einfaldan texta, af hverju ættu börnin að kunna það. Er ekki sagt að börnin gera það sem fyrir þeim er haft.

Illugi mætti alveg eins spyrja sig hvort textinn sem notaður eru sé einfaldlega ekki við hæfi texta sem notaður er í dag. Á þann hátt að íslenska breytist og sá íslenskufræðingur sem býr til textann sé einfaldlega ekki með puttann á púlsinum. Slík naflaskoðun er ekkert út í hött enda hægt að skrifa sama texta á marga vegu.

Við það má bæta að margir Íslendingar tala og skrifa betri ensku en innfæddir en ég skil mér rétt til að efast stórlega um að stjórnarandstæðan sé í þeim hópi. Til þess þarf að skilja muninn á viðræður og aðildarviðræður.


mbl.is Ekki boðið á OECD-fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Losnar ekki um höftin með þessu hugarfari

Svo vitnað sé í Arnór aðstoðarseðlabankastjóra: "... vand­inn er leys­an­leg­ur og ef lausn­in finnst ..."

Þetta snýst um að taka ákvörðun en ekki finna skothelda lausn. Það er svo sem ekki meiru að búast frá skrifstofublókum þar sem ákvörðun er ekki þeirra að taka. Lausnin er að taka ákvörðun og fylgja henni eftir. Það er alltaf áhætta og engin leið að sjá nákvæmlega hvað gerist.

Höftin fara ekkert fyrr en ákvörðun er tekin um að afnema þau og þá skiptir engu máli hvað skrifstofublækur segja þangað til.


mbl.is Hægt að afnema höftin hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrr mætti nú vera

Bréfið frá stjórnarandstöðunni er alger hneisa og þetta svar í fréttinni undirstrika það algerlega. Auðvitað er það ekki ESB að vera skipta sér af stjórnmálaumræðunni á Íslandi. Að stjórnarandstöðunni skuli detta það í hug er alveg með ólíkundum.

Hins vegar er ekki hægt að segja annað en að stjórnarandstæðan er frekar barnaleg í sínum málflutningi og aðgerðum. Þeir þora ekki að takast á við hlutina eins og fullorðið fólk heldur felur sig í sandkassaleik.

Píratar láta misnota einfeldni sína og tuða um aukaatriði. Birgitta fer mikinn en hún studdi mann sem vildi fletta ofan af stórríki. Er ESB ekki einmitt að stefna í stórríki með álíka hlutum og Birgitta vildi fletta ofan af? Af hverju vill hún þá ganga í ESB? Ósamrými í málflutningi og gerðum er hrópandi.

Vonandi dettur ekki nokkrum manni í hug að lífga líkið (umsókina) aftur við.


mbl.is Skiptir sér ekki af umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkefni fyrir samfélagslega ábyrgð

Tískuorðið um samfélagslega ábyrgð nær vart út fyrir tillidagaorð. Það hefur snúist mest um að umhverfismál. Hér er mjög verðugt verkefni samfélagslegrar ábyrgðar: Að minnka sóun matvæla. Til fræðslu þá einmitt er það umhverfismál að nýta hlutina betur.

Hvernig væri að verslanir og framleiðendur tækju sig saman í nafni samfélagslegrar ábyrgðar og breyttu þessu.


mbl.is Framleiða mat til förgunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig vekurðu upp lík?

Allt þetta blessaða upphlaup ESB sinna vekur upp þá spurningu: Hvernig vekurðu upp lík? Er ekki kominn tími til að viðurkenna að þessi ESB leiðangur er svo sannarlega steindauður og enginn almennur áhugi að grafa upp líkið.

Stjórnarandstæðan þorir ekki í vantrauststillögu því sé hún felld þá er málið gersamlega grafið. Þess vegna er prófað að hafa nógu mikinn hávaða og sjá hversu langt komast upp með að vekja líkið.

Svei þessari stjórnarandstöðu.


mbl.is Töldu tillöguna heldur ekki bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband