ESB er ekki svarið

Það er gott fyrir ESB sinna að lesa að ekki sé einurð um ESB og það sé rétta svarið fyrir Ísland.

Það er eins og margar athugasemdir og greinar um ESB að þar sé allt í góðum málum og besti kosturinn fyrir landið. Hinir sem tala um þingræði virðast lítið inn í ESB ferlinu og hvernig það stendur pólitískt.

Málið er einn skrípaleikur í boði stjórnarandstöðunnar sem virðist lítið hafa fram að færa nema hávaða og læti.

Höfum staðreyndir á hreini:

1. Það gæti tekið 6 ár áður en endanleg niðurstaða úr svokölluðum "viðræðum" liggur fyrir. Hvers vegna? Jú það þarf að breyta stjórnarskrá og það gerist ekki nema kosið sé á milli. Núverandi stjórnvöld gera ekkert í málinu og því býður það í 2 ár komist ESB sinnar að. Þá þarf að vinna breytingar á stjórnarskrá og þar sem gera verður ráð fyrir að vilji ekki sleppa völdum þá er vödlum haldið í 4 ár. Eftir þarnæstu kosningar og sé stjórnarskrá breytt þá fyrst er möguleiki á að skoða svokallaðan samning úr "viðræðum". Nema hvað það er enginn samningur heldur búið að innleiða í lög reglur ESB og allt sem kosningin snýst um eru undanþágur hvenær restin verður innleidd.

2. Gjaldmiðilinn okkar, krónan, verður þannig að lágmarki til 6 ára en áður en evra er tekin upp þá þarf að fara í ERMII í 2 ár. Sem sagt með töfrasprota þá væri möguleiki að taka upp evru eftir 8 ár (og slatta af óskhyggju).

3. Ísland bæri allan kostnað af fiskveiðistjórnunarkerfinu en hefði ekkert um að segja hvernig kvótanum yrði ráðstafað. Flökkustofnar verða þannig ákvenir í Brussel. Síðast þegar makrílkvóti var ákveðinn vildi ESB að við fengjum helmingi minna en við veiddum.

4. Sagt var að búið væri að ganga frá 11 köflum og 16 opnaður (gert eftir minni gæti verið rangar tölur). Samt veit þjóðin ekkert um þessa kafla og hvað var gert. Svokallaðar rýniskýrslur fengu ekki fyrir almenningssjónir til að meta hvort þetta yfir höfuð hentaði þjóðinni.

5. Það eru breytilegir vextir á ESB svæðinu og vertrygginging er ekki bönnuð. Vextir eru yfirleitt þannig að það fer eftir veði. Því hærra veð þeim mun hærri vextir. Þóknunartekjur banka í evrópu eru þekktir en engin úttekt hefur farið fram á þeim hér á landi. Hvers vegna? Er eitthvað að fela um kostnað við lán?

Þetta eru aðeins nokkur atriði af hverju ESB er ekki svarið fyrir þjóðina. ESB sinnar skulda þjóðinni betri skýringar.

 


mbl.is „Gott fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu margir eru raunverulega inn í málunum?

Vorið 2013 þá tók Össur Skarphéðinsson upp á því án þess að spyrja þing né þjóð að setja svokallaðar "viðræður" í bið. Þá heyrðist ekki múkk í nokkrum manni.

Lítið eða ekkert hafði þokast í þessum málum í 2 ár. Núna 2 árum síðar (4 ár sem nánast ekkert gerst) ákveður Gunnar að láta vita að þessu sé lokið að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá allt í einu rís fjölda fólks á afturlappirnar og lætur illum látum.

Hver er munurinn á gerðum Össurar og Gunnars? Í mínum huga nákvæmlega enginn.

Svo segist fólk vilja kjósa um samning en "viðræðurnar" ganga ekki út á samning. Þær ganga út að innleiða regluverk og hvernig best sé að innleiða reglverkið. Hversu mikið er búið að innleiða og hvort séu samþykk að innleiða rest. Samningurinn er því um að gefa frest til að innleiða regluverk. Það er allur þessi frábæri "samningur" sem á að kjósa um. Regluverk sem verður búið að innleiða þannig að ekkert er um að kjósa.

Í annan stað þá er hægt að setja upp mynd. Verði farið að kröfum frekjudallanna og kosið um framhald "viðræðanna" þá lítur dæmið þannig út. Kosið er eftir tvö ár. Núverandi ríkisstjórn neitar að gera nokkuð. Næsta ríkisstjórn tæki þá við og gerði eitthvað. Fyrsta verk til að koma í gegn væri að breyta stjórnarskrá til að geta klárað viðræðurnar. Breytingar á stjórnarskrá fara ekki í gegn nema kosið sé á milli. Þar sem næstu stjórnvöld vilja halda í völdin þá klárast kjörtímabilið. Niðurstaðan er að það líða minnsta kosti 6 ár áður en hægt er að ganga í ESB. Þetta eru með öllu óraunhæfar kröfur.

Miðað við það ófriðabál sem er innan ESB núna þá er ekki víst að fólk sé jafnhrifið að ESB eftir 6 ár.

Er ekki betur heima setið?


mbl.is Mótmælin í myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB sinni hengir sig í aukaatriði

Það er alveg ljóst að Píratar eru ESB flokkur og vill leggja allt til sölunnar að Ísland gangi í ESB. Til að upplýsa Helga þá fékk þingið að vita í fyrra hver stefna ríkisstjórnarinnar væri með þessa þingsályktun. Þingið var upplýst og því ekkert sem bannar að fara þessa leið.

Að halda því fram að þingi hafi ekki vitað neitt er fjarstæða og að hengja sig í aukaatriði. Þingið, með stjórnarandstöðu á grensunni, vildi ekki hlusta í fyrra. Nú ælta þau að leika sama leikinn og halda því fram að það sé í nafni lýðræðis. Bréfið sem stjórnarandstæðan sendi, ásamt Pírötum, er mjög andlýðræðislegt.

Ef þetta fer svona rosalega fyrir brjóstið á þér Helgi þá er lögð fram vantrauststillaga sem sker úr um þessi atriði, það er lýðræðislegt. Þangað til er þetta bara rop út í loftið hjá ESB sinnum.


mbl.is „Atlaga að þingræðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímyndaður mótmælaveruleiki

Það er öllum frjálst að mótmæla og verði torgið fullt þá skiptir það samt engu máli. Því hverju er verið að mótmæla?

Þegar núverandi ríkisstjórn tók við þá sagðist hún ekki ætla að fara í ESB. Í fyrra var þingi síðan tilkynnt að ríkisstjórnin vildi draga þinsályktun til baka þar sem ekki ætti að vinna eftir ESB innlimun. Þingið neitaði að hlusta og sú tillaga dregin til baka.

Í stað þess að tala aftur við þing sem neitar að hlusta þá var tekin afdráttarlaus aðferð, alveg eins og Össur gerði með að setja í bið, og tilkynnt til ESB að ríkisstjórnin væri hætt við.

Þannig að þingið vissi allan tímann hvernig landið lægi þótt ekki hafi verið tilkynnt sérstaklega hvernig það var gert. Svo er verið að heimta þjóðaratkvæðagreiðslu. Óljóst er um hvað 300 miljóna þjóðaratkvæðgreiðsla á að snúast um. Nefnt var að halda áfram en þessi ríkisstjórn ætlar sér ekkert að standa í þessu. Í annan stað nefnt hvort viljum í ESB en þjóðin hefur aldrei gefið umboð til þess með afgerandi hætti, til hvers að spyrja nú? Er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla bindandi eða leiðbeinandi? Hvers vegna mega nokkur þúsund mótmælendur ráða hvernig má eyða peningum þjóðarinnar? Hvar er þessi afgerandi vilji að ganga í ESB?

Raunveruleikinn er að það er enginn vilji að ganga í ESB (hvorki þjóðin né pólitískur vilji) og þess vegna eru þessi mótmæli ekkert annað en ímyndaður veruleiki.


mbl.is Boðað til mótmæla á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæst bylur í tómri tunnu

Forsætisráðherra fer alveg með rétt mál að þingsályktunartillögur eru ekki bundnar um alla eilíf. Væri slíkt til staðar þá værum við að bíta endalaust í skottið á okkur og þyrftum ekkert þing. Eitt þing myndi dæla út þingsályktunartillögum sem allur tíminn eftir það færi í að loka.

Nei ópið í stjórnarandstöðunni er ekkert annað er örvæntingafullt óm þar sem hún hefur tapað málinu. Komið því í algert örendi og reynir að láta aðra axla ábyrgðina af sínum gerðum.

Umsóknin er dauð. Þingsályktunartillagan um að sækja um er lokið. Ef vilji er til að sækja um aftur þá þurfa þeir sömu að spyrja þjóðina fyrst (eins og átti auðvitað að gera í upphafi).

Eina ráð stjórnarandstöðu sé vilji til að halda þessu brölti áfram er að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina.

Þorir hún?


mbl.is Besta hugsanlega niðurstaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru allir stjórnarandstöðuflokkarnir ESB flokkar?

Með þessum gjörningi stimpla allir stjórnarandstöðuflokkarnir sig sem ESB flokkar, ekki bara Samfylkingin. Samt vill enginn annar flokkur kannast við það að vera með ESB á stefnuskránni.

Hitt er annað mál að biðla svona út fyrir landsteinana er þeim algerlega til skammar og lýsir hversu aumingjalegir þessir flokkar eru. ESB umsóknin er dauð en þessir flokkar vilja frekar frjósa í helvíti en að viðurkenna það.

Skömmin er þeirra.


mbl.is Stjórnarandstaðan sendir ESB bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umsókn send inn 2009 - kann engin orð yfir vonbrigðin

Helgi var ekki þingmaður í tíð síðustu ríkisstjórnar en sú ríkisstjórn fannst í góðu lagi að senda inn umsókn án þess að spyrja þjóðina. Allt í einu núna þegar umsóknin er dauð þá er svo rosa mikilvægt að alþingi og þjóðin eigi að hafa orðið.

Hvers lags skrípaleik er hægt að búa til þegar nóg af málefnum er til að fjalla um. Það er eins himnarnir hafi hrunið við þennan pólitíska leik ríkisstjórarinnar í gær.

Smá fréttir fyrir þig Helgi. Það gerðist ekkert merkilegt nema að ríkisstjórnin tilkynnti ESB að þeir vildu að Ísland væri tekið af lista sem umsóknarríki. Umsókn sem hefur ekkert pólitískt bakland né þjóðina á bakvið sig. Auk þess fylgdi með að sé vilji til að ganga þessa leið (pólitískt landslag breytist og þjóðin skiptir um skoðun) þá kýs þjóðina um að fara þá leið.

Píratar eiga að vera sjálfir sér samkvæmir og viðurkenna að þetta er ekki þeirra umsókn en Helgi er einmitt að halda því fram. Nema hann sé svo barnalegur að halda að þetta séu viðræður en ekki innlimun í ESB.

Er ekki kominn tími á að sinna málum sem skipta þjóðina máli?


mbl.is Kann engin orð yfir vonbrigðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svefnvenjur mismunandi hjá fólki

Það hefur engin rannsókn svo ég viti til geta sýnt fram á að 7-8 tíma svefn sé nauðsyn fyrir fólk. Hins vegar hafa fjölda rannsókna sýnt að svefnvenjur fólks eru mjög mismunandi og sumir geta sofið 4 tíma á sólahring meðan aðrir þurfa 8 tíma.

Það er því engan veginn hægt að slá því föstu að fólk eigi að liggja í fleti sínu 7-8 tíma til að uppfylla einhverja ímyndaða þörf um svefn. Að vakna klukkan 6 er mjög heilbrigt og langt frá því að skaða heilsu fólks.

Það eru mörg þekkt dæmi í sögunni um fólk sem svaf lítið og kom miklu í verk. Vissulega vakti meira en aðrir og gat haldið sig við efnið. Þannig að fólk hefur fullan rétt til að stýra sínum svefn eins og það vill.

Af hverju má hver og einn ekki finna þetta hjá sér?


mbl.is Stærir sig af stuttum svefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegt

Í stað þess að eyða tíma alþingis í vitleysu og jarm um einhverja fáránlega þjóðaratkvæðagreiðslu þá gerði ríkisstjórnin það skynsamlegast í stöðunni - einfaldlega tilkynnti að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki.

Varla er hægt að sjá að neitt sé að þessu enda leiðangur sem er kominn algerlega á endastöð og engin leið að vekja aftur upp. Íslendingar eru ekki tilbúnir í þetta samband, sem betur fer.

Gott að vita að þetta er komið að endapunkti. Ef einhver vill vekja upp drauginn þá þarf að spyrja þjóðina.


mbl.is Ísland ekki lengur umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með hin norðurlöndin

Það er þekkt að raftæki séu ódýrust í Noregi af norðurlöndunum. Að taka svona eitt dæmi út og slá sem einhverju merkilegu gengur illa upp. Einhverja hluta vegna eru Norðmenn duglegir að ná verðinu niður og það væri miklu nær að athuga hvernig farið er að því heldur að slá upp svona fyrirsögnum.

Kannski á þetta að vera skot á Elko þar sem þeir tengjast stærri verslunarkeðju undir sama nafni. Það er samt þekkt að mismunandi verð eru á milli landa og því svona samanburður frekar kjánalegur.

Fáum samanburð í stærra samhengi, með fleiri löndum, og sjáum þá hvar við stöndum.


mbl.is Nær helmingi ódýrari í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband