11.3.2015 | 11:09
Að fara sér ekki of geyst
Þetta er enginn smá vöxtur sem þeir spá hjá sér á einu ári. Hef ekki flogið með Wow en flaug með Iceland Express á sínum tíma og það var fínt. Hins vegar er engu fyrirtæki hollt að vaxa um of og samkvæmt öllum hagfræðikenningum þá fellur það oft jafn hratt sem vex mjög hratt.
Icelandair er dæmi um sem óx jafnt og þétt en Wow ætlar sér stóra hluti. Ekkert að því og gott að eiga stóra drauma.
Farið hægt inn um gleðinnar dyr og vonandi gengur þetta hjá þeim.
![]() |
Reiknar með 65% vexti í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2015 | 11:57
Birtingamynd reddingahugarfarsins
Þetta er alveg týpísk mynd hugarfarsins, sem er mjög ríkjandi í pólitík, að redda hlutum. Með því að styðja einstæðinga, sem oft er mikil þörf fyrir, þá er einhver annar hópur sem verður útundan.
Það er sífellt meir að koma í ljós hvernig feður verða útundan í kerfinu og að einstæðir karlmenn hafa það oft ótrúlega slæmt.
Þessi birtingamynd um að karlar bjargi sér er byggð á gamalli ímynd um Ísland sem vissulega átti frekar við fyrir 30 árum. Í dag er landslagið allt annað og langt því frá að karlar séu betur staddir en konur.
Við það má bæta að samfélagið krefst mun meira af karlmönnum að sinna uppeldi en fyrir 30 árum. Löggjöfin gerir engan veginn ráð fyrir því og kerfið horfir enn út frá augum kvenna.
Hvernig væri að einhver jafnréttissinni á þingi tæki upp þetta mál?
![]() |
Bara barnslausir pabbar úti í bæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.3.2015 | 14:51
Vekur upp spurningar
Útlistun á hugmyndinni bakvið moskuna vekur upp margar spurningar og hvort það standist íslenskum lögum.
Til að mynda er gert ráð fyrir kynskiptri skógeymslu í andyrri. Hvað með alla jafnréttisbaráttu kvenna á Íslandi. Skiptur hún allt í einu engu máli? Eiga trúarbrögð nokkuð að gera upp á milli fólks, hvað þá kynja?
Í annan stað er gert ráð fyrir 16 stæðum plús tvö fyrir fatlaða. Hins vegar er gert ráð fyrir 100 manna veislusal og salernisaðstöðu fyrir 300 manns. Hvað er verið að segja þarna. Að gestir moskunnar megi ekki koma á bíl? Hvað gerist þegar 100 manna veisla er og það koma 30 bílar?
Húsið er stærra að umfangi en parhús. Umhverfislega er of naumt skammtað af stæðum. Með öðrum orðum þá koma gestir með strætó eða gangandi. Sem mögulega þýðir að gestir moskunnar vilji flytja í hverfið. Hvaða afleiðingar getur það haft?
Þetta er sett fram til að geta rætt af virðingu og vinsemd en ekki af upphrópunum. Hins vegar er ekki hjá því komist að reka augun í þetta misræmi. Þarf ekki að skoða betur skipulagslýsinguna?
![]() |
Svona verður moskan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.3.2015 | 07:08
Hvað með þá sem veita þjónustuna?
Þetta er skynsöm yfirlýsing enda engan veginn gerlegt að halda utan um þennan náttúrupassa. Íslendingar gætu borgað þetta með sköttunum sínum líkt og til RÚV og í framkvæmdasjóð aldraðra en hvað með útlendingana.
Þau fyrirtæki sem eru að þjónusta útlendingana ættu auðvitað að koma með lausnir að þessum málum. Vandamálið með ferðamennskuna er hins vegar fjöldi smárra fyrirtækja. Þetta eru svo lítil fyrirtæki að þau eru ekki burðug til að borga sérstaklega. Þau eru einnig svo lítil að líklegra en ekki finnst þeim vont að rukka sérstakan skatt á þá sem þeir þjónusta. Hver ætlar að sjá um eftirlitið með því og hver eru viðurlögin?
Þetta virðist flókið mál þar sem fátt er um svör. Þessi hugmynd um náttúrupassa virðist ekki fá góðan hljómgrunn og réttast væri að draga hana til baka en er til einhver góð hugmynd?
![]() |
Náttúrupassi nær ekki tilganginum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2015 | 11:46
Ekki benda á mig ...
Segir Illugi með vísan í að það hafi verið ákveðið í tíð síðustu ríkisstjórnar að ganga þessu leið. Málið er Illugi að nú ert þú menntamálaráðherra og sé vilji til að breyta þessu þá gerirðu það.
Hins vegar er vandamálið ekki endilega fast við LÍN. Þegar setið er í óskiptu búi þá virðist þurfa að upplýsa betur hvað er átt við. Í dag eru þá flestir upplýstir um hvað gerist við að vera ábyrgðamaður á skuldum hjá LÍN.
Í lögum segir að skuldir erfist ekki eftir að bú er uppgert. Þegar bú er ekki uppgert þá erfist vissulega skuldin því ákveði eftirlifandi að halda úti skuld þá dettur ábyrgðin ekki út. Slíkt er ekki einskorðað við LÍN.
Lausnin: Vertu upplýstur.
![]() |
Komið á í tíð síðustu stjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2015 | 08:41
Sjálfteknar verðkannanir matvöruverlsana
Kostur hefur undanfarið sent út auglýsingar þar sem borið er saman verð hjá þeim á móts við Bónus og Krónuna. Niðurstaða þeirra er að þeir séu ódýrastir en hvetja um leið að gera sína eigin könnun.
Vissulega er þetta ekki hlutlaus könnun og ekki fylgja upplýsingar um framkvæmdina. Þótt við sjáum tíma á strimli þá vitum við ekkert um hvort að fyrr um daginn hafi verið gerð könnun á verði.
Burt séð frá slíkum augljósum vanköntum á verðkönnun þá fellur Kostur samt í pytt blekkingarinnar. Jú með því að hafa ekki sambærilegt magn á þeim vörum sem keyptar eru. Varla þarf að minnast á gæði sem erfitt er að meta.
Samkvæmt auglýsingu og keyptum vörum þá kostar vörur í Bónus og Krónunni yfir 5000 kr. en undir því hjá Kosti. Munurinn milli hæsta og lægsa (Krónan/Kostur) er 361 kr. Við nánari skoðun þegar magn er uppfært til samræmis milli verslana þá kemur allt í einu í ljós að Kostur er kominn yfir 5000 kr og munur milli hæsta og lægsta (Bónus/Kostur) er 180 kr.
Við nánari skoðun verður Krónan þannig ekki dýrust þó það sé sett fram í auglýsingunni. Kostur heldur áfram að vera ódýrast miðað við innkaup en verðið er í raun hærra en gefið er upp.
Það getur vel verið að svona auglýsingar virki en þær eru samt blekking og neytendur eiga betra skilið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2015 | 07:09
Hvað varð um að þjónusta viðskiptavini?
Svarið frá bankanum er að það útheimti vinnu og þá þurfi að rukka fyrir það. Með þessu er verið að segja að öll þjónusta banka við sína viðskiptavini verði rukkuð hér eftir. Þetta er voða skrýtin stefna því stundum þarf einungis smá breytingar á viðskiptum.
Tökum sem dæmi yfirdrátt og það eru gerða smá breytingar án þess að gera þurfi nýjan samning. Samt skal rukkað fyrir þjónusta. Sá sem fær yfirdráttinn borgar þá ekki einungis með vöxtunum heldur þarf að reiða fram kostnað í hvert sinn. Passað er vel upp á rukka fyrir alla fyrirhöfnina sem yfirleitt tekur innan við fimm mínútur.
Þar sem bankar geta ekki lengur náð inn sömu tekjum af útlánum þá er ráðist á viðskiptavininn með þóknunum. Samt sem áður fær viðskiptavinurinn ekkert lægri vexti. Með þessu er bankinn að segja viðskiptavinum. Það er best að skulda ekkert og passaðu þig að hafa sem minnst samband við okkur.
Síðast þegar ég fór í bankann minn þá fékk ég enga súperþjónustu eða gott viðmót. Mér var boðið að láta vita á útleið. Datt það ekki í hug. Ef bankinn hefur ekki yfirlit yfir gæði þjónustu sinnar sem borgað er fyrir þá er það ekki góð þjónusta.
Viðskiptavinir eiga heimtingu á mun betri þjónustu en veitt er, sér í lagi eftir að farið var að rukka fyrir hvert viðvik.
![]() |
16 þúsund krónur í þóknun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2015 | 09:37
Að vera ákaflega hæfur
Þegar einhver er ákaflega hæfur þá vissulega hefur sá aðili margt fram að færa. Það skrýtna er að geta sett þetta fram í orðum að það eitt og sér réttlæti hækkun launa. Formaður stjórnar OR lét hafa eftir sér á visir.is að hækka hefði þurft launin vegna þess að forstjórinn væri ákaflega hæfur. Meira svo ákaflega hæfur að nauðsynlega þurfti að gera það.
Í hverju felst þessi ákaflega hæfni forstjóra OR. Eiga eigendur og aðrir starfsmenn ekki rétt á að vita það? Svo virðist sem að í stjórn opinberra fyrirtækja sé að veljast vanhæft fólk. Þetta kom í ljós með stjórn Strætó sem gersamlega situr áfram vanhæf eftir launamál forstjóra og innleiðingu ferðaþjónustu fatlaðra. Í stjórn OR virðist ekki vera hæfara fólk sem lætur eftir sér að forstjórinn eigi skilið tvöföldun launa vegna þess að vera ákaflega hæfur.
Satt að segja ef ég væri í atvinnuviðtali og segðist vera ákaflega hæfur í starfið þá myndi viðmælandinn horfa á mig eins og geimveru ef ekki fygldi í hverju þessi ákaflega hæfni mín væri.
Nokkuð hefur verið rætt um hvernig ríkið og sveitafélög bólgna út varðandi kostnað við að reka þau. Getur verið að það sé vegna vanhæfni fólks sem velst í stjórnir og sér um að sinna þessu. Í dæmum OR og Strætó eru dæmi um vanhugsaðar launastefnur þar sem öll tengsl við almennt launafólk er ekki til staðar.
Er þörf á að meta hæfni fólks áður en það er valið í stjórnir opinberra fyrirtækja?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2015 | 08:53
Vekur upp fleiri vangaveltur
Þetta er gott átak hjá henni til að sýna krökkum á 11 ári hvað svokallað prívat á netinu getur gert. Hins vegar vekur þetta upp fleiri spurningar.
1. Hvað eru börn að gera með svona síma (líklega á bilinu 20-30 þús) því það þarf nýlega síma til að nota Snapchat?
2. Snapchat er bannað innan 13 ára. Fylgjast foreldrar ekkert með símanotkun barna sinna?
3. Kenna foreldrar eða ræða þau ekkert við börnin sín um notkun á slíkum forritum?
Legg til í framhaldi af þessu að hún bjóði foreldrum í bekkinn og þau ræði þessi mál. Ég á börn og er sífellt að ræða við þær um notkun á símum og internetinu. Þannig að ég spyr enn og aftur, hvar eru foreldrarnir?
Kannski nýtt verkefni fyrir fullorðinsfræðu. Fræða börn um notkun síma.
![]() |
Yfir 3.000 deila private mynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2015 | 07:23
Það er einnig kostnaður við aukningu ferðamanna
Gullgrafaraæðið í kringum fjölgun ferðamanna virðist stundum vera á kostnað þeirrar staðreyndar að það fylgir kostnaður ferðamönnum. Mikið hefur verið rætt um aðstöðu og afmarkanir á svæðum, auk umræðu um öryggi.
Hins vegar virðist lítill vilji til að setja peninga í þessi mál og of mikið horft til þess hvað ríkið eða sveitafélög eigi að gera. Sé vilji til að þjónusta ferðamenn þá finnst mér að ferðaþjónustuaðilar verði líka að leggja pening í öryggi og upplýsa ferðamenn.
Vissulega bera ferðamenn ábyrgð á sér sjálfir en einnig er vitað að sumir ferðamenn gera sér enga grein fyrir ólíkum aðstæðum hér á landi og í heimalandi sínu. Þess vegna eru upplýsingar mikilvægar og þær þarf að endurtaka í sífellu.
Ábyrgðafull ferðamennska skilar ánægjum ferðalöngum og því er mikilvægt að finna réttu blönduna um upplýsingar, öryggi og umgengni.
![]() |
Túristar hunsa fyrirmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)