Hljómar þetta rétt?

Þegar fyrirsögnin er lesin þá virðist þetta við fyrstu sýn vera mjög skynsamleg nálgun. Jú það er rétt að fólk menntar sig í greinum sem ekki eru praktískar í þeim skilningi að vera undirbúningur fyrir starf.

Þegar lengra er lesið þá fer að renna á mann tvær grímur. Hvað á maðurinn eiginlega við? Ætlast hann til kommúnísk skipulags þar sem fólk er beint inn á ákveðnar brautir? Satt að segja er það hugmynd sem gengur ekki upp. Það er hugmynd á par við þrælahald.

Á hinn bóginn má segja að atvinnulífið er ekki nógu opið fyrir menntun. Það vill enginn gefa sig í verkefnið að þjálfa upp fólk þótt bein menntun sé ekki til staðar. Sem dæmi þá geta einstaklingar verið klárir í tölvum þótt ekki sé útskrifað með tölvunám. Tölvufyrirtæki sína þessum hóp lítinn áhuga og leita eftir frekar einsleitum útskrifuðum nemum.

Niðurstaðan er auðvitað mjög einsleitur vinnumarkaður sem ætlast til að fá allt upp í hendurnar en ekki hafa neitt fyrir neinu. Það vekur einmitt enn meiri furðu að einn af toppum vinnufólks skuli í raun tala máli atvinnurekanda.

Er ekki kominn tími á að leggja niður ASÍ?


mbl.is Lítil þörf fyrir hópa menntafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortur fyrir hvern?

Fjármálaráðherra talar um skort á skilningi afleiðinga sé farið eftir kröfum BHM. Mér er spurn skortur fyrir hvern. Með svona málflutningi er skortur á að taka samfélagslega ábyrgð á launaumhverfi á Íslandi. Þannig eiga stjórnendur að vera stikkfrí og mega hækka laun sín átölulaust, eða hvað?

Hafi SA svona miklar áhyggjur af því að hækka hinn almenna launamann þá hefður þeir átt að vera úti á örkinni að halda aftur að hækkunum stjórnenda. Þetta byrjar allt þar og kröfur almennra launamanna fylgja í kjölfarið.

Held aðilar verði að skoða aðeins betur orsök og afleiðingar.


mbl.is Skortir á skilning á afleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við viljum en hinir vilja ekki

Hjá verkalýðsforustunni er lenska að tala um að þeir vilji alveg gera ýmislegt en hinn aðilinn vill fara aðra leið. Spurningin sem eftir stendur er hvað gerði BHM til þess að breyta stöðunni sem upp er komin?

Líklega fátt nema að undirbúa verkfall, víst það varð niðurstaðan. Deilur geta verið erfiðar en skrýtin þessi lenska að tala alltaf um að hinn aðilinn vilji ekki en minna um hvað ætla þeir sjálfir að gera til að komast áfram í deilunni.

Auðvitað vilja allir hærri laun og því miður hafa forstjórar landsins verið að umbuna sjálfum sér langt umfram skynsamleg mörk. Bera þeir ábyrgð á svona vinnustöðvun? Já á vissan hátt því hefðu þeir haft skynsemi í sjálfshækkun sinni þá væri spennan minni hjá almennum launamanni.

Held við vöðum samt áfram reykinn meðan horft er út frá þröngum sérhagsmunum sem eru allof algengir hér á landi.


mbl.is Víðtæk áhrif verkfallanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapphlaupið um Píratana

Að svara málefnalega fyrir sig felst í að koma með útskýringu á hvers vegna komist er að þessari niðurstöðu. Hins vegar ákveður Birgitta að snúa þessu upp í dúll um Davíð Oddson og þar með sleppa að svara málefnalega.

Hitt svar Pírata um að þurfi að setja sig inn í öll mál er undankomuleið því vitað mál er að engin leið er að komast inn í öll mál. Þannig gæti þau ákveðið að biðja varaþingmenn sína að setja sig inn í ákveðin mál og vinna það með sér. Það vinnst jú allt betur í hóp en Píratar virðast halda að öll vinnan þurfi hver og einn að vinna.

Kapphlaupið um Píratana snýst því um að hampa einstaklingseðlinu sem á að vera nokkurskonar súpermanneskja og geta haft yfirsýn yfir allt sem komið er nálægt. Þetta er farið að minna á skáldsagnaævintýri þar sem kapphlaupið er að vera fyrstur og þar með mestur.

Væri ekki nær að Píratar komi með meira innihald í sinn málflutning.

 

 


mbl.is „Hún er í sömu stöðu og aðrir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nákvæmara væri að álag sé sumstaðar of mikið

Held að Ísland í heild sinni þoli alveg fleiri ferðamenn. Hins vegar sé spurningin um hvort að ákveðnir staðir séu ekki of mikið notaðir, það þurfi að dreifa ferðamönnum meira.

Það er mikil þörf á þessari umræðu um innviði ferðamannafyrirtækja og hvert þau vilja stefna. Hvernig skal unnið með þá ferðamenn sem koma. Ljóst er að hver ferðamaður eyðir ekki meira hér á landi en gert var fyrir áratug. Það eru mikil vonbrigði í raun og segir okkur að verðlag hér á landi sé of hátt.

Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn að koma hingað því á skömmum tíma er hægt að sjá ýmsar andstæður sem tekur mun lengir tíma í öðrum löndum. Ég tel eitt að meginmarkmiðum ferðamennsku hér á landi sé að dreifa ferðamönnum meira þannig að álagið á landið dreifist meira. Norður- og austurland hafa upp á mikið að bjóða en fjölgun þar verður ekki áberandi nema að leyfa beint flug.

Þörf umræða um hvernig skuli staðið að ferðamennsku hér á landi má ekki missa sig í smáatriði heldur sjá heildina og leyfa fleirum að njóta atvinnu af.


mbl.is Álag ferðamanna of mikið á náttúruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að halda í við fólksfjölgun

Það er mikilvægt að halda í við fólksfjölgun og því þarf sífellt að byggja fleiri íbúðir fyrir fólk. Heilsugæsla er þjónusta sem fylgir þessu og því er ótrúlegt að hún skuli ekki tekin með þegar hugað er að þéttingu eða stækkun byggðar.

Það er alveg greinilegt að stjórnsýslulega hefur gersamlega gleymst að taka inn lýðræðislega þætti sem fylgja fólksfjölgun og sýnir vel kreppuna sem stjórnsýslan er í um þessar mundir. Þjónustan fylgir ekki fólksfjölgun.

Á hinn bóginn þá sitjum við einnig uppi með óþarfa hluti því illa gengur að minnka ríkisbáknið. Hvar er hin rétta lína er auðvitað alltaf erfitt að meta en svona hluti er ekki erfitt að reikna út.

Setjum þjónustu við okkur í forgang.


mbl.is Heilsugæsla í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að líta sér nær

Í öllum látum stjórnarandstöðunnar á stjórnarflokkana þá virðist sem þeim væri nær að líta á sjálfa sig og hvernig þeir starfa. Píratar eru vissulega nýr flokkur en ég hef áður fjallað um ósamræmi í málflutningi þeirra. Björt framtíð er eiginlega úti á túni og heldur að geti synt með straumnum án þess að skera sig úr.

Þá er komið að síðustu stjórnarflokkum sem hafa ásakað núverandi stjórnvöld um hitt og þetta. Svo þegar farið er að kafa ofan í þessa flokka þá stendur ekki steinn yfir steini. Eitt er ákveðið á flokksþingum en allt annað gert í raunveruleikanum. Til hvers eru þá flokksþingin?

Núverandi stjórn má eiga það að enn hafa þeir fylgt flokksþingum sama hvað einstaka þingmaður segir. Þessir flokkar hafa unnið þannig og vilja vinna þannig. Vissulega má spyrja sig hvert ekki sé hægt að koma meiru í verk en þegar hrópað er um málefni sem skipta engu máli þá er verið að taka tíma frá öðrum verkum.

Allt tal um lýðræði er einungis hræsni hjá VG og Samfylkingunni þar sem þessir flokkar geta ekki einu sinni farið eftir lýðræðislegum leiðum flokksþinga sinna. Björt framtíð er hoppandi úti á túni og vonast að það sé sólskin. Píratar eru ekki trúverðugir þar sem Birgitta neitaði þjóðaratkvæðagreiðslu áður en allt í einu skiptir hún öllu máli.

Skilaboð til stjórnmálaflokka: Vinnið heimavinnuna ykkar og haldið samræmi milli málflutnings og aðgerða.

 

 


mbl.is Forysta VG hélt olíumáli leyndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sniðugt

Svona í fyrstu virkar þetta rétt skref en við nánari skoðun þá er þessi hugmynd ekki góð. Þetta aldursbil er að færast frá grunnskóla og móta stefnu sína til næstu framtíðar. Flestir enda í framhaldsskóla (þótt margir hafi ekkert að gera þar) og sumir enda á vinnumarkaði. Þetta aldursbil er mjög áhrifagjarnt þar sem fæst hafa mótað sér fullmótaðar skonir (sumir gera það reyndar aldrei).

Ég tel mig ekki í mótsögn við sjálfan mig en mín skoðun er að fólk 16-18 ára eigi að fá frið fyrir stjórnmálum þar sem nóg er af öðru áreiti. Leyfa þeim frekar að leika sér og móta sig betur fyrir framtíðina.

Að lokum mætti nefna skoðannakannanir að það væri ekki hægt að mæla þennan hóp því til þess þarf að vera lögráða. Reyndar eru eldri en 67 ára yfirleitt ekki mæld svo það er yfirleitt góð skekkja í skoðannakönnunum þótt þær gefi ákveðna vísbendingu.

Leyfum börnunum að þroskast almennilega, það er hagur þjóðarinnar.


mbl.is Kosningaaldur verði 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er mikilvægara að allir hafi sama skilning á ESB ferlinu

Nei það liggur ekki svona rosalega mikið á að eyða peningum almennings í þjóðaratkvæðagreiðslu sem er byggða á blekkingum. Fyrst þarf að koma öllum á sama skilning hvað felst í aðildarviðræðum við ESB. Í annan stað þarf að vera almennur stuðningur við að fara þessa leið (hann fæst ekki úr þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna).

Þessi tillaga er blekking og skömm á Alþingi verðu hún samykkt. Það er ljótt að blekkja almenning án þess að fræða fyrst um hvað málið snýst. Auk þess getur svona þjóðaratkvæðagreiðsla aldrei snúist um annað en hvort við viljum í ESB. Að Píratar skuli taka þátt í svona blekkingum lýsir hversu einfaldir þeir eru.

Fáum sannleikann fyrst upp á yfirborðið.


mbl.is „Herra forseti, ég skil ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að svara ekki spurningum

Þegar rennt er yfir þessa frétt þá er engum spurningum svarað á efnislegan hátt heldur reynt að snúa út úr. Blaðamaður gerir sitt besta með að birta svörin og sýna hversu fáránleg þau eru.

Tökum sem dæmi í lokin: "Hlyn­ur neit­ar því al­farið að ein­hvers kon­ar ógn­ar­stjórn ríki inn­an Isa­via og bend­ir á að í dag hafi verið stjórn­enda­nám­skeið hjá Isa­via þar sem farið var yfir að menn gætu haft mis­mun­andi skoðanir en samt þurft að halda áfram veg­inn."

Hér er verið að flýja það að svara með því að benda í aðra átt en svarið. Það kemur þjóðinni í raun ekkert við hvort að stjórnendur fari á námskeið. Unnu þeir vinnuna sína af alúð eða með ótta, skiptir þjóðina máli enda verið að spyrja um það.

Þetta sýnir enn betur hversu illa Isavia er rekið og fyrirsögnin gefur til kynna að þeir vilja unga og metnaðargjarna stjórnendur vegna þess að það er auðveldara að stjórna þeim heldur en hinum gömlu. Ég læt lesendum eftir að meta í hvaða tilgangi.

Þjóðin á fyrirtækið og þarna þarf svo sannarlega að taka til.


mbl.is „Hefur ekkert með aldur að gera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband