Grímur eru ekki lausn heldur hjálpartæki

Einn af misskilningnum varðandi grímur er að þær komi í veg fyrir smit. Það er enginn möguleiki að þær geri það en geta hins vegar, ef rétt er notað, dregið úr hættu á smiti. Þá kemur nefnilega vandamálið að nota grímurnar rétt. 

Fjölnota grímur ætti ekki að nota nema 1x og síðan þvo þær, annars missa þær marks. Á sama hátt með einnota grímu þá ætti að henda henni sé hún tekin niður en ekki sett aftur upp. Fyrir utan það þá á helst ekki að nota grímu lengur en 4 tíma í senn. Grímur eru hjálpartæki alveg eins og hanskar.

Í allri sóttvörn felst að hlutir séu einnota nema séu þrifnir á milli. Hver þrífur símann sinn jafnoft og hendur? Hve margir nota síma á almannafæri, leggja frá sér en telja það ekki vera snertiflöt? Hver þrífur sig um hendur í hvert sinn áður en borðað (líka nammi)?

Besta sóttvörnin er fjarlægð og að hitta eins fáa og mögulegt er. Það er fyrst í þessari viku að slík skilaboðum er komið áleiðis, að einhverju marki, í haust. Í framhaldi af því má spyrja um gagnsemi að nota viftu heima hjá sér til að koma hreyfingu á loftið. Hjálpar það í sóttvörnum? Við komumst í gegnum þetta í vor án gríma, afhverju ekki núna?

Það að hitta aðra og vera með grímu er engin trygging gagnvart smitum. Mín skilaboð eru: Jú notaðu grímu en vandaðu valið. Veldu frekar fjarlægðarmörk 2 metrar, en grímu sé hugmyndin að varna smiti.


mbl.is Aðgerðir hertar – tíu mega koma saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel meint en röng nálgun

Þewgar fréttin er lesin kemur í ljós að öllum bekkjum var stefnt saman í matsal og allir settir með hanska og grímur. Þarna kemur svo bersýnilega í ljós að grímur varna ekki smitum né hanskar.

Mistökin voru að aðgreina ekki bekki betur og sem betur fer læra af þessu og fara þá leið.

Til að hugsa sóttvörn sem best þarf að hugsa út frá skurðstofu. Þegar farið er þangað inn er hendur þvegnar og sóttvarnarföt notuð. Þegar í þau er komið er ekkert snert fyrr en inn á skurðstofunni. Í tilviki skólans þá gleymist það að eigin sími er utankomandi hlutur og sé hann snertur með hösnkum eða grímu þá er það mögulegur smitberi hafi sími ekki verið þveginn við komu í skólann.

Nálgunin þarf að vera að utankomandi hlutir þurfa að vera í lágmarki eða þá hreinsaðir. Alltaf þvo hendur eða spritta áður en borðað án þess að snerta annað en matinn.

Það er alveg hægt að ná smitum niður en grímur eru ekki endilega lausnin heldur að hugsa vel hvernig við hegðum okkur áður en snertum andlit eða borðum.


mbl.is Gengu lengra í sóttvörnum en samt komu upp 30 smit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svarið er: Í ruslinu

Þessi svokallaða nýja stórnarskrá er í ruslinu og einfaldlega vegna vanþekkingar á núverandi stjórnarskrá. Það verður engin ný stjórnarskrá nema að leggja núverandi niður og það þarf meira en eina ráðleggjandi þjóðaratkvæðagreiðslu til þess.

Annar miskilningur er að með ákvæði um auðlyndir séu þjóðareign þá fái þjóðin svo mikið í vasann. Hins vegar þýðir það að ekkert má gera má nýta í landinu nema með leyfi stjórnvalda (í nafni þjóðarinnar). Þannig verður óleyfilegt að týna ber, sýna ferðamannastaði, taka möl í framkvæmdir nema með leyfi stjórnvalda. Sé eitt leyft þá verður að leyfa allt hitt því annars er sett út ójafnræði. Er þá einhver leið að leyfa nýtingu auðlynda? Hver fer að týna ber ef það kostar?

Auðlyndaákvæði á heima í sérlögum. Eins og margt í þessu áhugamannaplaggi um stjórnarskrá. Já ég hef lesið þetta plagg og gef því algera falleinkun.


mbl.is Myndu aldrei hvetja til eignaspjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markvissar upplýsingar

Þórólfur hefur sagt oft og mörgum sinnum það sem kemur fram í greininni. Spurningin er hvort að fólk hlusti yfirleitt nógu vel á hann. Leiðin er að upplýsa almenning betur á mjög skýran hátt. Þannig er hægt að segja upp skjal sem segir: Við 100 smit þá eru viðbrögðin þessi þe. 20 manns og lokum þessum stöðum.

Holland er að fara þessa leið og ég held að öllum væri gott að fá skýra mynd hvernig brugðist er við þær aðstæður sem upp koma. Þetta á líka við þegar aflétting á sér stað.

Við þurfum líka að velta betur fyrir okkur smitleiðunum því eitthvað virðist fara á mis. Ef síma er veifað á almannafæri í hópi er það ekki eins og hver annar snertiflötur? Sé síminn ekki þrifinn er hann þá ekki möguleg smitleið? Veltum smitleiðunum betur fyrir okkur og reyna að læra að forðast smit.

Að lokum vil ég nefna það að þessa grein áttu stjórnmálamenn að skrifa en ekki þríeykið. Þau fara eftir lögum og eiga ekki að þurfa að verja aðgerðir sínar enda er það stjórnmálamanna að ákveða hvað er síðan gert út frá því sem þríeykið leggur fram.


mbl.is 3 þúsund myndu greinast daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfhverfustjórnmál

Athyglisvert er að manneskja sem er í stjórn Gsí og þingmaður geti ekki farið eftir tilmælum. Hvernig á að vera hægt að treysta svona fólki. Hún telur sig geta leitt stjórnmálaflokk en er greinilega enginn leiðtogi. Leiðtogar fara eftir tilmælum nema ætlunin sé að mótmæla tilmælum, það hefur hún ekki gert.

Sjálfhverfan er svo mikil að hún sér ekki einu sinni skömmina við þessa hegðun sína. Heldur að sé nóg að segja að þetta sé óafsakanlegt.

Trúverðugleiki Viðreisnar og stjórn Gsí er enginn eftir þetta verði niðurstaðan sú að þetta sé án afleyðinga. Með réttu ætti hún að segja sig úr stjórn Gsí. Sem formaður Viðreisnar ætti hún virkilega að endurskoða hlutverk sitt sé hagur flokksins hafður að leiðarljósi.


mbl.is Óafsakanlegt að hafa farið í golf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyttar venjur er leið til árangurs

 

Til að ná árangri gegn Covid-19 er okkur sagt að breyta venjum enda er það virkasta leiðin til að takast á við farsóttir. Okkur er sagt að nota hanska, þvo oftar hendur og forðast margmenni. Allt breyting á daglegum venjum okkar. 

 

Flestir íbúar heimsins borða með höndunum og það hefur sýnt sig þar sem niðurgangspestir hafa gengið að handþvottur fækkar tilfellum. Að borða með hnífapörum fækkar tilfellum enn meira. Þess vegna verðum við að skoða hvað hefur mest breyst í venjum okkar síðustu árin sem mögulega veldur þessari snöggu dreifingu Covid-19. Erum við að spyrja réttu spurninganna varðandi dreifingu veirunnar. Til að mynda hversu oft smitar flötur sem er sýktur? Smiti flötur einu sinni þá er dreifingin of hröð miðað við tölfræðilegar líkur og skýrir ekki af hverju 20 manns í 24 manna hópi smitast á einni helgi. Inn í þá mynd vantar eitthvern flöt sem ekki er tekið nóg tillit til.

 

Ef skoðuð eru síðustu 10 ár og það sem hefur mest breyst í heiminum eru venjur okkar með síma. Við erum að snerta þá oft á dag, jafnvel svo tugum skipta. Leiða má að því líkur (tilgáta) að símar dreifi veirunni enn hraðar en ella. Þetta er jú snertiflötur sem við snertum oftast á dag og sömu fingur notaðir til að snerta aðra hluti (þe. sami snertiflötur á hendi).  Við notum þá þegar við borðum, á almannafæri, salernum o.s.frv. Samkvæmt útgefnum upplýsingum þá getur veiran lifað í 10 klst á fleti og þannig getur sími sem smitast að morgni verið enn smitaður þegar heim er komið. Sími getur einnig verið smitaður að morgni ef smitið kemur seint að kveldi. Við þvoum hendur en hversu oft þvoum við símana?

 

Hvaða breytingar þurfum við að gera til að minnka líkur á smitum. 

  • Höldum okkur frá miklum fjölda fólks
  • Þvoum oft hendur
  • Látum andlit í friði og þvoum hendur fyrir mat
  • Nota hanska
  • Varast að snerta fleti sem hægt er að komast hjá að snerta

 

Til viðbótar með með venjur varðandi síma

  • Þvo símana oft og alltaf eftir notkun á almannafæri
  • Láta síma vera þegar borðað
  • Láta síma vera þegar snakk og nammi er etið
  • Þvo sér um hendur eftir notkun á síma
  • Láta andlit í friði meðan sími er notaður
  • Þegar notaður á almannafæri þá meðhöndla eins og snerting á fleti á almannafæri
  • Nota pinna til að snerta símann (hendur snerti ekki)
  • Ef snertur með hanska þá þvo símann á eftir
  • Ekki leggja símann á borð á almannafæri

 

Það væri kjörið verkefni í rannsókn að sjá hvort tilgátan um símana. Ég hef séð afgreiðslufólk með hanska en taka síðan upp símana sína. Ég hef einnig séð fólk með hanska í búðum og nota síðan sömu snertifleti við greiðslu án þess að taka af sér hanska. Veit ég eitthvað um hvort þetta fólk hafi þrifið síma sína?


mbl.is Fjölgun smita utan sóttkvíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð gagnvart samfélaginu

Íslensk fyrirtæki virðast oft elta hvert annað og það sést vel undanfarið þegar skoðuð eru laun stjórnamanna fyrirtækja og forstjóra. Þar sem einn reið á vaðið og hækkaði laun þá fylgdu allir hinir á eftir.

Óttinn við að vera út undan er svo rík að enginn þorir að fara eigin leið. Hjarðmennskan er ríkjandi eða meðvirkni með lélegum stjórnarháttum. Á síðasta ári sendi Gildi lífeyrisfélag frá sér reglur varðandi eignir í fyrirtækjum. Núna þegar stjórnarmenn hafa hækkað í launum, langtumfram það sem öðrum er boðið, þá heyrist ekkert í þeim. Var þetta plagg þeirra þá einungis sýndarmennska?

Það væri óskandi að íslensk fyrirtæki þorðu að fylgja eigin sannfæringu og þeim sem skapa verðmætin laun til samræmis.


mbl.is Gagnrýndu hækkun stjórnarlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama sagan aftur og aftur

Það kemur reglulega á vegum Hafrannsóknastofnunar fréttir um árganga og það eigi stórir stofnar að vera á leiðinni. Samt virðist ekkert bóla enn á þessum stóru stofnum. Þessi frétt hefði verið getað sögð 2010 en þá áttu einmitt stórir árgangar að vera á leiðinni. Eitthvað létu þeir bíða eftir sér eða einfaldlega syntu burt enda lítið gefið um ráðgjöf stofnunarinnar.

Formaður SFS tekur líka þessari frétt með varúð og heldur voninni í fjarlægð þangað til búið er að gefa út aflamarkið.

Hafrannsóknastofnun þarf að hætta að senda út fréttatilkynningar til að minna á stofnunina. Einfaldlega vegna þess að það er engin leið að spá fyrir um framtíðar fiskistofna út frá aðferð þeirra. Þeir sem eru vantrúa geta skoðað fréttir frá stofnuninni síðustu ár og sjá þá strax að yfirleitt er lofaðorðin meiri en efndir.

Það er kominn tími á endurskoðun aðferða stofnunarinnar.


mbl.is Stórir þorsk- og ýsuárgangar á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örugg verkstjórn skiptir mestu máli

Það skiptir mestu máli að hafa örugga verkstjórn og þá dugar ekkert gaspur sem því miður fylgur of mikið stjórnarandstöðunni, sér í lagi Samfylkingunni. Ef rétt er sem Sigmundur segir um skýrslur þá einmitt á sem minnst að gaspra út í loftið.

Stjórnarandstæðan þarf að minnka þetta gaspur og fara koma málefnalega að borðinu sem auðvitað er ekki hægt með hjásetu eða festast í aukaatriðum.

Vonandi gengur vel að afnema höftin og krónan fái aftur að fljóta með kostum og göllum sem því fylgja. Hins vegar fæst enginn árangur að viti nema aðhaldssöm og öguð fjármálastjórn fylgi.

 

 


mbl.is Segir stjórnarandstöðuna upplýsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka af sér skikkju vísindamannsins?

Hvers konar vísindi eru það sem gera ekki ráð fyrir að fuglar hafi samskipti sín á milli? Mér heyrist á öllu að þessi vísindamaður sé með afar takmarkaða sýn á hlutunum, rétt eins og Hafrannsóknarstofnun.

Vísindi sem ekki geta opnað á ný sjónarhorn eru ekki góð vísindi. Kannski þarf maðurinn að fara í endurmenntun?


mbl.is Sögðu fuglarnir frá veislunni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband