3.2.2015 | 09:32
Lufsuháttur er þetta
Það er búið að lofa að leggja þetta fram og til hvers þá að bíða svona lengi. Það getur enginn stjórnað umræðinnu eða hvað gerist í kringum þetta. Það er alveg vitað að samfylkingin mun bulla eitthvað um samning en ekki staðreyndir að þetta sé aðlögun.
Það er líka vitað að aðrir flokkar eins og VG sem segjast vera á móti munu fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Tvískilningurinn er samt fyrir VG liða að þeir fóru aldrei fram á þjóðaratkvæðagreiðslu þegar farið var í ferlið.
Besti flokkurinn er ESB flokkur og Píratar fylgja stjórnarandstöðunni í blindni.
Ef þingmenn kysu eftir bestu sannfæringu sinni og yfirlýsingum þá er mikill meirihluti fyrir að afturkalla umsóknina. Það sama sést í öllum skoðannakönnunum sem spyrja réttu spurningunnar um hvort Íslendingar vilji í ESB. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill það ekki.
Hvers vegna þá þessi lufsuháttur við að leggja þetta fram. Ekki seinna en á morgun er viðeigandi og lokið fyrir næstu mánaðmót.
![]() |
Málið hjá utanríkisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2015 | 07:17
Óttinn við breytingar
Þessi frétt fjallar ekkert um annað en óttann við breytingar. Það er ósköp eðlilegt að vilja breyta þessu hverfi enda stutt frá miðbæjarverslun.
Þótt listamenn hafi sótt innblástur þangað þá er ekki þar með sagt að starfsemin hverfi, hún einfaldlega flyst annað. Þetta hverfi átti sinn tíma og síðan breytist það. Ósköp venjulegur gangur lífsins.
Það er í raun skrýtið að vilja ekki breyta.
![]() |
Óttast að einkenni Soho hverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2015 | 10:35
Af hverju hækkuðu þeir ekki laun konunnar?
Það er furðuleg niðurstaða að lækka laun karlsins í stað þess að hækka laun konunnar. Starfið breytist ekkert og þar sem búið er að borga karlinum hærri laun er þá ekki búið að sýna fram á að starfið sé þess virði.
Þarna birtist vel ruglið milli laun og menntunar. Það á að meta starfið út frá því sem gert er en ekki hver menntunin er. Til að jafna laun kynja þá er starfið metið en ekki menntun. Þarna fáum við það svart á hvítu.
Besta leiðin hefði verið að hækka laun konunnar og síðan endurmeta störf og ábyrgð þeirra.
![]() |
Laun karls lækkuðu vegna kæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.1.2015 | 10:27
Mennt er máttur
Mikið hefur verið hampað því að mennt væri máttur og vissulega er gott að mennta sig og læra um nýja hluti. Hins vegar skapar menntun ekki endilega störf og það er ekkert sjálfgefið að þótt fólk mennti sig að það fái störf.
Þá kemur einmitt hin hliðin sem svolítið hefur verið fjallað um í DV. Hún er sú að fyrirtæki vilja ekki menntað fólk vegna þess að það er upplýstara um rétt sinn. Þetta spila mörg fyrirtæki inn á, sér í lagi þar sem starfsmannavelta er mikil. Þetta á líka við um sveitafélögin.
Þannig eftir stendur að kortleggja hversu mikið af störfum krefst í raun menntunar. Áherslan í menntamálum þjóðarinnar hefur verið alltof mikil á bóklegt nám á kostnað iðngreina. Á sama tíma hafa störf sem krefjast meiri bóklegrar þekkingar ekki aukist miðað við fjölda menntaðra.
Niðurstaðan verður að menntað fólk er þá annaðhvort atvinnulaust eða flyst af landi brott. Stytting stúdentsprófs mun ekki auðvelda þetta og líklegra verður að teljast að það skapi meira vandamál til framtíðar.
Þriðji liðurinn er síðan ómæld græðgi stjórnenda sem sjá ekki hvernig hægt er að vinna með menntuðu fólki og finna lausnir til að fá það besta úr fólki. Halda frekar launum niðri með hærri starfsmannaveltu sem til lengri tíma aftrar vexti fyrirtækja.
Fjórði liðurinn er síðan sá að fólk sem menntar sig á námslánum á enga möguleika á að stofna fyrirtæki þar sem enginn lánar skuldugu fólki án veðs.
Mennt er máttur en þjóðin þarf líka að finna leiðir til að nýta hana.
![]() |
Skortir tækifæri á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2015 | 08:13
Hver þrýstir upp verðinu?
Í greininni er fjallað um að leigufélög séu að ganga á lagið vegna skorts á íbúðum og þrýtsa upp verðinu. Hverjir eiga þessi leigufélög. Nú vill svo til að frétt var í vikunni um að lífeyrissjóðirnir séu í samkeppni í fasteignafélögum.
Getur verið að lífeyrissjóðir eigi í leigufélögum? Ég veit það ekki en víst er að það er ekki fyrir neinn að kaupa fullt af fasteignum nema eiga mikið lausafé. Það er nefnilega dýrt að festa fé í fasteign sem á að gefa síðan af sér því gjöldin borga sig ekki sjálf.
Getur verið að gjöld af fasteignum séu of há? Skattar af leigðum íbúðum of háir? Gæti verið lausn að leiga í heimahúsi sé undanþegin skatti til að minnka þrýsting?
Opinber gjöld hafa eitthvað um þetta að segja þrátt fyrir að einhverjir misnoti aðstöðu sína og hækki leiguverð umfram verðlag.
![]() |
Leiguverðið rýkur upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2015 | 17:51
Ekki einkavæðing, hvað þá?
Katrín Júlísdóttir vill meina að þetta hafi ekki verið einkavæðing að láta bankarnir voru afhentir öðrum. Ég spyr hvað hún eigi við. Ríkið bar ábyrgð á föllnu bönkunum og setti neyðarlög til þess. Þótt að eignarhald hafi ekki verið formlega keypt þá bar íslenska ríkið ábyrgð á þessu föllnu bönkum og innistæðum
Þannig að þetta getur ekki verið annað en einkavæðing eða var þetta kannski vinavæðing? Hvað getur þetta heitið annað en einkavæðing. Það er út úr snúningur hjá Guðmundi Steingrímssyni allt tal um að hafi ekki verið í eigu ríkisins.
Þau þurfa bæði að útskýra betur hvað þau eiga við. Annað er að reyna fela sannleikann.
![]() |
Einkavæðing Steingríms verði rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2015 | 08:35
Lífeyrissjóðir í samkeppni við sjálfa sig
Þessi frétt kemur ekki á óvart því hverjir hafa í raun efni á að halda úti fasteignafélögum. Jú lífeyrissjóðir þar sem mikið að fé er bundið í fasteign. Hvort auðvelt sé síðan að selja sömu eignir veit ég lítið um en í huga mínum þá sýnir þetta fram á skort á fjárfestingatækifærum og að breyta þurfi lífeyrissjóðakerfinu.
Með því að lífeyrissjóðir eru orðnir stórir fasteignaeigendur í gegnum fasteignafélög þá verða eignareikningarnir enn stærri en er endilega samansem merki milli þess og ávöxtunar á eigin fé? Eru lífeyrissjóðirnir með þessu að skrúfa upp fasteignaverð til að halda í lögbundna ávöxtunarkröfu?
Það er margt vafasamt við þetta.
![]() |
Hefur áhyggjur af fasteignafélögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2015 | 08:30
Já endilega
Líst mjög vel á þessa hugmynd enda skatturinn verið framarlega í nýta sér rafrænar leiðir til að einfalda allt ferlið. Mér finnst megi alveg hrósa skattinum fyrir að einfalda allt ferlið fyrir notendur þess.
Vonum einnig að samskipti við skattinn hafi líka batnað.
![]() |
Skattkortin tekin úr umferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2015 | 15:10
Fámennur hópur að gera sig breiðan
Ég þurfti að fletta uppi hvaða félagasamtök þetta væru enda ansi lítið farir fyrir þeim. Allt í einu virðast þau hafa mikla rödd og mikið umboð um að koma fram og mótmæla sjálfsagðri afturköllun ESB umsóknar.
Félag atvinnurekenda, allavega stjórn, er mikið um innflytjendur enda þeir verið háværastir um að fara í ESB. Þannig að þessi yfirlýsing kemur sannarlega ekkert á óvart því þeir einu sem hafa í raun haga af Evru eru innflytjendur. Af hverju stafar liklegast af sveiflum í gengi krónunnar en hvers vegna taka þeir sig ekki á og læra betur að sinna þessum sveiflum.
Við höfum ekkert að gera í ESB og það er ekki hagur þjóðarinnar að fara þar inn eða taka upp Evru. Við eigum hvort eð er svo langt í land með nokkurntímann að ná lágmarksskyldum fyrir Evru að hugmyndin er í raun hlægileg. Að tala um að verið sé að þrengja valkosti er einfaldlega út í hött.
Nei við ESB og afturköllun umsóknar sem fyrst.
![]() |
Mótmæla afturköllun aðildarumsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2015 | 15:03
Það er snúið út úr öllu sem hann segir
Það er staðreynd að stjórnarandstæðan snýr út úr öllu sem Sigmundur segir og kallar hann öllum illum nöfnum. Líklega telja þeir sér trú um að þetta sé mjög viturlegar leiðir og skapandi gagnrýni á störf Sigmundar.
Held samt að aðalstaðreyndin sé sú að flestir lesi einungis fyrirsagnir og móti sér skoðun án þess að kafa ofan í efnið. Þessi lenska að kalla illum nöfnum eða gefa í skyn truflun á geði er ljótt og skilar engu nema leiðindum.
Hvaða skoðun sem menn hafa á Framsóknarflokkinum (hef aldrei kosið þá og stefni ekki að gera það) þá á vel að vera hægt að gagnrýna störf þeirra og veita þeim aðhald án þess að uppnefna þá. Annað sýnir einungis málefnaþrot.
Gagnrýnum á málefnalegan hátt.
![]() |
Hvað sagði Sigmundur Davíð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)