26.1.2015 | 07:43
Þetta verður forvitnileg barátta
Það verður spenanndi að sjá hvernig þeir ætla að fást við ESB elítuna og alþjóðabankann til að endurheimta virðingu sína. Það er alveg ljóst að landið eyddi langt umfram efni og úrvinnslan hefur verið erfið þar sem fólk hefur ekki verið í forgrunni.
Helst er hægt að binda vonir við að þetta verði mannlegra en hingað til en þegar peningar eru annarsvegar þá gleymist oft furðu fljótt hið mannlega.
Gleðilegasta við þetta allt saman er að gríska þjóðin lét ekki hafa áhrif á sig hvað það kaus sem segir manni að á endanum er ekki hægt að stjórna vilja fólks, þótt tímabundin kúgun hafi átt sér stað.
Spurningin er hvað gerist nú með ESB?
![]() |
Vill binda enda á niðurlæginguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2015 | 08:26
Vissulega ekki
Fyrr mætti nú vera að allt sé betra á öðrum stöðum en Íslandi. Gunnar Rögnvaldsson sýnir af hverju haldið er áfram að bera saman við gamla landið. Í grunninn hittir hann á punktinn að á Íslandi var fólk að bera sig saman við aðra. Þegar komið er til nýja landsins þá verður enn að bera sig saman við sama fólkið því það þekkir ekkert fólkið í nýja landinu eða sögu þess.
Því er þessi samanburður milli landa alger steypa og hefur í raun engan tilgang. Á endanum snýst þetta allt um okkur sjálf og hvernig okkur líður.
Verum ánægð með sjálf okkur!
![]() |
Auðvitað ekki allt betra hérna megin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2015 | 07:11
Kemur ekki á óvart
Mér finnst það mjög rökrétt að fólk sem flyst til norðurlandanna finnist það ekki vera útlendingar enda er þetta svo kunnuglegt umhverfi. Noregur er eins og stór útgáfa af Íslandi það er ósköp lítill munur.
Tungumálið er heldur ekki framanadi þar sem flestir hafa lært dönsku í grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig tekur ekki langan tíma að koma sér inn í málið og aðlagast aðstæðum.
Þetta er líklega ekkert ólíkt og með norðulandabúana sem flytja til Íslands. Útlitslega eru þeir svo líkir að daglega gerum við engan greinamun. Jafnvel þótt þeir læri seint málið þá er líklegra að við séum umburðalyndari gagnvart þeim. Reyndar mætti alveg gera rannsókn á því til að sannreyna tilgátuna.
Njótið þess þeir sem vilja búa í þessum löndum enda lítil breyting í raun þrátt fyrir að alltaf þarf að aðlagast nýjum aðstæðum.
![]() |
Íslendingar, ekki útlendingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2015 | 07:05
Ekki allt sem sýnist
Af fréttum úr Mogganum undanfarna daga þá talar fólk eins og þetta sé það besta sem hægt er að hugsa sér. Hins vegar er málið ekki endilega að þetta sé svona einhliða því þegar farið er að kafa ofan í málið þá er ekki allt sem sýnist svona miklu betra.
Ein staðreyndin er sú að fólk breytir oft um lífsstíl og í raun trappar sig niður frá lífsstílnum á Íslandi. Það eitt og sér getur þýtt að fólk hafi allt í einu miklu meira milli handanna.
Það breytir því þó ekki að vissulega kemur fólk aftur til Íslands af einhverjum ástæðum og það getur verið spennandi að búa um tíma annarsstaðar. Einmitt ber að varast að taka of einhliða málflutning en ef fólki líður vel þangað sem það flytur, hvað er þá vandamálið? Það er eins og sumir halda að frysta eigið augnablikið og ekkert megi breytast.
Hættum að óttast þessa flutninga og leyfum þeim að njóta sín sem geta. Hins vegar eigum við að hætta þessum samanburði á kostnaði. Hann hefur engan tilgang því lífsstíll felst í meiru en hvort að þessir hlutir séu ódýrari og aðrir dýrari. Á endanum er þetta alltaf tilfinningin um hvar okkur líður vel sem hefur úrslitaáhrif.
![]() |
Sumir flytja aftur heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2015 | 07:03
Breytir það einhverju?
Það verður fróðlegt að sjá hverju það breytir á íslenskum smávörumarkaði að nýtt nafn kemur inn á markaðinn. Staðreyndin er samt sú að innkoma Bauhaus hefur ekki breytt neinu varðandi byggingavörumarkaðinn.
Þannig að jú það er hægt að fagna fjölbreyttninni en hvort neytendur fá eitthvað fyrir sinn snúð á eftir að koma í ljós.
Fögnum ekki of snemma.
![]() |
Costco opnar á næsta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2015 | 14:44
Óskiljanleg þessi löngun inn í ESB
það er eins og Björt framtíð fylgist ekkert með því hvað er að gerast í Evrópu og halda áfram í blindni sinni að Ísland þurfi að ganga í ESB.
Öll rök sem notuð hafa verið fyrir inngöngu hafa verið hrakin svo að ekkert stendur eftir nema nýju fötin keisarans.
Það er enn hallærislegra að vísa í einhvern stjórnarsáttmála um að það sé svo heilagt að ekki megi ganga skrefið alla leið eins og talað var um í kosningabaráttunni. Stjórnarflokkarnir fengu örugglega fleiri atvkæði því þeir töluðu um að slíta þessu og koma sér úr aðildarferli. Bullið um aðildarviðræður er enn hallærislegra því þetta er ferli að aðlögun þar sem viðræður snúast um undanþágur til nokkurra ára.
Held að sé kominn tími á að þetta lið sem vill í ESB vakni af þyrnirósasvefninum og kynni sér almennilega hvað gerist í þessu ferli og hvað það þýðir að vera aðili að ESB. Komi síðan hreint til dyranna og upplýsi fólk (ekki blekki) um hvað ESB aðild þýðir. Það er enginn að fara kjósa um áframhaldandi viðræður nema tilgangurinn sé að ganga í ESB og er það sem þjóðinn vill? Nei samkvæmt skoðannakönnunum.
Skilaðboðin til stjórnarandstæðinga og ESB sinna: Hættið að blekkja fólk og upplýsið hvað í raun og veru fer fram í svokölluðum viðræðum.
![]() |
Tillaga um slit innan fárra daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2015 | 07:19
Ætli þau hafi getað fengið sömu laun?
Það er reyndar einn karlmaður svo fyrirsögnin er nú röng en spurningin er frekar hvort þau haldi sömu launum ef aftur er sótt um. Reglan hjá Reykjavíkurborg er sú að þegar starfsmaður hættir þá fylgir launasagan ekki sé byrjað á nýjum stað. Þannig að með að breyta starfsvettvanginum þá er hægt að ráða aftur inn á lægri launum.
Auðvitað væri það enn eitt svínaríið í að breyta þessum vettvangi. Þrátt fyrir voða falleg fyrirheit þá er ekki annað hægt að segja en skipulagið við breytinguna er algerlega úti í móa og helberar skammar.
Væri ekki nær að undirbúa sig betur og gera hlutina vel.
![]() |
Fötluðum konum sagt upp hjá Strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2015 | 12:20
Er ekki alltaf óvissa?
Skrýtið með svona vangaveltur að það sé ekki gert ráð fyrir að óvissa sé alltaf til staðar. Staðreyndin er sú að við getum ekki spáð neinu fyrir um framtíðina nema að ákveðnu marki. Þannig að óvissa sem gæti aukið verðbólgu gæti alveg eins ekki aukið hana.
Allt byggir þetta á ákveðnum forsendum og til að mynda um daginn var frétt frá greiningadeild banka sem taldi að verðbólga yrði lág út árið eða undir verðbólgumarkmiði seðlabankans.
Nú kemur seðlabankinn fram og segir að líklega geti spáin hjá greiningadeild bankans farið þveröfugt sem spáð var. Erum við leikmenn þá nokkru nær? Held ekki enda alltaf óvissa að spá fyrir um framtíðina.
Með öðrum orðum þá fjallar fréttin um að óvissa á vinnumarkaði setur allar spár út af laginu og það þurfi að endurskoða allt saman.
Málið er einmitt að taka öllum spám með fyrirvara.
![]() |
Óvissan gæti aukið verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2015 | 07:06
Að treysta á sjálfan sig
Í bloggi er auðvelt að amast út af allskonar hlutum og setja út á þá. Það er ákveðin kúnst að gagnrýna án þess að kvarta en benda á sjónarhorn varðandi hluti. Á sama hátt er erfitt að detta ekki í kvörtunargír og kvarta yfir hlutunum.
Hins vegar virðast margir eiga erfitt með að bera ábyrgð á sjálfum sér og treysta á þeir séu að gera góða hluti. Þannig er oft verið að fela sig bakvið lög eða að aðrir geri hlutina svona.
Á endanum er það alltaf manns sjálfs að bera ábyrgð á því sem er gert og sagt. Þannig þurfum við að treysta á okkar innsæi sé rétt en ekki benda á aðra. Ætla að enda þessa hugleiðingu á skemmtilega tilvitnum í Steve Jobs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2015 | 08:44
Á launafólk að gleypa við þessu?
Ósköp er þetta aumur málfluttningur hjá SA að hinn almenni launamaður á að sætta sig við að lepja dauðann úr skel meðan aðrir mega hækka 10x meira. Hvernig væri að SA kæmi fram og viðurkennir að laun stjórnenda eru vandamálið og ættu helst að lækka til að liðka fyrir samningum.
Svona misnotkun á fjölmiðlum er ekki sannfærandi nema gegn veikri verkalýðsforystu sem hefur ósköp lítið til málanna að leggja.
Er launafólk að kaupa svona útreikninga?
![]() |
Minna skilar meiru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)