16.1.2015 | 11:23
Vantar siðferði í stjórnir og stjórnendur
Það hefur verið nokkuð áberandi í fréttum undanfarið að stjórnir og stjórnendur virðast alveg úti að aka þegar kemur að siðferði og svona almennri hegðun. Þannig virðast þeir halda að allt sé leyfilegt og það hafi engar afleiðingar. Gott dæmi um það er klúðrið með ferðaþjónustu fatlaðra að það virðist í síðustu lög eiga að viðurkenna mannleg mistök.
Þetta einstaka dæmi sem nefnt er í fréttinni gefur svo sem ekki ástæðu uppsagnar en það er samt alltaf undirliggjandi að í málefnum fatlaðra er alltaf verið að leita eftir ódýrara vinnuafli. Þannig að fólk með reynslu er sett til hliðar og ráðið ódýrara vinnuafl. Sagt er að á bakvið það liggi rekstarleg sjónarmið en þjónustuviðmið skipta engu máli. Þannig eru fatlaðir sem þiggja þjónustuna að sætta sig við sífellt nýtt fólk og lélegri þjónustu samhliða því.
Ég legg til að lögð verði fram hvaða þjónustuviðmið eiga að liggja að baki rekstrarlegum forsendum í þjónustu við fatlaða.
![]() |
Nýbökuð móðir ekki endurráðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2015 | 08:22
Að hanna atburðarás virkar illa
Þetta er ein mesta firra sem ég hef séð lengi. Að setja út skoðannakönnun á móts við sitjandi forseta sem segist vera hættur. Alveg ótrúlegt hvað er hægt að búa til atburðarásir í kringum ekki neitt.
Mín spá er að Jón Gnarr mun ekki ná þessu frekar en síðasta hálmstrái sem reynt var að koma inn á þjóðina. Það er ekki tilbúin atburðarás að velja forseta sama hvað reynt er. Þjóðin hafnar slíku og sér í gegnum það.
Ég spái að það komi nýtt nafn sem ekki er nefnt í þessari frétt sem næsti forseti landsins.
![]() |
Ólafur myndi tapa fyrir Jóni Gnarr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2015 | 06:56
Hvað er almennt rétt að gera
Almennt séð er erfitt að ímynda sér að þetta verði niðurstaða úr kjarasamningum. Athyglisvert er að SA er búið að vera á fullu í almannasamskiptum meðan verkalýðsforustan kemur varla upp bofsi.
Líklegast er að gerðir verða samningar til styttri tíma með ca 5% launahækkun. Gerir engann ánægðan en málin reddast.
Lærdómurinn af öllu saman er að stjórnendur verða að sníða stakk eftir vexti en ekki halda að þeir geti hækkað laun sín óábyrgt eins og gert hefur verið undanfarin ár.
![]() |
Myndi valda kollsteypu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2015 | 13:09
Skrýtið að kalla múslima minnihlutahóp
Ég er sammála SUS að því leyti að ekkert tilefni er til að skoða múslima á Íslandi sérstaklega enda dæmi um Íslendinga fædda hér á landi hafi skipt um trú. Það sem skýtur skökku við er að kalla múslima minnihlutahóp.
Það er eins og verið sé að fjalla um þjóðernishóp og eiga þá ekki allir trúarhópar rétt á því að vera kallaður minnihlutahópur. Hér er sem sagt verið að fara úr einni vitleysunni í aðra.
Samkvæmt borgaralegum skilgreiningum eru trúarbrögð val hvers og eins. Þannig tilheyrir fólk engum ákveðnum hópi þrátt fyrir trúarskoðanir sínar. Ég hef aldrei heyrt talað um ásatrúmenn sem minnihlutahóp eða kristna sértrúasöfnuði.
SUS er þannig komið í sama ruglið og Ásmundur að stimpla múslima sem ákveðinn hóp.
![]() |
SUS fordæmir ummælin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2015 | 06:55
Fróðlegt að sjá hvað neytendur hagnast á þessu
Taka á upp nýtt kerfi hjá bönkunum sem á víst að spara þeim stórfé. Enginn veit hversu mikið eða hvenær þessi hagræðing kemur í ljós. Vissulega gott að auka öryggi þjónustunnar en verður það til þess að bankarnir lækka kostnað til neytenda?
Það þýðir ekkert að ákveða fyrirfram hvernig bankarnir nota hagræðinguna en óskandi væri að neytendur fengju að njóta þess.
![]() |
Sparar bönkum mikið fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2015 | 12:49
Áminning um að trúa ekki öllu
Þessi frétt er góð áminning um það að trúa ekki öllu sem heyri. Þessi spekingur, sem baðst þó afsökunar, hafði geinilega ekki hundsvit á því sem hann var að tala um. Samt kemur hann fram í fjölmiðlum og staðhæfir eitthvað sem á sér engar stoðir.
Undanfarin ár á Íslandi eru sjálfskipaðir spekingar sem oft henda einhverju fram en hafa í raun ekki hundsvit á því sem þeir eru að fjalla um. Þannig gæti einhver sagt að blogg eins og þetta væri verið að fjalla um hluti þar sem ég hef ekkert vit á (og það hefur verið sagt í athugasemdum).
Hins vegar hef ég passað mig að staðhæfa ekki um hluti en segi mína skoðun. Á því er mikill munum þótt sumir virðast horfa framhjá slíku. Ég þori alveg að standa við það sem ég hef skrifað í þessu bloggi og segi skoðun mína. Hins vegar ber ég virðingu fyrir skoðunum annarra og leyfi fólki að vera ósammála mér. Aftur á móti ef ég ræki augun í meginfirru þá myndi ég benda á það.
Förum varlega í að alhæfa og verum málefnaleg.
![]() |
Birmingham alfarið múslímsk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2015 | 06:52
Glæsilegt
Það er ekki annað hægt en að óska Jóhanni til hamingju með þennan árangur. Hann á þetta svo sannarlega skilið. Sá hann spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Airwaves og hann nær ótrúlega vel að magna upp myndræn áhrif með tónlist sinni.
Til hamingju!
![]() |
Hlaut Golden Globe-verðlaunin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2015 | 07:53
Almannatengsl samtaka atvinnulífsins
Það virðist ansi útbreitt að allir aðrir en launþegar á lægstu launum hafi almannatengsla á sínum snærum og málsvari lægstlaunuðu heyrist ekkert af. Hvernig stendur á því að stéttafélögin eru algerlega hljómlaus í þessum málum?
Svo virðist sem að verkalýðsfélögin hafi misst af lestinni er varðar að berjast fyrir launum þess lægstlaunuðu eða halda uppi málstað þeirra. Getur verið að starfsfólk verkalýðsfélaga hafi fjarlægst svona aðildarfélaga sína? Já ég held það enda er verkalýðsforustan mjög veik og áherslan virðist ekki vera launafólki til heilla.
Þeir hafa sofið gersamlega á verðinum enda uppteknir af einhverju sem skiptir litlu máli eins og ESB aðild.
Ég auglýsi eftir verkalýðsforustu sem hefur bein í nefinu.
![]() |
Samið til skamms tíma? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2015 | 07:14
Herferð samtaka atvinnulífsins
Hér er verið að reyna hafa áhrif á stjórnvöld með að stytta framhaldsskóla og ellilíeyrisaldur færist aftar. Allt í nafni þess að fólk á starfsaldri eigi að fækka svo mikið.
Hins vegar er ekkert tekið tillit til þess að of margir læri bóklegt nám þannig að skekkja verður varðandi iðnfög og ófaglærð störf.
Sem sagt málflutningurinn er einhæfur og tekur ekki inn heildarmyndina. Núna t.d. er að hefjast innflutningur á verkamönnum í byggingariðnaði vegna skorts. Vilja verktakar í byggingariðnaði ráða fólk með bóklega menntun. Í fljótu bragði, ef ég setti mig í spor verktaka, þá væri svarið neikvætt og einfalt að rekja þau rök m.a. vegna hverfa við fyrsta tækifæri.
Hvernig væri að samtök atvinnulífsins kæmi með greiningu um skort á verkafólki vegna of mikils framboðs fólks með bóklega menntun. Ætti það ekki alveg eins rétt á sér?
![]() |
Fækkun gæti hafist árið 2022 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2015 | 12:04
Hver vill vera atvinnulaus?
Held að VR ætti nú frekar að nýta féið til að koma með handbærar tillögur sem hjálpa þessu fólki aftur út á atvinnumarkaðinn. Það er engum greiði gerður að vera of lengi á atvinnuleysisskrá og eitthvað sem enginn óskar sér að þurfa í rúm tvö ár, hvað þá lengur.
Þessi hugsun um endalausan bótarétt er röng. Það þarf hreyfingu á hlutina til að komast úr sporunum en ekki leitast eftir kyrrstöðu.
VR hefur gert margt gott og bendir stundum á góða hluti en þetta er alger steypa hjá þeim.
![]() |
VR hefur stefnt íslenska ríkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)