7.1.2015 | 08:35
Hollt að stokka upp kerfi
Það hægt að gleðjast með læknum að þeir nái niðurstöðu í þessu máli og gott að heyra að þeir séu að stokka upp launakerfið. Vonandi færir það þeim sátt til að takast á við störf hér á landi en vissulega þarf í framhaldinu að stokka upp heilbrigðiskerfið og ná meiri sátt um leiðir. Tala nú ekki um skynsemi eins og að setja nýjan spítala á annan stað en hugmyndir eru uppi núna.
![]() |
Felur í sér algjöra uppstokkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2015 | 09:19
Hvað með að rannsaka innri áhrif
Öll þessi rannsókn byggir á því að ytri áhrif hafi áhrif á líf fólks. Þar með lendi fólk í vandræðum með líf sitt sem hægt væri að laga með breytingum eins og að færa klukkuna. Hins vegar er ekkert talað um innri vilja fólks eða vana þess. Flestir unglingar á framhaldsskólastigi hafa ekki mótað sér venjur til framtíðar og mótast mikið af hverjum degi fyrir sig. Þannig er tilhneiging að hlaupa á eftir öllu spennandi en ekki halda ákveðinni rútínu sem einmitt er grunnforsenda heilbrigðra svefnvenja.
Ég legg til að gerð verði önnur rannsókn og rannsakað innri áhrif þar sem kannaður er vilji fólks að breyta venjum sínum t.d. að ákveða að vakna klukkan 6 á hverjum degi. Hvaða áhrif hafa utan að komandi áhrif þá á líf fólks?
Já það eru tvær eða fleiri hliðar á öllum málum.
![]() |
Hver eru áhrif klukkubreytingar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2015 | 07:08
Hvað er aðalatriðið?
Ég hefði haldið að aðalatriðið væri að setja fram tillöguna og vinna í því að afturkalla umsóknina en ekki að ræða við stjórnarandstöðuna. Spurning blaðamanns er eiginlega ákaflega furðuleg þegar hugsað er til þess að þetta sé tillaga sem þingmenn ræða og komast að niðurstöðu.
Það er eins og þessi umsókn sé eitthvað heilög og þótt hún sé steindauð þá þurfi samþykki stjórnarandstöðu til að draga hana til baka. Dramantík evrópusinna kom reyndar strax í ljós í gær þegar leiðari Fréttablaðsins líkti þessu við að missa haldreipi í stjórn landsins. Ekkert er fjarri sanni og mætti frekar snúa þessu við að þetta er dragbítur landsins.
Verið menn og skellið þessu fram, og komið í gegnum þingið afturköllun umsóknarinnar.
![]() |
Glórulaust að ganga ekki frá málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2015 | 07:26
Hvað þýðir að vera utan ramma
Þessi frétt er svolítið óljós um hvað eigi að ná fram. Það að eitthvað sé utan ramma þýðir ekki endilega að sé ólöglegt. Þannig býður ramminn upp á að upphæðir sem eru undir ákveðnu marki þurfi ekki að fara í útboð. Hversu oft er það notað að lækka upphæð og þannig komast hjá útboði?
Vonandi skilar svona vinnu einhverri niðurstöðu um að farið sé á sveig við lög og reglur um opinbera starfssemi. Mikilvægast úr þeirri vinnu væri að einhver bæri síðan ábyrgð á því hvernig farið sé með opinber innkaup svo ekki sé dottið ofan í sama pittin aftur.
Í svona samhengi er oft talað um spillingu en slíkt þarf samt ekki að vera uppi á borðinu. Ein staðreynd er að við verslum við þá sem okkur líkar og þannig tilbúin að sveigja aðeins rammann til að viðhalda þeim viðskiptum. Hins vegar ef það er á kostnað skattgreiðenda þá er það ólíðandi.
Vonandi skilar þessi vinna góðu verklagi til framtíðar.
![]() |
Hægt að spara milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2015 | 08:01
Nýtt ár, nýjar vonir
Þegar árið er gert upp þá koma margir með nýjar vonir um að bæta eða breyta megi hlutunum. Fyrst og fremst verður að gera það út frá sjálfum sér og þegar ekki gengur betur en svo að festast í sama farinu innan mánaðar þá getur varla orðið breyting í stærra samhengi.
Ég ætla að breyta hjá mér og fyrsta verkefnið er að kvarta ekki í 21 dag. Blogg er í sjálfu sér kvörtun svo ég þarf að skoða hvernig ég blogga. Hins vegar snýr þetta fyrst og fremst að sjálfum mér og kvarta ekki yfir aðstæðum mínum. Bera fulla ábyrgð á því hvernig ástandið er hjá mér og hvernig megi lagfæra það sem ég vil lagfæra.
Segi bara: Gangið þér vel !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2014 | 09:14
Eru áramót eitthvað meiri tímamót en önnur?
Það er góður siður að gera upp ákveðin tímabil í lífi sínu og fara aðeins yfir farinn veg og horfa til næsta. Hins vegar má velta fyrir sér hvort að áramót séu endilega sá tími. Sá sem setur sér markmið þá skipta áramót engu máli í því samhengi þar sem marmiðið fær ákveðinn tíma, það viðmið getur verið hvað sem er.
Hins vegar eru áramót góður viðmiðspunktur fyrir alla sem geta þannig sett viðmið við ákveðna dagsetningu. Ólíkt er hvernig gengur hjá fólki og hvernig það taki því hvernig gengur hjá því. Þannig er hægt að gleðjast með sumum meðan aðrir gera fátt og svo eru enn aðrir sem ekkert virðist ganga hjá.
Það eru samt engin endalok að ekkert virðist ganga upp því hlutirnir breytast. Ekkert er endanlegt hvort sem gengur vel eða illa. Hvernig við bregðumst við hlutunum er það sem skilgreininir okkur en ekki hvort gekk vel eða illa.
Óska öllum gleðilegs árs og gangi sátt í að fást við tilveru sína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2014 | 09:33
Að kaupa fjölmiðil eða eitthvað annað
Að kaupa fjölmiðil í dag er ekki góð fjárfesting þar sem alltof lítið fæst upp í fjárfestinguna. Það getur vel verið að menn eigi sér draum um stórveldi í anda gömlu fjölmiðlanna en þeim tímum er lokið.
Til að mynda nú um áramót er verið að taka saman vinsælustu fréttirnar og hverjar eru þær. Jú þær sem skipta minnstu máli og hafa lítið að segja um okkar daglega líf.
Er nema von að maður spyr sig: Hvað er Sigurður G. að kaupa?
![]() |
Sigurður G. keypti 10% hlut í Pressunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2014 | 08:13
Skrýtið hvernig ríkiskerfið blæs sífellt út
Það er reyndar í eðli sínu hlutir eins og heilbrigðismál sem blása sífellt út og stækka einfaldlega vegna þess að fólki í landinu fjölgar. Hvort sú aukning sé umfram fólksfjölgun þekki ég ekki en þó er alveg ljóst í orðum Vigdísar felst samt mikill sannleikur.
Þannig er að alltaf er reynt að fá meira og gera meira úr stofnunum en þær hafa tilefni til. Sem dæmi má nefna Fiskistofu. Nú eða að stofnanir eru uppteknar að öðru en þær ættu í raun að sinna eins og Hafrannsóknastofnun.
Þegar farið er fram á aðhald þá hefur verið lenskan að tala um sparnað. Slíkt er fjarri lagi heldur að þetta er almannafé og stjórnendum ber að fara vel með féið á eins hagkvæman hátt og hægt er. Það er engin augljós lausn við þessu nema stjórnendur séu dregnir til ábyrgðar.
![]() |
Hagsmunaöfl í vegi hagræðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2014 | 09:59
Er Jón Gnarr gott forsetaefni?
Vissulega er engin áskrift að embætti forseta landsins og þeir sem gefa svona hálfkveðnar vísur um embættið hafa yfirleitt ekki náð þar inn. Þetta hefur lítið með Jón Gnarr sem slíkan að gera því hann fær án vafa fullt af atkvæðum. Hins vegar er líka fullt af fólki sem hefur enga trú á honum í þetta embætti.
Embættið er svo sem ekki valdaembætti í þeim skilningi að það hafi bein áhrif en núverandi forseti hefur beitt sér og haldið trú við íslenskt lýðræði. Mun Jón fylgja þeirri braut eða mun Jón fylgja ákveðnum pólitískum línum líkt og hann gerði í borgarstjórastólnum?
Það er ekki nóg að vilja fara í embætti forseta með gríni. Þetta hefur meiri merkingu fyrir almenning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2014 | 06:52
Hvað höfum við að gera við svona marga ráðherra
Þessi lenska að Íslendingar þurfi svona marga ráðherra er algerlega óskiljanleg. Það er ekki beint séð að það skili betri árangri í stjórnsýslunni. Það væri óskandi að samhliða fjölgun ráðherra færi fram vinna sem sýndi fram á tilganginn og hverju þetta skilar.
Ef ekki þá er einungis verið að eyða almannafé en nóg er af slíkri lensku hjá stjórnamálaflokkum landsins. Þetta minnir á að sífellt er verið að búa til fleiri deildarstjórastöður þótt ekkert sýni fram á að starfssemi batni við það. Þetta er gert án þess að þurfa að sýna fram á hver tilgangurinn er eða hvort þetta skili betra starfi hjá stofnuninni.
Það væri óskandi að stjórnvöld tækju sig til að kæmu með uppstokkun á opinberum störfum og fari fram á að starfsfólk sýni hverju það skilar.
![]() |
Breytingar líklegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)