23.12.2014 | 07:21
Það er kappsmál lífeyrissjóðanna að halda verðbótum
Það kemur svo glögglega í ljós í þessari frétt að aðalstuðningsaðili verðtryggingar eru lífeyrissjóðirnir enda segir þar að allar skuldir eru verðtryggðar en ekki nema 60% af tekjunum. Forsenda alls er samt alltaf lág verðbólga og fyrir því eiga lífeyrissjóðirnir að berjast.
Með þessu ná þeir að ávaxta umfram lögbundna skyldu sína en allt það fólk sem hefur amast yfir verðtryggingunni það fær engu breytt fyrr en skrúfað er á lífeyrissjóðina. Verðtryggð lán verða ekki afnumin nema lífeyrissjóðirnir fái ekkert um það að segja. Hingað til hefur það sýnt sig að sjóðirnir eru með vinninginn þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna.
Lífeyrissjóðirnir eru úr sér gegnir og hafa of mikil tök í atvinnulífinu og á stjórnmálamönnum. Líklega var þetta nauðsynleg leið á sínum í tíma en afleiðingin er að búið er að búa til skrímsli sem hefur of mikil áhrif á þjóðfélagið.
Það er engin ein leið rétt en lífeyrissjóðakerfið eigum við að leggja niður í núverandi mynd.
![]() |
Eignirnar aukast um 200 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2014 | 07:34
Í hverju felast þolmörkin
Ekki gefur fréttin almennilegar upplýsingar um erindið en fyrsta spurningin sem kemur upp i hugann er í hverju felast þolmörkin? Er það að hafa mannafla til að sinna ferðamönnunum? Er það að náttúran þolir svona mikla tröðkun á sér án þess að neitt stórvægilegt gerist?
Út frá fjölda ferðamanna þá er hægt einhliða að segja - já við getum tekið við fleiri ferðamönnum. Út frá fólkinu sem býr hérna þá er ekki endilega sama svar. Hvað með andlegu hlið fólksins. Sem dæmi má taka Ibiza á Spáni sem ungu fólki frá Bretlandi tókst að rústa sem ferðamannastað. Það var ekkert mál að taka á móti fjöldanum en hins vegar komu flestir á stuttu tímabili og mikil vandræði fylgdu skemmtanalífinu. Niðurstaðan varð að hinn almenni ferðamaður hvarf og eftir stóð sviðin jörð.
Þannig að við getum tekið við fleiri ferðamönnum en hvaða afleiðingar hefur það ef við dreifum þeim ekki meira um landið. Á hvaða forsendum eru þessir ferðamenn að koma? Réttilega bendir í fréttinni að það þarf jafnvægi og þess vegna þarf að komast úr gullgrafahugsuninni og sjá þetta í stærra samhengi.
![]() |
Ísland langt frá þolmörkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2014 | 14:40
Það er þetta með ekki
Það er mjög auðvelt að festa í lífsstíl þar sem ekki ræður för - af hverju get ég ekki ... Það er líka mjög auðvelt að festa í lífsstíl þar sem allt er ómögulegt og hægt að amast yfir öllum sköpuðum hlutum.
Þess vegna kemur spurningin af hverju er svona erfitt að lifa lífsstíl þar sem ég get ... Hópur í þjóðfélaginu, sem telur sig merkilegan og risastóran en er hvorugt, lifir eftir þeirri kennisetningu að allt sé ómögulegt á Íslandi og það sé engum hollt að búa þar. Samt sem áður búa margir af þessu hér á landi og virðast ekkert vera að hafa sig á braut.
Ég spyr hvers vegna að lifa í svona umhverfi sem hefur svona neikvæð áhrif á einstaklinga. Það er engum hollt eða gott að sjá allt það versta í kringum sig en gleyma að njóta augnabliksins. Það er einmitt með þetta "ekki" sem fær að ráða för.
Hvers vegna lifum við ekki án ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2014 | 08:47
Menntun er ekki ávísun á starf
Eitthvað hefur nú skolast til í fréttinni hvernig niðurstöður eru fengnar í þessari doktorsritgerð. Menntun ein og sér er engin ávísun á starf en hins vegar gefur menntun mun meiri möguleika á að sækjast eftir ólíkum störfum.
Einstaklingur þarf alltaf að hafa jafn mikið fyrir því að fá starf en með litla menntun eru mun meiri möguleikar á einhæfum störfum. Hins vegar vantar samt í þessa greiningu að fjölbreytileiki starfa á Íslandi býður ekki endilega upp á störf fyrir fólk með menntun. Hvað gerir fólk þá?
Málið er einmitt að það eiga ekki allir að mennta sig og það þurfi líka að hlúa að þeim sem eru með litla menntun. Þessir einstaklingar eru mikilvægir á atvinnumarkaði og svona greining hljómar svolítið einhliða. Vil samt ekki leggja neinn dóm á þetta fyrr en ég hef lesið ritgerðina en vissulega þarf alltaf að taka ákveðna stefnu þegar svona verkefni er unnið.
![]() |
Atvinnumöguleikar ráða ákvörðunarvaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2014 | 06:16
Góðar fréttir fyrir heimilin
Það eru góðar fréttir fyrir heimilin að eldsneytisverð lækkar og þar með kemur forsenda til að lækka annað eins og vöruverð vegna lægri flutningskostnaðar. Ekki er víst að heimilin fái að sjá það í buddu sinni en allavega þannig að vöruverð hækkar ekki í krónutölum.
Líklegast reyna fyrirtæki að draga þetta svigrúm til sín og Gildi er þegar búið að því með að hækka vexti á breytilegum lánum hjá sér. Bankarnir hafa líka aukið vaxtamun hjá sér. Flutningsfélög hafa lækkað hlutfallsáhrif olíu á verð hjá sér og verður fróðlegt að sjá hvernig það hefur áhrif á vöruverð.
Þótt skammtímaáhrif á vöruverð verði ekki endilega sýnileg þá má búast við langtímaáhrif að vöruverð haldist í stað. Þess vegna er mjög mikilvægt að verkalýðsforustan haldi að sér höndum og krefjist ekki mikilla launahækkanna. Geri frekar styttri samninga og sjái hverju framvindi. Það er ekki allt fengið með krónutöluhækkun launa.
Lítum til lengri tíma, það kemur öllum til góða.
![]() |
Sparar á annan tug milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2014 | 07:12
Ekki verkamannabústaði aftur
Það hefur sýnt sig aftur og aftur að sér úrræði í húsnæðismálum með of háu lánahlutfalli gengur ekki upp. Það skilur eftir sig mun fleiri sár heldur en lausnir.
Gylfi ætti að taka formann VR sér til fyrirmyndar sem vinnur út frá staðreyndum og skilur hvað það er sem skiptir almenning meginmáli í daglegu lífi. Að benda á hluti hvernig fyrirtæki draga til sín fé á kostnað almennings. Gylfi vinnur út frá hugmyndafræði sem hefur sýnt sig að er úr sér gengin og það þurfi að koma inn aðrir þættir til bæta hag launafólks.
Aðalatriði launafólks í dag er lág verðbólga og að hóta verðbólgusamningum er ekki leiðin.
![]() |
Setja úrslitakosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2014 | 21:27
Að fræða felst í að sækja
Eitthvað fer þetta nú rangt út úr blessuðum fulltrúum VG í borgarstjórn. Á sama tíma og sagt er að eigi að fræða þá má ekki heimsækja. Þetta er alger þversögn og langt út fyrir verksvið borgarfulltrúa.
Skólastjórnendur ákveða að fara í heimsókn í kirkju. Foreldrar eru látnir vita með fyrirvara og gefið tækifæri á að barnið fari ekki í heimsókn. Séu margir sem hætta við þá er auðvitað forsenda heimsóknar brostinn en ef á hinn bóginn fáir hætta við hver er þá tilgangurinn að allir missi af.
Það er mjög lífgandi að fara út úr skólastofunni og fræðast annarsstaðar. Það er síðan foreldranna að vinna úr því með barninu sem var heimsótt. Innlegg Lífar og fleiri snýr einmitt að því að frýja foreldra þá ábyrgð að spjalla við barnið um það sem það sér, lærir og upplifir.
Með þessu er verið að snúa fjölmenningu algerlega á hvolf því fjölmenning snýst um að fræða, sjá og skilja ólíka hluti en ekki banna.
![]() |
Deilt um kirkjuheimsóknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2014 | 08:24
Vantar fleiri úrræði
Greiðsluvandi getur verið margskonar og er alls ekki einsleitt hvernig komið er hjá fólki. Þannig lenda sumir í tímabundnum greiðsluvanda meðan aðrir ráða ekkert við skuldir. Á sama hátt eru sumir sem missa sig en geta leiðrétt sig meðan aðrir þurfa meiri aðstoð.
Því er svo skrýtið að úrræðin sem umboðsmaður skuldara býður upp á eiga ekki við fyrr en í alger vanefni er komið. Ef komið er þangað án þess að allt sé komið í vitleysu þá er ekkert hægt að gera.
Með öðrum orðum það vantar úrræði sem grípa fyrr inn í og veita fólki aðhald. Líklega má segja að það sé bankanna að stoppa fólk af en samt sem áður er mjög auðvelt að fara framhjá því með að skipta við margar stofnanir.
Einnig má velta fyrir sér hvort ekki þurfi að upplýsa fólk betur um neyslu og hvað sé hægt að leyfa sér. Þrátt fyrir hærri laun í Noregi þá leyfir fólk sem fer þangað sér alls ekki það sama og á Íslandi. Af hverju ætli það stafi. Jú það er eitthvað sem stoppar fólkið af. Margar ástæður eru fyrir því s.s. að neysla sé minni í þessum löndum, dýrt að fara á milli og erfiðara er að fá lán fyrir neyslu.
Þetta er alltaf spurning um að sníða sér stakk eftir vexti en virðist mörgum ofviða hér á á landi.
![]() |
Geta ekki rekið heimili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2014 | 10:26
Gott að leggja fram hugmyndir
Þetta er allavega hugmynd til að ræða betur heldur en sífellt að gera ráð fyrir að ríkiskassinn sé vettvangurinn.
Í raun er hugmyndin mjög góð og hægt að útfæra svipað og hollvinir háskólans. Fólk borgar af því að það vill styðja þetta en er ekki neytt til þess.
Fleiri hugmyndir, án útborganna úr ríkiskassanum, er vel þegnar.
![]() |
Dr. Gunni: Vandi RÚV leystur með frjálsum framlögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2014 | 09:14
Ganga hægt inn um gleðinnar dyr
Þessi orð eiga alltaf við hvort sem við erum að skemmta okkur, njóta góðra veiga eða fjárfesta. Ferðaþjónustan þarf að hamla sig eða er það kannski bankakerfið sem þarf að hamla sig.
Það var alveg þekktar sögur fyrir hrun að bankakerfið var að ýta viðskiptafólki í allskonar fjárfestingar sem síðar sýndi sig að enginn grundvöllur var fyrir. Þannig fóru mörg stöndug fyrirtæki í alger vandræði vegna fjárfestinga eða stækkunar.
Það þarf að slaka aðeins á í fjárfestingum í ferðaiðnaðinum.
![]() |
Varað við kerfishættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)