25.11.2014 | 07:06
Aukið fé ríkissjóðs vonandi nýtt sem best
Það þarf að nýta aukið fé í ríkissjóð á skynsamlegan hátt án þess að missa sjónar af markmiðinum. Vonandi nýtist aukið fé á spítalanum til að efla stjórnskipun spítalans því hún virðist ekki síður fara fallandi með sífelldum sparnaði undanfarin ár.
Eðli spítalans er að sífellt þarf að auka fjárframlög og þess vegna þarf að vera á hreinu hvernig fjármagnið nýtist sem best og stjórnskipun sé skýr. Líklegast væri best að ráðuneytið tæki sig til að gerði þessa úttekt.
Mín skoðun er að nýr spítali eigi að rísa við Borgarspítala víst borgin er svona upptekin að reisa íbúðarhúsnæði upp á Höfða. Líkt og með stjórnsýslu þá þarf að vera gott aðgengi og núverandi Landsspítalalóð býður ekki upp á slíkt.
Sumir þurfa lyf og það er gott að komast á móts við þann hóp en það þarf líka að efla eftirlit með útskriftum á lyfjum því varla er það svo flókið þar sem allt er orðið rafrænt.
Nýtum peningana vel.
![]() |
Milljarður í Landspítalann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2014 | 10:53
Tek hattinn ofan fyrir þeim
Ég tek hattinn ofan fyrir þeim að hafa náð samkomulagi og ekki síður stjórninni að reyna ekki einhverjar krúsidúllur (ef svo má að orði komast). Vona helst að þetta sé upphaf að skýrum skilaboðum um að almenningsfyrirtæki eru fyrst og fremst í þjónustu almennings en ekki einkahagsmuni stjórnenda.
Sá næsti sem tekur við á að gera sér grein fyrir að þetta er almenningsfyrirtæki sem þjónustar almenning en ekki einkahagsmuni. Vona líka að stjórnin sjái það og geri viðeigandi ráðningasamninga er miða við að þetta séu peningar almennings sem eru notaðir til að reka fyrirtækið. Bílahlunnindi þurfa þannig að koma skýrt fram í hvaða tilgangi þau eru og hvernig bílinn er notaður. Það er ekkert sjálfgefið að starfsmenn í almenningsfyrirtækjum hafi bíl til einkanota. Allt annað sé bíl á vinnustað til nota. Bíll sem fyrirtækið á og er notaður á vinnutíma.
Megi þetta vera upphafið að öguðum rekstri almenningsfyrirtækja.
![]() |
Reynir hættir hjá Strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2014 | 09:44
Efast um að eitthvað verði gert afturvirkt
Vissulega eru það ekki réttar upplýsingar að leggja út með greiðsluátlun og miða verðbólgu við 0%. Það er alveg ljóst á þessum úrskurði að það eigi ekki að vera samþykkt leið en lesa má að miða þurfi við verðbólgu hvers tíma fyrir sig.
Gæti orðið svolítið flókið að þurfa sífellt að koma með mismunandi verðbólgutölu þannig ég sé frekar fyrir mér mismunandi uppsetningar. Þannig sé sett fram með engri verðbólgu, núverandi verðbólgu og 5% verðbólgu eða hærra. Það sé svona leið til að neytandinn geti áttað sig á hvað gerist fari verðbólga upp.
Það er samt engin lausn fyrir verðbætt lán þar sem aðalatriðið er að aftengja verðbætur sem eign líkt og nú gerist. Verðbætur á lán er í raun ekki eign fyrr en búið er að borga verðbæturnar. Þannig á "eignin" sem myndast með verðbótum ekki að hækka eignareikning bankanna sem sjá þá möguleika á endurlána út frá ímyndaðri eign.
Sem dæmi má nefna að fyrir bankahrun þá skráði útrásarfyrirtæki verðbréf í efnahagsreikning eftir hlutabréfaverði. Síðan þegar hlutabréf lækkuðu þá allt í einu var tekið upp á því að skrá eftir nafnverði hlutabréfi. Þetta er víst löglegt en af hverju er ekki það sama upp á teningnum með skuldabréf? Ég get ekki skráð mín lán á nafnverði heldur er skráð heildarskuld.
Með því að skikka banka til að skrá skuldir á nafnverði þá kemur hin sanni rekstarhagnaður í ljós og eignamyndunin sem á sér stað með verðbótum er ekki til staðar. Þannig geta bankar ekki lánað út á ímyndaðan hagnað. Nú ætla ég ekki að staðhæfa að það virki en mín trú að þetta sé leið til að stoppa bankana í að lána of mikið og þar með auka verðbólgu. Þannig að bankarnir hafi ekki hag af verðbólgu.
Vil enda á því að óverðtryggð lán eru verðbætt í annarri mynd svo að þau ein og sér eru ekki lausn við verðtyggðum lánum.
![]() |
Ekki má miða við 0% verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.11.2014 | 06:52
Að standa í lappirnar
Stjórnmálamönnum virðist lítið ágengt að standa í lappirnar og halda út því sem lagt er til. Vissulega má færa mörg rök fyrir því að hækkun virðisaukaskatts á mat sé ekki sniðug leið en það verður spennandi að sjá hvaða útfærsla verður á þessu.
Mér finnst þessi hækkun lítið skref í stað þess að fella út vörugjöld. Verslun þrífst mun betur í færri gjöldum svo að þessi hækkun virkar frekar lítil í raun þegar til lengri tíma er litið.
Málið er að fólk þarf að standa betur vaktina og veita verslun aðhald að hækka verð ekki of mikið. Íslendingar eru of passívir í þessum efnum og með lítið úthald.
Sjáum tillögurnar og metum síðan hvað þær gera.
![]() |
Rætt um 11% skatt á mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2014 | 10:53
Verkfallsréttur hálaunastétta
Samkvæmt því að vera launamaður eiga allir að eiga rétt á að fara í verkfall til að undirstrika launakröfur sínar. Það er samt athyglisvert að láglaunastéttir eru að fara fram á lítið meðan hálaunastéttir setja miklar kröfur og fara í verkfall til að sýna mikilvægi sitt.
Þarna er einmitt komið hrópandi misrétti í verkfallsréttinn því sá láglaunaði á erfitt að lifa í löngu verkfalli líkt og tónlistakennarar með hálaunafólkið finnur lítið fyrir þessu.
Verkfall prófessora er sett á versta tíma fyrir nemendur til að flestir finni fyrir þessu. Eigin hagsmunir prófessora sem telja sig þurfa mun hærri laun þrátt fyrir ókeypis aðgengi að efni hljómar frekar þunnt. Samfélagið á ekki að púkka upp á launamissinn sem er að koma til vegna minni tekna af útgefnu efni.
Þegar hlustað er á málflutning hálaunastétta varðandi verkfall (prófessorar, læknar, flugmenn) þá er eins og annað en laun séu aðalatriðið. Er kannski þörf á að koma hreint til dyra?
![]() |
Verkfall kæmi í veg fyrir útskrift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2014 | 10:04
Allir vilja sneið af kökunni
Við fyrsta lestur fréttarinnar mætti halda að allir vilji stærri sneið af kökunni með aukningu ferðamanna en þegar betur er að gáð er þetta reyndar hið besta mál. Með því að opna meira á ferðir beint til Egilsstaða og Akureyrar þá dreifast ferðamenn meira og það nýtist landinu í heild sinni betur.
Skemmtiferðaskipin sem koma stoppa það stutt að ferðamennska með gistingu nýtist ekki eins vel. Því þarf fleiri valkosti og einmitt með að opna flugvellina opnast fleiri möguleikar þar sem ferðamennska á austurlandi er með aðrar áherslur en ferðamennska á suðurlandi.
Þannig að við betri skoðun þá er gott mál að þessi svæði séu að sameinast um áherslur og benda á útvíkkun ferðamennsku á Íslandi. Möguleikarnir eru margir og þess vegna þarf að nálgast það með opnum huga. Að dreifa ferðamönnum meira um landið kemur þjóðinni allri til góða.
![]() |
Einnar gáttar stefna skaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2014 | 06:54
Byrjum á að breyta fiskveiðiráðgjöfinni
Það er staðreynd að Íslendingar hafa svolítið dregist aftur úr beinni sölu á fiskafurðum en höfum hins vegar þróað þeim mun meira af hliðarvörum. Þannig fylgir ekki fréttinni hvað felst í þessum tölum og hvort eigi við beinan útflutning eða heildarútflutning sem inniheldur allar vörur sem af sjávarútvegi skapast.
Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að meðan Norðmenn og Færeyingar færast frá rannsóknakerfi sem Íslendingar nota þá eykst afli þeirra. Afli Íslendinga minnkar sífellt því fiskveiðiráðgjöfin þróast ekki í takt við aðrar þj́óðir. Hér er verið að notast við eftirá aðferð sem gefur vísbendingu um veiði úr afla en er afar takmörkuð að spá fyrir um hversu mikið megi veiða.
Ef ekki er ætlunin að uppfæra fiskveiðiráðgjöf í takt við aðrar þjóðir þá drögumst við aftur úr enn frekar. Hversu mikið af fiski í sjónum er ekki einkamál Hafrannsóknastofnunar og sé vilji að hafa fiskiráðgjöf á vísindalegum grunni sem er síbreytilegur þá þarf heldur betur að gera breytingar.
Byrjum á grunninum og breytum fiskveiðiráðgjöf og þá náum við að eflast í takt við nágrannaþjóðirnar.
![]() |
Erum að dragast aftur úr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2014 | 07:29
Hvað þýðir að fara um á hjóli?
Samkvæmt þessari könnun ættu fleiri að fara um á hjóli en með strætó. Það rímar illa við að oftast eru einhverjir í strætó en sjaldan sést hjólreiðamaðurinn. Á hádegi í gær var teljarinn við Suðurlandsbraut með 112 hjólreiðamenn í hádeginu. Hvernig fer sú tala saman við 8 prósent?
Hér vantar nánari skýringu í fréttina að þótt 8% fólks eigi hjól og noti reglulega þá er það ekki daglegur ferðamáti. Þannig þarf könnunin einnig að spyrja um daglega notkun og lengd með farartæki. Ef flestir þeir sem hjóla fara innan við kílómeter þá hefur það engan tilgang að setja hjólabrautir út um allt. Nær væri að breikka gangstíga.
Það væri óskandi að fyrirtæki sem gerir svona könnun geri hana af meiri nákvæmni því stjórnmálamenn lepja um svona kannanir hráar og telja þær segja mikinn sannleik. Það er langt frá sannleikanum en gefur vísbendingu um í hvaða átt hlutirnir eru að hreyfast. Miðað við það þá er lítil breyting síðan síðast.
Nú er lag að gera nákvæmari könnun og vita hvað þýðir svona ferðamáti.
![]() |
Fleiri vilja halda í flugvöllinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.11.2014 | 10:39
Á Reykjavík að verða steinklumpur?
Það virðist vera stefnan hjá Reykjavíkurborg að byggja á hvaða græna fleti sem má finna í Reykjavík. Mér segir svo hugur að þetta sé ekki góð staðsetning að búa á einfaldlega vegna þess að það er stutt í stórar umferðaæðar sem dregur úr ágæti hverfisins.
Bryggjuhverfið í Grafarvogi er ekki spennandi hverfi og virkar hálf misheppnað. Það leit svona svaka vel út í grafískri mynd á sínum tíma en virkar í dag drungalegt og dauft. Þar á átti að vera svo mikið líf og blómstrandi byggð. Raunveruleikinn varð allt annar. Það segir mér hugur að í þessu tilviki verður það líka.
Eru Reykvíkingar virkilega sáttir við að gera höfuðborgina að einum allsherjar steinklump?
![]() |
100 milljarðar í nýtt hverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2014 | 08:14
Læknar eru ekki einsleitur hópur
Helsta vandamálið í deilu lækna fyrir launahækkun er að þetta er ekki einsleitur hópur. Þannig hefur kandidátinn mjög lág laun miðað við sérfræðinginn enda mjög ólík störf. Með því getur hálauna sérfræðingurinn ekki verið að fara fram á sömu hlutfallshækkun og kandidátinn. Það er vonlaus málstaður og enginn sátt um það í samfélaginu.
Lausn deilunnar er að læknar hætti verkfalli gegn því að hækka einungis kandídatslaun umfram hækkun annarra lækna. Eftir það er síðan farið í innra skipulag spítalans og það endurhannað. Laun eru einn hluti en það er líka svo greinilegt á öllum málatilbúningi að innra skipulag er í molum og finna þarf leiðir til að bæta afstöðuna.
Vonandi koma læknar sér fljótt niður á jörðina.
![]() |
Ekki þjóðarsátt um tiltekinn hóp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)