3.12.2014 | 08:17
Hver kaupir?
Í svona frétt má ætla að alveg jafn mikilvægt sé að fá vitneskju um hver kaupir. Landsbankinn er í eigu ríkisins og þess vegna ættu upplýsingar um hver kaupir að liggja frammi.
Séu t.d. lífeyrissjóðir að kaupa þessar eignir eru þeir að stækka eignir sínar en verða um leið enn stærri á fyrirtækjamarkaði hér á landi. Er það æskilegt?
Ósk um vitneskju hver kaupir.
![]() |
Tugmilljarða eignasala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2014 | 23:46
Leggjum Fiskistofu niður
Það mætti alveg eins segja að það sé óskiljanlegt glapræði að halda úti Fiskistofu því allt sem stofnunin gerir er hægt að færa undir aðrar stofnanir. Þetta er eftirlitsstofnun fyrst og fremst og að það þurfi að vera sérstofnun er engan veginn í takt við tímann.
Það er mjög eðlilegt að breyta stofnunum og leggja þær niður eða breyta. Á sínum tíma fannst mönnum þörf á þessari stofnun en með tímanum er sífellt minni þörf fyrir hana. Að það þurfi að halda úti forstjóra fyrir 20 manna eftirlitsstofnun er alger óþarfi. Til lengri tíma er mun skynsamara að færa verkefnin inn í aðrar stofnanir.
Fyrir utan það þá segir fyrrverandi forstjóri að þekking starfsmanna glatist. Þekking starfsmanna á ekki að vera einkamál þeirra. Þetta er ríkisstofnun og hlutverk og verk þeirra á að vera hægt að sinna af öðrum með stuttum fyrirvara. Annað er óeðlilegt því ríkisstörf eru fyrst og fremst þjónusta en ekki einkafyrirbæri.
Fækkun stofnanna er þjóðþrifamál.
![]() |
Flutningurinn óskiljanlegt glapræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2014 | 06:58
Eðlilegra að skera niður
Ef halda á úti óbreyttri mynd á rekstrarformi RÚV þá er eðlilegra að skera niður. Forstjóri Netflix lét hafa eftir sér að hann spáir að hefðbundið dagskrársjónvarp verði hætt innan 16 ára.
Að mörgu leyti er þetta rétt mynd hjá honum er varðar hið hefðbundna dagskrárform og því væri mun eðlilegra að skera niður RÚV og fá það til að sinna hlutverki sínu. Eðlilegt er að sinna menningu og talþættir eiga ekki endilega heima í sjónvarpi þar sem útvarp getur sinnt slíkum þáttum.
Leikið efni, heimildarþættir, útsendingar frá atburðum, sýna fólkið í landinu eru menningarþættir. Þessu fylgja líka spurningaþættir. Þættir eins og óskalög landans finnst mér lélegt efni því þar er verið að útsetja lögin upp á nýtt. Mun nær væri að sýna vaxtabrodd tónlistarsköpunar sem nóg er af. Til að mynda hefur Jóhann Jóhannson fengið frábæra dóma fyrir verk sín. Heimildarmyndin um The Myners' Hymns er gott dæmi um menningarhlutverk sem RÚV sinnir illa. Hvað varð um allar heimildarmyndir á RÚV?
Mín niðurstaða er að eigi að auka framlög til RÚV þá á það að vera í formi þess að sinna menningarhlutverkinu og minnka framlög til sjálfhverfra þáttastjórnenda.
![]() |
Hætti við niðurskurð til RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2014 | 06:42
Í góðu lagi að setja mörk
Það mætti setja svona mörk á miklu fleiri stöðum í ríkiskerfinu. Menn æða áfram og fara helst fram úr fjárlögum til þess eins að geta sníkt meira, og það hefur beinlínis verið sagt.
Rekstur eins og spítali og málefni fatlaðra er ljóst að er málaflokkur sem bólgnar hægt og bítandi út. Þannig að aðhald þar snýst um að nýta peninginn sem best. Apparat eins og Rúv ætti ekki að stækka í sífellu því það sinnir svo illa hlutverki sínu og þegar það ætlar þangað þá allt í einu eru ekki til peningar.
Fréttir eru langt því frá að vera eins mikilvægur þáttur og áður enda óspart orðinn bitbein í pólitískum átökum. Þáttur um mannlegt líf er mest í formi spjallþátta en lítið verið að taka þátt í lífinu með fólkinu.
Fyrst og fremst þarf RÚV að hætta að sjá sig sem miðpunkt sem allir fylgjast með og fara taka puttann á púlsinum hjá þjóðinni. Þegar stofnunin tengist betur þjóðinni, næst sáttin, og hún verður ákveðinn miðdepill í þjóðfélaginu.
Þannig RÚV breytist og þjónið fólkinu.
![]() |
Selji eignir eða rifi seglin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2014 | 08:24
Stórmerkilegt gos
Þetta eldgos er alveg stórmerkilegt. Frá því farið var betur að fylgjast með eldgosum þá hefur þjóðin ekki orðið vitni að svona eldgosi. Upplýsingarnar sem vísindamenn fá eru svo miklar að það tekur mörg ár að vinna úr þessu.
Annað merkilegt er að á Íslandi er von á allskonar eldgosum og lítið hægt að segja til um hvernig framvinda verður. Kannski finnst fólki það skrýtið en jarðlögin eru svo ung að á öllu er von.
Óvíst er hvort að þjóðin upplifa annað eins gos á næstu árum eða áratugum en þó gæti samt gosið mun oftar en áður og enginn veit i raun hvar getur gosið. Það getur gosið í Bárðabungu eða bara allt annarsstaðar.
Hvar ætli gjósi næst?
![]() |
Öflugt eldgos í þrjá mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2014 | 15:07
Af hverju að þráast við að kalla þetta miðbæ?
Get engan veginn skilið þessa þráhyggju að kalla þetta miðbæ. Fyrir íbúa höfuðborgasvæðisins er ekkert eftirsóknavert að fara þarna og versla því úrvalið er svo einhæft. Raunveruleikinn er að þetta er úthverfi fyrir flesta íbúa Reykjavíkur.
Það er varla þverfótað þarna fyrir matsölustöðum og börum, minjagripaverslanir og sérhæfðar fataverslanir. Það er ekkert fyrir hinn almenna kaupanda höfuðborgasvæðisins að kaupa og þvi er í raun rangnefni að kalla þetta miðbæ. Þegar farið er þarna niður eftir þá er líf í Austurstræti sem nær rétt upp að Klappastíg. Eftir það dalar hratt úr öllu. Skólavörðustígurinn sker sig samt úr og er í raun að taka við sem skemmtilegri verslunargata. Líklega stafar það af því að ferðamenn fara mikið upp að Hallgrímskirkju.
Ég legg til að förum að kalla þetta eitthvað annað en miðbær. Nær væri að kalla þetta bæinn og þannig er hægt að segja fara í bæinn, niður í bæ o.s.frv.
![]() |
Synd fyrir miðbæinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2014 | 23:08
Til hvers áhyggjur af svefni?
Svo ég vitni í Dale Carnegie þá sagði hann að það væri óþarfi að hafa áhyggjur af svefni. Í rauninni stöfuðu áhyggjurnar að svefnleysinu. Það mætti alveg benda þessari konu á að hvergi hefur verið sýnt fram á að átta tíma svefn sé nauðsynlegur og í raun hafi fólk mjög mismunandi svefntíma. Þannig getur 6 tíma svefn verið nóg fyrir fólk.
Churchill hafði þann háttinn að vinna 16 tíma á dag og lagði sig 2x í 20 mín yfir daginn. Þannig hélt hann orkunni.
Þannig að ef fólki er svona umhugsað um hádegistímann þá legg ég til að það vakni klukkustund fyrr og fari að sofa klukkustund fyrr. Við hin sættum okkur alveg við fastan tíma.
![]() |
Mjög brýnt að seinka klukkunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2014 | 07:10
Dæmi um velheppnaða markaðssetningu
Það að selja sérstakan jólabjór er ekkert annað en vel heppnum markaðssetning því þessi bjór er oft ekkert merkilegri en venjulegur bjór. Með því að búa til sérstakan bjór fyrir ákveðin tíma þá hefur tekist að selja meiri bjór en tilefni stendur til.
Að bjór sé svo merkilegur drykkur að ég þurfi að sulla í þessu lon og don finnst mér reyndar ekkert voða spennandi. Þarna fæ ég nýtt bragð. Líkt og með þorrablótin sem snerust um mat sem flestum fannst vondur að þá var velheppnuð markaðssetning sem kom þessu á nýjan stall.
Í grunninn snýst þetta allt um að hitta annað fólk og hafa gaman. Bjór, þorrablót, jólamatur eða annað er bara umgjörð.
Góða skemmtun!
![]() |
Sala á jólabjór hefur aukist um 5.850% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2014 | 06:55
Vonandi koma þá skynsamir kröfur
Samningar eru ekki lausir fyrr en í lok febrúar svo að það er engin ástæða til að rjúka fram núna með látum. Skynsamlegt að sjá hvernig landið liggur og hvað er hægt að fara fram á miklar launahækkanir.
Mikið hefur verið rætt um forstjóralaun og það eru einmitt þau laun sem ættu síst að hækka því þá minnkar krafan að launin þurfi allstaðar að hækka. Laun geta almennt ekki hækkað fram úr hófi því það bitnar alltaf á launamanninum á endanum með verðbólgu.
Vinsamlegast haldið kröfum í hófi því lág verðbólga er mikilvægari en tímabundin hærri laun ef þau eru étin upp af verðbótum.
![]() |
Óttast gjaldskrárhækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2014 | 13:42
Fásinna í Vilhjálmi
Þetta stenst engin rök hjá Vilhjálmi. Lán sem tekið er í 5% verðbólgu er ekki saman lán og tekið þegar verðbólga er engin sýni útreikningar 0% verðbólgu og verðbólga helst í 5%. Við þær aðstæður fær neytandinn ekki réttar upplýsingar enda búið að breyta þessu í núverandi lögum. Upplýsingagjöfin er einmitt að miða við þá valkosti sem neytandinn stendur frammi fyrir og hvort lánaleiðin sé sú rétta.
Vilhjálmur ætti að vita það sem fjárfestir að ákvarðanir varðandi fjárfestingar snúast um valkostina og hvernig þær koma út. Þess vegna eru settar upp mismunandi aðstæður til að meta sjá hvað gerist við ólíkar aðstæður.
Að bankarnir eigi ekki að þurfa að koma með þessar upplýsingar til neytenda er auðvitað fásinna. Það er réttur neytandans að vita hvað gerist með lánið.
Miðað við þessi viðbrögð þá er þessi úrskurður EFTA strax farin að hafa áhrif og það er gott mál.
![]() |
Fásinna að miða við annað en 0% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)