18.11.2014 | 07:06
Hvað óttast sveitafélögin?
Þráhyggjan að semja ekki við tónlistakennara er orðin svolítið þreytt. Aðal krafa tónlistakennara er að vera metnir jafnt í launum á við aðra kennara en svo virðist sem sveitafélögunum finnist það um of.
Mér finnst kröfur tónlistakennara mjög hógværar og langt því frá að vera út úr kortinu eins og í læknadeilunni. Hins vegar virðast sveitafélögin mæta þessu með litlum skilningi og forðast að semja.
Held að samningur við tónlistakennara setji ekki sveitafélögin á hliðina og krafa þeirra sé ekkert til að hleypa neinu af stað, ólíkt læknadeilunni. Þetta er ekki eitthvað sem sveitafélögin geta sópað á undan sér eða falið. Krafan er mjög sanngjörn og almenn sátt er um að jafna launin.
Takið ykkur saman í andlitinu og semjið!
![]() |
Samningar tókust ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2014 | 07:50
Blendnar tilfinningar gagnvart þessari hugmynd
Þetta er auðvitað ótrúleg þráhyggja að leggja aftur og aftur fram frumvarp um að ráðherrar víki af alþingi. Hugmyndin virðist vera góð en þegar skoðað betur þá koma brotalamir í þessa hugmynd.
Fyrir það fyrsta þá leggja ráðherrar yfirleitt fram frumvörp og því ætttu þeir að taka þátt í umræðum.
Í öðru lagi þá veit ég ekki hvort hugmyndin er að kalla inn varaþingmenn í staðinn og það er alger óþarfa kostnaður fyrir Íslendinga. Þeir 54 sem eftir sitja og eru ekki ráðherrara eiga alveg að ráða við afgreiðslu frumvarpa.
Í þriðja lagi þá verða ráðherrar fjarlægari alþingi og það aðhald sem alþingi (á að veita) ráðherrum minnkar.
Niðurstaða mín að þetta er í raun ekki góð hugmynd og þótt viðverutími ráðherra minnki á alþingi þá held ég að sé rangt að slíta tengslin.
![]() |
Vill ráðherra af Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2014 | 08:05
Hvar var þetta fólk á síðasta kjörtímabili?
Fyrir utan það að þessi mótmæli virðast fyrst og fremst snúast um að mótmæla til að mótmæla þe. að vera neikvæður út allt. Mér er samt spurn hvar þetta fólk var á síðasta kjörtímabili og hvort því fannst allt í lagi sem var gert þar.
Ef fjármálastjóri í fyrirtæki væri tekin fyrir fjárdrátt þá hef ég aldrei heyrt um að forstjórinn sé látinn fara.
Ráðherrar í síðustu ríkisstjórn brutu lög en það skipti engu máli fyrir þennan hóp. Það var meira segja leki úr ráðuneyti en það skipti engu máli. Ósamræmið er algert og þess vegna eru þessi mótmæli innantóm heimtufrekja.
Ef efinn á að ráða að ráherra sé látinn fjúka í hvert sinn þá þarf að svara af hverju ráðherrar fuku ekki í tíð síðustu ríkisstjórnar. Einnig þarf að svara af hverju hópur sem hefur hátt hafi endilega rétt fyrir sér.
Að lokum skulum hafa það á hreinu að ég er ekki stuðningsmaður Hönnu Birnu en ég get ekki séð að hún hafi gert neitt af sér í starfi. Fólk sem dæmir út frá fréttum í fjölmiðlum um hennar störf veit í raun ekkert um hennar störf. Það er mjög auðvelt að afbaka sannleikann í fjölmiðlum.
Mótmælendur þurfa að svara því hvers konar stjórnskipulag þeir vilja að sé við lýði. Ef engin umdeild atvik mega koma upp, er þá verið að framkvæma eitthvað? Eiga ráðherrar að lifa í ótta og láta hlutina danka uppi af ótta við mótmæli?
Kvartað er yfir að ekki séu peningar í Landsspítalann en ef ráðherrar eiga sífellt að vera segja af sér þá auðvitað minnka peningar til að gera aðra hluti.
Er uppsögn Hönnu Birnu það mikilvægasta í dag?
![]() |
Jæja, Hanna Birna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.11.2014 | 08:13
Ótrúlegt hvað er hægt að púkka upp á lítinn hóp
Þegar skoðaður er teljari fyrir hjólafólk á Suðurlandsbraut þá telur hann nokkur hundruð hjól á dag á sumrin. Sumrin eru tíminn sem flestir hjóla og að borgarfulltrúar skuli eyða miljónum í þennan hóp á kostnað mikils meirihluta er vart hægt að kalla annað en að vera úr takti.
Hvaðan þessi hugmynd að Reykjavík sé svo mikil bílaborg og allt það er hreint út sagt fáranleg. Það á að púkka upp á innan við 1% Reykvíkinga sem nota hjól. Ef viljinn er að minnka vægi bíla í Reykjavík þá þarf að hanna skipulagið öðruvísi til að dreifa umferðinni. Koma atvinnusvæðum á fleiri staði. Nei það er ekki gert heldur farið út í þrengingar á bílum einfaldlega vegna þess að borgarfulltrúar telja sig vita hvað er best fyrir fólk.
Ætla að enda á þeirri staðreynd að ég hef ekki séð borgarfulltrúa í Reykjavík vera fyrirmynd í þessu. Hvernig væri að byrja á sjálfum sér.
![]() |
Grensásvegur verði þrengdur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.11.2014 | 08:26
Réttast væri einnig að reka stjórnina
Ég er sammála Sveinbjörgu þarna að framkvæmdastjóranum er ekki sætt lengur þar sem hann rýfur trúnað. Fólk heimtar að Hanna Birna beri ábyrgð á undirmanni sínum svo að stjórn Strætó hlýtur að bera ábyrgð á undirmanni sínum og segja öll af sér hið sama.
Þetta fólk sem þarna vinnur verður að opna augun og sjá að það starfar í opinberu fyrirtæki sem eru peningar skattborganna. Þannig gengur reksturinn fyrst og fremst út að þjónusta fólkið sem notar almenningsvagna en ekki sérhagsmuni. Stjórnin á setja gott fordæmi og reka framkvæmdastjórann og síðan segja af sér fyrir ábyrgðalausan samning við framkvæmdastjórann.
![]() |
Vill láta reka framkvæmdastjóra Strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2014 | 08:18
Táknrænt lítið skref
Þetta er ansi lítið skref sem bæjarfulltrúa fara í niðurskurði. Vissulega rétt gert að lækka laun sín en hins vegar hefðu þeir átt að ganga lengra og jafnvel unnið launalaust í eitt ár. Tilgangurinn væri að sýna fram á að þeim væri virkileg alvara að lagfæra það sem miður fór.
Satt og rétt að þetta er vinna sem bæjarfulltrúar þurfa að gefa af sér en það myndi virkilega sýna ábyrgð að vinna launalaust. Nú má kannski snúa dæminu við og segja að nýja fólkið beri ekki ábyrgð á gerðum fyrri bæjarfulltrúa. Þá væri nú auðvelt að leysa málið með tvískiptingu að eldri bæjarfulltrúar fengju engin laun en nýjir laun.
Spyrja má sig hvort það sé harkalegt að ganga svoleiðis fram. Ég held ekki því þar með sýna bæjarfulltrúar að þeir vilji bera ábyrgð og vilji læra af reynslunni. Því miður virðast þeir lítið vilja læra af reynslunni, 5% er enginn lærdómur.
![]() |
Bæjarfulltrúar lækka laun sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2014 | 06:51
Kemur ekki á óvart
Það er loksins kominn tími til að fjárfesta í íbúðum þar sem verktakar hafa vaknað upp af slæmum blundi og búið til fleiri minni íbúðir. Þannig gefst fjárfestum tækifæri en því miður held ég að ungt fólk sé ekki að fara kaupa mikið af eignum.
Það segir mér hugur að það sé að myndast bil þar sem ungt fólk kaupir lítið af eignum þar sem fáir standast greiðslumat. Þessi lenska að hægt sé að leigja á 150 þús. en ekki fá greiðslumat fyrir sömu upphæð er frekar skrýtin. Hins vegar snýst þetta um eigið fé og geta látið inn stofnfé í íbúð t.d. 10% af eigninni svo þetta sé mögulegt.
Mín ósk samt er að sveitafélögin fari ekki fram úr sér eins og fyrir hrun með að úthluta alltof miklu í einu.
![]() |
Fjárfestar veðja á íbúðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2014 | 22:20
Hin besta auglýsing
Þessi frétt er betri en nokkur auglýsing svo ég skil ekkert af hverju framleiðendur vilja endilega auglýsa. Efast um að þeir selji neitt meiri bjór með auglýsingum miðað við svona frétt.
Ég er ekki einn af þeim sem nenni að hlaupa á eftir þessu enda sumt af þessum jólabjór ódrekkandi. Sumt er vissulega gott en að eltast við þetta eitthvað sérstaklega er ekkert annað en markaðstæki.
Farið hægt inn um gleðinnar dyr!
![]() |
Fólk hleypur í Vínbúðina á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2014 | 06:58
Hér vantar meira gagnsæi
Að nota 7-8 ára gömul gögn til að meta gildi í dag er frekar langsótt og ekki alveg ljós hver tilgangurinn er með þessu. Verslun sem er í götu ætti að hafa svipuð gildi en samt geta þeir gefið út verulega mismunandi niðurstöðu.
Eitthvað hefur þessi módelasmíð fasteignamatsins komið skringilega út og þegar hugsað er um þetta, án þess að þekkja módelið, þá er eins og almenn skynsemi í lokaniðurstöðu hafi gleymst. Einungis hafi verið horft á niðurstöður úr módelinu og það birt.
Ég ætla rétt að vona að ég hafi rangt fyrir mér en það mætti útskýra betur hvers vegna komst er að þessari niðurstöðu.
![]() |
Rúmlega 5000 samningar nýttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2014 | 06:47
Er það ekki hið besta mál?
Segja má að það sé jákvætt að fólk kaupi aðeins meira en það hefur gert og þannig haldið uppi meira flæði í viðskiptum. Þannig kemur líka hluti af peningunum beint til baka inn í ríkiskassann í formi virðisaukaskatts.
Hins vegar má fólk auðvitað ekki missa sig í kaupgleðinni og eyða um efni fram eins og gerðist fyrir hrun. Held að hættan á því sé mun minni en áður þar sem erfiðara er að fá lán.
Eins og ég sagði í gær þá er þetta spenanndi tilraun og ég skil ekki alveg þann málflutning að almenningur megi ekki fá leiðréttingu. Þetta sama fólk var til í að borga ímynda skuld Icesave. Stórfurðulegur málflutningur og nær að biðla frekar til fólks að halda aftur að neyslunni og ekki missa sig.
Er ekki kominn tími á að þessi kvörtunabylgja fari að beina sjónum sínum að einhverju uppbyggilegu?
![]() |
Leiðrétting auki kaupgleði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)