12.11.2014 | 06:47
Er það ekki hið besta mál?
Segja má að það sé jákvætt að fólk kaupi aðeins meira en það hefur gert og þannig haldið uppi meira flæði í viðskiptum. Þannig kemur líka hluti af peningunum beint til baka inn í ríkiskassann í formi virðisaukaskatts.
Hins vegar má fólk auðvitað ekki missa sig í kaupgleðinni og eyða um efni fram eins og gerðist fyrir hrun. Held að hættan á því sé mun minni en áður þar sem erfiðara er að fá lán.
Eins og ég sagði í gær þá er þetta spenanndi tilraun og ég skil ekki alveg þann málflutning að almenningur megi ekki fá leiðréttingu. Þetta sama fólk var til í að borga ímynda skuld Icesave. Stórfurðulegur málflutningur og nær að biðla frekar til fólks að halda aftur að neyslunni og ekki missa sig.
Er ekki kominn tími á að þessi kvörtunabylgja fari að beina sjónum sínum að einhverju uppbyggilegu?
![]() |
Leiðrétting auki kaupgleði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2014 | 06:57
Það er fúlt að bíða en flækjustigið er stundum mikið
Ég er í þeim hópi sem þarf að bíða og vissulega fúlt en skiljanlegt miðað við mínar aðstæður. Fréttablaðið stillir ekki upp að 90% fær að vita í dag hver niðurstaðan er heldur lætur 10% skipta máli.
Þannig fréttamennska er hreint út sagt léleg því vissara er að hafa hlutina rétta en að hlaupa með sig í vitleysu.
Þessi tilraun ríkisstjórnarinnnar sem mjög áhugaverð og athyglisvert verður að sjá hverju hún leiði að. Að vera velta fyrir sér að þessi hópur fái meira en hinn er pólitísk verið að afvegaleiða umræðuna. Hingað til hef ég ekki getað notað neitt úrræði til að lækka skuldirnar hjá mér þangað til núna.
Niðurstaða úr þessum aðgerðum verður ekki að fullu ljós fyrr en eftir nokkur ár. Þess vegna er best að spara gífuryrðin og sjá hverju þetta skilar en að hrópa sig hásan.
![]() |
Útreikningar liggja fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2014 | 08:10
Á þá að breyta lífeyrissjóðakerfinu?
Eitt stærsta skref sem hægt er að fara í að breyta fjármálamarkaðinum á Íslandi er að breyta lífeyrissjóðakerfinu. Það kerfi er algerlega úr sér gengið og hefur alltof mikil áhrif á íslenskt fjármálalíf. Að til séu sjóðir sem eiga að vera safna auð fyrir lífeyri landsmanna með því að fjárfesta í fyrirtækjum og taka mjög mikla áhættu. Síðan skammta yfirmenn sér ofurlaun þrátt fyrir að geta ekki einu sinni ávaxtað féið samkvæmt lögbundnum skyldum.
Byrjið þar og þá fáum við heilbrigðara fjármálakerfi.
Næsti vettvangur er að taka á forstjóra og framkvæmdastjóralaun í almenningsfyrirtækjum sem eru alltof hátt borgaðir án þess að þurfa sýna fram á hverju þeir eru að skila. Að halda að hæfni og há laun fari saman sýnir einungis hverju fjarlægir stjórnendur eru hinu raunverulega markmiði stofnanna.
Sparnaður á vegum ríkis og sveitafélaga á að byrja þar en ekki á skúringakonunum.
![]() |
Fyrsta aðgerðin af mörgum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2014 | 10:31
Svona á að gera þetta
Auðurinn snýst nefnilega minnst um peningana heldur að þú sért sáttu þar sem maður er og það sem maður hefur. Minningar eru dýrmætar eignir sem oft eru grunnurinn að koma manni áfram.
Ýmsir forstjórar á Íslandi missa einmitt að þessu grunnatriði en keppast við að eiga voða fína hluti. Þannig má velta fyrir sér hvað sé rétta hæfni einstaklinga í að stýra fyrirtækjum, þ.e. hver er hvatinn sem ýtir mönnum/konum áfram?
Forstjóri Strætó virðist hafa meiri áhuga á að keyra um á flottum bíl en að stilla sig inn á að hann sé að stýra þjónustufyrirtæki almennings.
Lausnin er að eiga fyrir hlutnum áður en eytt er eða tekið lán sem þú ert viss um að geta borgað til baka.
Niðurstaðan er: eyddu skynsamlega og í sátt við sjálfan þig.
![]() |
Einn ríkasti maðurinn hefur búið í sama húsinu síðan 1958 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.11.2014 | 12:49
Réttar áherslur hjá stjórn Strætó
Þótt framkvæmdastjórinn hafi fengið inn í samning að hann eigi að hafa bíl til afnota þá þýðir það ekki að hann þurfi að kaupa rándýran bíl til þess. Strætó er almenningsfyrirtæki og það er að þjónusta landsmenn en ekki sérhagsmuni stjórnenda. Mér finnst að framkvæmdastjórinn ætti frekar að koma með gott fordæmi og keyra um á litlum rafmagnsbíl.
![]() |
Strætó skilar bíl framkvæmdastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2014 | 15:45
Á að fara í mál við leitarvélar líka?
Það þarf engar deilisíður til að komast yfir efni ólöglega. Þegar slegið er inn í leitavélar þá kemur efnið upp á fjöldann allan af síðum.
Eins og kemur fram í fréttinni þá leitar niðurhalið annað og finnur sér annan farveg. Alveg eins og það gerði fyrst þegar Napster fékk á sig lögbann og var lagt niður. Það fann sér einungis annan farveg.
Það er nefnilega eitt sem gleymist í þessu að talað er um einbeittan brotavilja. Þegar tekið var upp á kassettur í gamla daga þá var það í raun sami vettvangur. Málið var að sá sem tók upp á kassettuna hefði aldrei keypt plötuna hvort eð er. Hvert er þá tapið?
STEF er algerlega að skjóta sig í fótinn og eyðir féi félagsmanna í vitleysu. Það er svona þegar stjórnendur samtaka festast inn í kassa og halda séu að breyta heiminum.
Vaknið!
![]() |
Elta síðurnar óháð léninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2014 | 07:40
Skynsemin fram yfir græðgi
Þetta er mikið fagnaðarefni að verktakar skuli sjá að sér og nota skynsemina að hafa jafnt framboð af íbúðum í stað þess að byggja eingöngu stórar íbúðir. Það segir sig nokkuð sjálft að íbúðir með eingöngu 4ja herbergja ganga ekki eingöngu i blokkum sem eru 5-6 hæða enda nóg af slíkum tómum.
Þar sem sveitastjórnir mega ekki skipta sér af því hvernig innviðir blokka eru þá verður að höfða til skynseminnar og vonandi læra verktakar af þessu til frambúðar.
Batnandi mönnum er besta a lifa.
![]() |
Fjölga smáíbúðum í Úlfarsárdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2014 | 13:38
Vilja ekki allir lifa á dagvinnulaunum?
Held að læknar hafi heldur betur skotið yfir markið með að birta einungis launaseðil með dagvinnulaunum. Flestir launamenn vilja lifa á dagvinnulaunum en fæstir hafa nógu há laun til þess. Ættu þá 80% landsmanna að fara í verkfall á þeim forsendum að það séu mannréttindi að lifa á dagvinnulaunum?
Læknar geta heldur ekki lengur sagt að þeir séu svo langskólagengnir að það réttlæti hærri laun. Það er fullt af háskólafólki með 5 ára háskólanám að baki sem nær ekki þessum dagvinnulaunum. Á það ekki sama rétt að hækka um 30%?
Held að læknar þurfi all alvarlega að endurskoða forsendur fyrir þessu verkfalli. Samhljómur með samfélaginu þarf að vera til staðar líkt og hjá tónlistakennurum er krafan að vera metnir á sömu launum og kennarar. Réttmæt krafa og alls ekki út úr kortinu eins og hjá læknum.
Læknar verða að koma með betri rök fyrir svona mikilli launahækkun.
![]() |
Upplýsir ekki um heildarlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.11.2014 | 13:32
Og hverju breytir það?
Nákvæmlega engu. Það eru svo margar leiðir til að komast að efni að það skiptir engu að loka einni síðu. Miklu nær væri að nota peningana sem fara í málsóknir og leita nýrra leiða til að afla tekna.
Tekjumódelið virkar ekki lengur og því þarf að finna nýjar leiðir en ekki grafa sína eigin gröf.
Hvað ætli næsta deilisíða heiti? Aftur málsókn? Eeeh það er búið að leggja hana niður, komin önnur og önnur og önnur.
Þvílík sóun á fé samtaka. Ætli félagsmenn velti því ekkert fyrir sér?
![]() |
Vodafone lokar á Deildu og Piratebay |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.11.2014 | 07:09
Þinn tími er kominn
Það er eins og sumir átta sig ekki á hvenær þeirra tími er kominn og betra að snúa sér að öðrum hlutum. Hljómsveitin hefur átt farsælan feril en enginn er heilagur og það er ekki hvað sem er leyfilegt þrátt fyrir frægð.
Ég hef einmitt velt fyrir mér af hverju er svona lítil nýliðun í rokk og popptónlist. Þegar horft er á lista yfir hljómsveitir sem eru að spila t.d. á tónlistarhátíðum þá er yfirleitt eitt hundgamalt nafn. Nægir þar að nefna Iceland Airwaves að aðalnúmerið hefur starfað í 30 ár.
Höfum samt á hreinu að þær standa sig alveg þessar gömlu en landslagið er breytt og ungu hljómsveitirnar eiga mun erfiðara uppdráttar enda tekjuhliðin ansi mikið að breytast.
Kannski er tími popp/rokk hljómsveita liðinn og eitthvað annað tekur við.
![]() |
Trommuleikari AC/DC reyndi að ráða leigumorðingja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)