Af hverju er nammi ekki í hærra skattþrepinu?

Það furðulega er að vilja leggja á sérstakan sykurskatt þegar mun einfaldara er að setja nammið í hærra skattþrep. Ótrúleg þessi lenska að búa alltaf til nýja skatta þegar mun einfaldara er að gera þetta í gegnum virðisaukakerfið.

Það er samt furðulegt að nammi og gos skuli ekki vera í hærra skattþrepinu. Varla getur nammi og gos talist til matvöru?


mbl.is Leggja til almennilegan sykurskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð niðurstaða

Það sem einna athyglisverðast við þetta er að í flestum evrópuríkjum hefur ástandið versnað og meiri hætta er á að lenda í fátækt en fimm árum áður. Hins vegar er alveg ljóst að Ísland stendur mjög vel gagnvart fátækt og minni líkur en öðrum evrópulöndum, meira segja Noregi.

Sú skýring sem er nærtækust á þessu er að fólk horfi of þröngt á hlutina og taki einungis það besta frá öðrum löndum og það versta frá Íslandi. Þannig færðu örugglega allt aðra mynd. Yfirleitt þegar fólk ber saman í fjölmiðlum (og í samtölum) þá vantar svo margt inn í myndina. Af hverju er fólkið sem flutt hefur til Noregs ekki miljónamæringar? Er það ekki á svo háum launum?

Þar sem ég þekki til er það í flestum tilvikum þannig að vinnutíminn hefur verið skikkanlegri og það hefur verið auðveldara að komast í sólalandaferðir. Hins vegar hefur lífsbaráttan verið jafnhörð og á Íslandi þegar allt er tekið inn.

Þegar upp er staðið þá snýst allt um hvernig unnið er úr því sem til er en ekki miða við eitthvað sem óskandi er.


mbl.is Minnst hætta á fátækt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu hættur að skilja DV

DV sem miðill hefur aldrei heillað mig en yfirleitt átt inni hjá fólki með helgarútgáfunni enda byggði sú útgáfa lengstum á blöndu afþreyingar og viðtölum. Í tíð síðustu ritstjórnar fór blaðið hamförum í pólitískum undirleik og taldi sig vera boðbera sannleikans áður en nokkur fékk að svara fyrir sig.

Skilgreiningar eins og "götublað" er svona orð sem er gripið án skilgreiningar og segir nákvæmlega ekki neitt. Þýðir það að blaðið eigi að hætta pólitískum áherslum og einbeita sér að skemmta fólki? Er það ekki hlutverk götublaða að geta gleymt sér í hversdagsleikanum og lesa um aðra?

Satt að segja finnst mér oft sem ráðgjöf á Íslandi sé of yfirborðskennd þar sem gleymist að skilgreina af meiri nákvæmni hvað er átt við. Gert er of mikið ráð fyrir að lesandinn sé að hugsa í sömu átt og ráðgjafinn. 

Ef DV vill vera "götublað" þá ætti það að byrja að breyta áherslum sínum og koma með gagnrýnið sjónarhorn á íslenskt mannlíf, pólitík stjórnar og stjórnarandstöðu, og blanda inn í blaðið afþreyingu.

Það er langur vegur frá því í dag.


mbl.is Veitir bara sumum aðhald, öðrum ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert er fullkomið

Það er alveg ljóst að ekkert er fullkomið og vissulega hljóta að koma upp mistök hjá heilbrigðisstéttum eins og öðrum stéttum. Af hverju þau stafa er engin leið að komast að nema farið sé reglulega yfir ferlið um það sem var gert.

Læknar á Íslandi er mjög mismunandi en ekkert þar með sagt að þeir kunni ekki starf sitt. Frekar er hvort að vinnulag og gagnrýnin vinnubrögð fái að vera uppi á yfirborðinu. Það er engum greiði gerðum með að fara hljótt um læknamistök. 

Réttur sjúklingsins er að mega fara yfir það sem var gert, alveg eins og með aðrar þjónustur. Þannig eiga læknar ekki að hræðast sjúklinga og fara yfir málin með sjúklingum. Stundum er það flókið, mjög flókið, en oft er það einfalt, jafnvel mjög einfalt. 

Það gerist samt ekkert nema þetta sé sett í ferli þar sem hægt er að fara yfir málin. Þöggun er versti óvinurinn.


mbl.is Þrjú mál í lögreglurannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að undirbúa raunhæfan kost

Bygging nýs spítala á Landspítalalóðinni er í alls ekki besti kosturinn í stöðunni. Það er í raun fjarstæða að byggja á þeim stað og örugglega dýrara en að byggja við Borgarspítalann.

Kosturinn við að byggja við Borgarspítalann er aðgengið að spítalanum er mun betra og auk þess er spítalinn mun meira miðsvæðis en núverandi staðsetning. Í annan stað hefur verið bent á að jarðlög henta betur undir háa byggingu þar. Ef haldið er til streitu að byggja á Landspítalalóðinni þá versnar umferðin enn meira en nú er og á álagstímum í dag er allt stopp þar. Hvernig heldur fólk eiginlega að það verði ef spítalinn stækkar?

Hvernig væri að það væri tekin ákvörðun um að taka besta kostinn og gera þetta almennilega. Að byggja á Landspítalalóðinni er að sóa peningum þar sem hægt er að gera ódýrara og nýta fjármagnið betur með að öðrum valkostum.

 


mbl.is Framkvæmdir við nýjan Landspítala hefjast á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líst vel á þessa konu

Hún er trú skoðunum sínum og segir þær en fer ekki kringum þær eins og mörgum stjórnmálamanni er orðið tamt. Virðing gagnvart konum skapast með ákveðnum skoðunum án þess að þröngva neitt upp á neinn.

Það segir mér hugur að hún muni ná árangri í Afganistan því smásigur er í raun stórsigur. 


mbl.is Ný forsetafrú Afgana styður slæðubannið af heilum hug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott að vera bjartsýnn

Bjartsýni hefur samt ekkert að segja ef ekkert er gert. Er þá ekki kominn tími að nýta sér bjartsýnina og koma hlutunum í verk?

Verkin tala.


mbl.is Bjartsýnn um afnám gjaldeyrishafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verst að getum ekki samið um leið

Það er ekki nógu gott að fara í gegnum dómstóla til að komast að niðurstöðu varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum. Það þarf að ríkja sátt sem fær ferðamenn til að finna að þeir séu velkomnir að skoða svæðið. Í raun er fátt sem mælir á móti gjaldtöku en það er líka háð ákveðnum erfiðleikum nema svæðið sé lokað og afmarkað.

Sé verið að taka gjald þá þarf að vera mjög vel skilgeint í hvað gjaldið er notað og það ætti ekki að vera til þess að féfletta eigendur heldur mun frekar sé féið notað til að viðhalda svæðinu og gera það öruggara. Því miður er of mikill græðgisstimpill á ferðamennsku þessa stundina og hætta að allt floppi ef ekki sé stigið varlega til jarðar. 

Það hlýtur að vera hægt að ná sáttum í þessum málum en það gerist ekki með einhliða ákvörðunum heldur samkomulagi allra sem að koma.


mbl.is Staðfesti lögbann á gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki góðar fréttir

Sem faðir tveggja stúlkna þá finnst mér þetta ekki góðar fréttir. Það er alveg ótrúlegt hvað sambandið styrkist á þessum tíma og helst með að taka feðraorlof með barni þegar það er nýfætt. Það getur vel verið að tímabundin lægri laun geri hlutina erfiðari en mín skoðun er sú að styrkja böndin með börnum sínum er hafið yfir allan pening.

Það má alltaf redda peningum og vinna sig upp úr tímabundnum skorti. Það þarf að hafa fyrir hlutunum og þegar upp er staðið þá er betra að hafa minna af peningum og betra samband við börnin. Feður takið ykkur saman í andlitinu.


mbl.is Feður taka síður fæðingarorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endalausa

Þetta fer að verða sagan endalausa hvenær niðurstöður koma úr þessum útreikningum. Held að fjölmiðlar séu meira spenntir en almenningur. Það er alveg ljóst á hvaða bili leiðréttingin er svo að hvort hún er 1,2 eða 4 miljónir skiptir ekki höfuðmáli.

Fyrir þá sem fá leiðréttingu þá skiptir auðvitað mestu máli hversu mikið mánaðarleg afborgun lækkar og vissulega munar marga um þá upphæð. Vonandi nota hana af skynsemi.

Lærdómurinn af þessu er að hugmynd sem kom strax fram við hrun að setja þak á verðbætur hefði verið besta lausnin og komið öllum til góða en eins og oft áður þá bregðast stjórnmálamenn alltof seint við og þá kostar það meira og minna gert.


mbl.is Leiðrétting kynnt eftir næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband