29.10.2014 | 18:30
Skynsemi eða ekki?
Það virðist við fyrstu skoðun vera mjög skynsamlegt að draga sig í land á þeim forsendum að verið sé að gera upp hluti í kringum viðskipti Höllu. Hins vegar er ekki annað hægt en að hnjóta um í orðalagi yfirlýsingarinnar þegar segir að hún hafi aldrei átt hlut í Skeljungi þótt eignarhluti í Skeljungi hafi verið undir fyrirtæki sem var í hennar eigu. Það er eitt að vera þögull og víkjandi eigandi og skipta sér ekki að eignahlut í fyrirtæki en þegar komið er í eftirlit á vegum ríkisins þá gengur það ekki upp. Trúverðugleikinn snýst um að vita hvað sé að gerast í kringum þig og taka ábyrga afstöðu.
Skynsemin snýr því að Halla er algerlega búin að missa trúverðugleikann í starfið og sem betur fer grípur strax til aðgerða. Megi henni vegna vel í framtíðinni.
![]() |
Hættir sem stjórnarformaður FME |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.10.2014 | 06:45
Er ekki Ísland jafnaðarríki
Held það ríki mun meiri jöfnuður á Íslandi en margur vill meina. Ef tekið er t.d. veiðileyfagjald þar sem LÍÚ á að vera ríki djöfulsins þá er það svo fjarri sanni. Það er alltaf verið að horfa á örfáa og alhæfa um að það eigi við svo marga. Reynt að týna til öfund og magna upp deilur.
Nei á Íslandi hefur fólk það mjög svipað og getur leyft sér ansi margt. Íslenskt samfélag hefur breyst mikið á sl. 20 árum og til að mynda er yfirvinna mun minni í byggingarvinnu en var áður fyrr. Eru þeir sem ala á þessari vitleysu að Ísland sé ónýtt ekki uppteknir af gamalli mynd? Uppteknir af einhverju sem var en er breytt.
Held að Íslendingar hafi það of gott ef eitthvað er.
![]() |
Mikill jöfnuður á alþjóðlegan mælikvarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2014 | 06:49
Athyglisvert miðað við áróðurinn
Þetta eru mjög athyglisverðar upplýsingar því miðað við allan áróðurinn undanfarin ár þar sem hamast hefur verið yfir verðtryggingunni þá velja hana samt flestir. Þetta er alveg í hrópandi ósamræmi við stefnu Samfylkingarinnar sem vill afnema verðtryggingu (og losna við krónuna) að fólk velur einmitt verðtryggingu.
Mér hefur alltaf fundist að Samfylkingin sé sá flokkur sem hlustar illa á þjóðina og stefna flokksins er á öndverðu miðað við meirihlutann. Samt lætur flokkurinn eins og hann sé með puttann á púlsinum hjá þjóðinni.
Verðtrygging er ekki alslæm eins og af er látið. Haldist verðbólga lág með aðhaldi í ríkisrekstri þá haldast afborganir mjög svipaðar sem gefur fólki tækifæri á að búa til áætlanir til framtíðar sem standast nokkuð vel. Þetta snýst ekki eingöngu um eignarhlut eins og umræða í kringum verðtryggingu er. Fólk þarf alltaf húsnæði yfir höfuðið og eignarhlutur skapast á lengri tíma.
Þessi reynsla sínir að stjórnmálaflokkum er ekki sjálfgefið að hafa vit fyrir fólki.
![]() |
Flest heimili velja verðtryggð lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.10.2014 | 06:54
Uppgjafarástand
Ástand þar sem gefist er upp gegn hlutunum er aldrei gott og leiðir ekki til neins annars en enn meiri vandræða. Það er eins og vanti trú í Evrópu að hægt sé að laga ástandið og takast á við hlutina. Eina sem gerist er að fleiri evrópulönd sýjast í vonleysishjal og þrauka í sínum vandræðum.
Íslenskir ráðamenn hafa viljað hampa ástandinu hér á landi hvernig viðsnúningur hefur orðið á málefnum þjóðarinnar. Það má samt ekki gleyma því að mikill flótti hefur verið frá landinu sem útskýrir að hluta til lausn á þeim málum sem þjóðin stóð frammi fyrir.
Hins vegar var þessi uppgjafartónn aldei upp á yfirborðinu sem einnig skýrir hvers vegna ástand breytist. Þjóðin sætti sig ekki við vonleysið og það er ekki ráðamönnum að þakka.
![]() |
Baráttan gegn atvinnuleysinu er töpuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2014 | 08:14
Eru ekki allir í áhættuhópi varðandi fíkniefni
Frekar skrýtin fyrirsögnin á þessari frétt því ætla mætti að allir væru í áhættuhópi gagnvart notkun fíkniefna og að missa sig í fíkninni. Enda segir yfirlæknirinn "sem og margir aðrir".
Vissulega er það bagalegt að fólk fari svona með sig en þetta hefur reyndar fylgt mannkyninu frá upphafi að kunna sér ekki hóf.
Held að ráðið sé ekki að eltast við ákveðna hópa heldur reyna ná til fólks á einstaklings grundvelli. Ekki hef ég svarið hvernig slíkt væri gert. Hins vegar þegar lesin eru viðtöl við fólk sem nær sér frá fíkninni þá les ég alltaf að einsaklngsleg viðmið náðu að kalla fram breytingar.
Það þarf sem sagt grundvöll sem miðar við einstaklinginn til að ná árangri. Nú er að leggja höfuðið í bleyti og finna þann grundvöll.
![]() |
Fólk með ADHD í áhættuhópi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.10.2014 | 08:26
Frelsi einstaklingsins
Það er vandmeðfarið frelsi einstaklingsins þar sem eftirlitsmyndavélar eru komnar á ansi marga staði. Rithöfundurinn George Orwell hefði varla órað fyrir þessu er hann skrifaði skáldsöguna 1984 en samt sem áður er það raunveruleikinn að við erum æði oft í mynd einhversstaðar.
Hver veit nema einhver geri það að skemmtun sinni að skoða úr svona upptökur og skemmta sér yfir vitleysunni sem fólk gerir.
Það sem má samt spyrja sig er hvort eigi að upplýsa svona mál með hjálp almennings þar sem einmitt kemur fram að hægt er að þekkja til fólksins þótt ekki sé það greinilegt.
Á annan veg má líka velta fyrir sér að þar sem vitneskjan um myndavélar sem eru út um allt verði til þess að verðum vélræn út á við en missum okkur í skúmaskotum.
![]() |
Krefst skýringa á birtingu myndbands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2014 | 08:00
Er það ekki í takt við hlutfallið?
Þegar ég fer í banka þá í 80-90% tilvika eru konur sem afgreiða mig. Flestum sem hefur verið sagt upp er í afgreiðslustörfum og því ekki skrýtið að hlutfall kvenna sé svona hátt.
Það sem kannski slær mann er hvort að fjármálakerfið sé með gamaldagshugsun og sitji fast í að það þurfi konur til að afgreiða viðskiptavini en karlar sjái um stjórnun og stóru málin.
Er það ekki svolítið umhugsunarvert?
![]() |
Konum sagt upp í bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2014 | 12:21
Þegar viðskiptavinurinn skiptir ekki máli
Það var athyglisverð grein eftir Ólaf Inga Ólafsson í Viðskiptablaði Morgunblaðisins í morgun. Þar fjallar hann um af hverju 86% Íslendinga mæla ekki með fyrirtækjum til annarra. Í þessu samhengi kemur einmitt upp svona staða þar sem viðskiptavinurinn skiptir, af því virðist, engu máli. Það þjónar ekki tilgangi að halda í viðskiptavininn og bjóða honum eitthvað.
Allt tal um okur og hversu dýrt er að lifa má að hluta til skrifa á hversu lítið fyrirtæki gera í að þjónusta viðskiptavininn þannig að hann skipti máli, og það sé vilji að halda viðskiptavininum. Líklega má rekja þetta til fákeppninnar en alltof lítið er gert til að halda viðskiptavinum ánægðum.
Kostnaðurinn við að halda uppi útibúi á Hólmavík er varla svo mikill að það sé tap miðað við veltu en þegar misst er af heildarmyndinni þá stendur fátt eftir. Eftir allt saman þá er viðskiptavinurinn það sem skilar hagnaðinum og þar gerir margt smátt að einhverju stóru.
![]() |
Kaldar kveðjur frá Arion banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2014 | 07:58
Kaupum kaupum
Fréttir af jólunum snúast sífellt meira um hversu mikið er selt en ekki hver tilgangur jólanna er. Þeir sem taka þátt í þessu kaupaæði byrjar um miðjan október og svo þegar jólin koma þá er ekkert eftir til að njóta tilbreytingarinnar.
Þegar upp er staðið þá skortir alveg tilbreytinguna í jólahátíðina og þau missa marks. Hvað gerir fólk þá?
![]() |
Sumar jólavörur þegar uppseldar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2014 | 07:49
Sýnir vel að verkalýðshreyfingin er úr takti
Verkalýðshreyfingin er algerlega úr takti við samfélagið. Það á að fjölga yfirmönnum (á launum auðvitað) en ekki setja meiri kraft í baráttu fyrir þá sem greiða í verkalýðsfélögin. Ég sem launamaður hef ekkert um það að segja að Gylfi sitji áfram sem formaður. Þrátt fyrir að styðja hann á engan hátt.
Verkalýðsforustan er komin svo langt frá uppruna sínum að þetta er farið að minna á fílabeinsturn þar sem allt er reynt til að halda völdum. Þessar tilfæringar um varaforseta er farið að minna á Animal Farm eftir George Orwell þar sem sumir voru jafnari en aðrir.
Það er ekkert nema jákvætt við það að Ragnar sé að bjóða sig fram en af hverju kemur ekki tilllaga um hámarkssetu í stjórnum þessara félaga? Hvar er lýðræðið?
Verkalýðsfélög og lífeyrissjóðir eru barn síns tíma en eru á góðri leið með að verða risaeðlur í íslensku samfélagi. Hægar, úr takti við samfélagið og ólýðræðislegar.
![]() |
Ræða þak á laun stjórnenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)