21.10.2014 | 07:19
Lítur ekki vel út í umhverfinu
Svona vindmyllur líta ekki vel út þegar flogið er yfir eða séð frá landi. Hef svo sem aldrei komið í Þykkvabæ svo ég veit ekki hvernig þetta kemur út í landslaginu þar en er endilega þörf fyrir þetta á Íslandi.
Þetta gæti gengið upp á suðurlandi en plássleysi á flestum öðrum stöðum á landinu gerir þetta ekki eftirsóknaverðan kost. Varla dettur mönnum í hug að setja þetta upp á hálendið.
Er þetta virkilega eitthvað minna umhverfisslys en virkjanir?
![]() |
Setja upp þrjár vindmyllur í viðbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2014 | 07:24
Stuðlar þetta að sjálfbærri nýtingu?
Miðað við þær vísindagreinar sem ég hef lesið um nýtingu fiskistofna í hafi þá er þetta ekki leiðin. Þar einmitt stendur að best sé að taka jafnt úr stofni og það skili heilbrigðum stofni. Að sleppa taka smáfiskinn og stóra fiskinn þýðir ójöfnuðu í stofni og skilar af sér vandræðum (eins og berlega hefur komið í ljós undanfarna áratugi).
Þetta finnst mér léleg blaðamennska hjá Morgunblaðinu og grípa eina grein og lepja hana upp hráa sem mögulega leið í bætingu fiskistofnins. Sjálfbærni verður ekki tll með að velja úr heldur þarf heildarmyndin að vera til staðar. Þetta er sagt án þess að hafa lesið greinina en einmitt í svona frétt ætti að koma annað sjónarhorn því þau eru til.
Hafrannsóknastofnun hefur því miður einokun á skoðunum hvað sé rétt að gera varðandi fiskveiðar og árangurinn er eftir því. Ómannleg niðurstaða þar sem enginn þarf að bera ábyrgð á gerðum sínum og ekki bætist nýting á fiskistofninum. Er ekki kominn tími til að vakna?
![]() |
Áhrifaríkast að banna línuveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2014 | 11:38
Skriflegt er málið
Það borgar sig að hringja og tilkynna en það á einnig að senda tölvupóst. Með því hefur notandinn staðfestingu á að hafa sent gögn hvað sem mótaðilinn segir.
Þessi lenska hjá stofnunum og fyrirtækjum að sinna illa skráningu þegar fólk kvartar er með öllu ólíðandi og hreint út sagt léleg þjónusta.
Vissiulega er ekki hægt að treysta neinu og betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, þess vegna hafa skriflegt einhversstaðar á einhvern hátt þegar kvartað er eða tilkynnt.
![]() |
Þarf að borga símareikning þjófsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2014 | 07:14
Vantar þetta ekki í umræðuna um hækkun matarskatts
Umræðan um hækkun 7% virðisaukaskattsins. Áhrifin á hækkun matvöru er ekki endilega að koma svona sterkt fram eins ætla mætti í umræðunni. Vissulega munu einhverjir hlutir hækka í verði eins og bækur en á móti ættu útgefendur einmitt að auka vægi rafrænna bóka og hætta flækja svona kaup á bókum frá þeim. Það er aðeins eitt útgáfufyrirtæki sem hefur gert samning við Amazon um sölu á íslenskum bókum. Af hverju fylgja ekki fleiri með?
Mín skoðun er að ég vil frekar borga hærri virðisaukaskatt en vörugjöld. Það er mun gagnsærra kerfi og þeir sem kenndu sig við norræna velferð ættu í því sambandi að líta til danmerku en þar er eitt virðisaukaþrep og virðisaukaskattur á mat mun hærri en hér á landi.
Það sem vantar einnig í umræðuna er að þú hefur alltaf val í innkaupum og þegar einn liður hækkar þá fer annað út. Áhrifin af hækkun virðisaukaskatts í 14% er tímabundin og í framhaldinu tekur við nýtt jafnvægi sem er gagnsærra og auðveldara að fást við fyrir fólk heldur en núverandi vörugjaldakerfi.
Að slá upp umræðunni um að kostnað á hverja máltíð er út úr snúningur og missir algerlega heildarmyndina í breytingunum. Þótt fólk kaupi sjaldnar vörur sem innihalda vörugjöld þá má ekki gleyma að ferðamenn borga líka meira. Er ekki alltaf verið að tala um að setja á ferðamannaskatt?
![]() |
Svigrúm til verðlækkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2014 | 06:37
Þráhyggja í eyðslu almannafés
Það er alveg ótrúleg þráhyggjan og blindnin í Samfylkingunni. ESB umsókn sem er algerlega dauð en því miður ekki grafin er reynt að þröngva inn eftir öllum leiðum.
Fyrir hvern er Samfylkingin að vinna. Það er deginum ljósara að Íslendingar ætli ekki að ganga í ESB og mikinn umsnúning þarf til að sá möguleiki komi upp á yfirborðið. Samt heldur flokkurinn áfram eins og það sé eitthvert bakland í þá veruna.
Stórfurðulegur flokkur sem væri nær að snúa sér að alvöru málefnum.
![]() |
Telja EES-samninginn ekki standast stjórnarskrána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.10.2014 | 06:44
Nei takk
Þetta er arfavitlaus hugmynd sem endar lang líklegast á skattborgurum. Allar skýjaborgir sem snúa að mjög takmörkuðu notagildi eru rugl sem skila litlu öðru en kostnaði sem þjóðin borgar.
Við eigum ágætisvöll og þótt það takist einstaka sinnum að fylla hann umfram hið venjulega þá er engin ástæða til að missa sig í svona framkvæmd. Hlaupabrautin má fara og stækka grasvöllinn en að byggja yfir hann er alger steypa.
Verst að svona hugmyndir fá einmitt að þrífast þegar vel gengur en halda ekki velli til lengri tíma.
Hættum að pissa upp í vindinn.
![]() |
Tillaga að þjóðarleikvangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2014 | 13:06
Hélt að í stjórnmálum væru flokkar
Brynjar segir að Bryndís ætti að hugsa um að skipta um lið. Stjórnmálaflokkur sem skiptir fólki í lið er nú varla mjög burðugur. Eru þá allir aðrir andstæðingar? Brynjar á til að koma með góða punkta en oftar skýtur hann langt yfir markið. Kannski hann ætti að koma sér í eitthvað lið og stilla miðið?
Bjarni á síðan að gera þessa umræðu opinbera með kostnað á hverja máltíð. Auðvitað er það útúr snúningur að nefna þessa tölu en eins og skýringunni frá ráðuneytinu þá er þetta hlutfall af gjöldum. Allir sem vilja reikna þetta notast við þessar tölur. ASÍ ætti kannski að svara af hverju útreikningar þeirra miða við þessa tölur.
Umræðan þarf líka að snúast um hvað verður til framtíðar. Þótt tímabundin hækkun matvæla hafi áhrif þá kemur lækkun vörugjalda inn sem nýtist fólki til lengri tími. Þannig verða áhrif hækkunar ekki eins mikil og ætla mætti en með útúr snúningi þá vissulega virðist þetta óyfirstíganlegt.
![]() |
Ætti að íhuga að fara í annað lið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2014 | 06:51
Vinna varamennirnir í takt við alþingismennina
Það er ótrúleg lenska í ríkiskerfinu að veita lélega þjónustu. Einfaldir hlutir verða einhvernveginn mjög flóknir vegna þess að ekki er upplýst á einfaldan hátt sem myndi spara öllum. Þannig fela ríkisstofnir sig oft á bakvið úrskurð en hefðu auðveldlega aldrei þurft að fella úrskurð hefði málið verið upplýst nægjanlega.
Þess vegna er verðug spurning hvort að varamenn þingmanna séu nógu vel upplýstir til að geta tekið meðvitaðar ákvarðanir og komið í veg fyrir óþarfa vinnu.
Í öllu tali um sparnað þá held ég að ríkið geti gert skurk í að efla þjónustu og auka upplýsingar til notenda þjónustunnar. Þannig sparast mikil vinna að þurfa ekki að úrskurða að óþörfu séu réttu upplýsingarnar veittar.
En ætli það sé ekki bara barnalegur draumur að halda að slíkt gerist?
![]() |
Margir þingmenn eru fjarverandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2014 | 06:48
Flottur sigur en verum jarðbundin
Þetta var flottur sigur hjá strákunum og þeir lögðu sig alla fram. Gaman að sjá íslenska karla landsliðið í fótbolta spila svona vel.
Við getum samt ekki gleymt okkur og farið fram úr okkur. Það er langur vegur eftir og þetta var aðeins eitt skref á leiðinni, þótt magnaður sigur væri. Það er enginn orðinn guðdómlegur eða eitthvað slíkt enn. Þessir strákar hafa ekki unnið neitt. Það eru enn eftir 7 leikir sem þýða 21 stig. Það sem mér finnst magnaðast er að liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Liðið þarf rúmlega 20 stig til að geta átt möguleika á öðru sætinu.
Höldum okkur á jörðinni en njótum samt augnabliksins.
Áfram Ísland!
![]() |
Sigurinn á Hollendingum í myndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2014 | 06:56
Er of dýrt að reka ökutæki
Þar sem sífellt fleiri ökutæki þurfa endurskoðun þá mætti leiða að því líkum að sífellt fleiri sinni illa viðhaldi bíla og geri ekkert fyrr en alger nauðsyn beri til. Þetta gefur vísbendingu um að of dýrt sé að reka ökutæki en samt þrjóskast fólk við.
Vissulega vegna þess hversu erfitt getur verið að nota almenningssamgöngur sé heimilið stórt. Það er varla eftirsóknavert að burðast með marga verslunarpoka í strætó og eiga jafnvel síðan eftir að ganga smá spöl heim til sín.
Eftir stendur spurningin hvernig finna megi jafnvægið milli almenningssamgangna og einkabíls.
![]() |
Sífellt fleiri ökutæki fá grænan miða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)