Afsökunin um einstaka mál

Það er lenska í málum hér á landi, hvort sem er í einkageira eða opinberum, að fela sig á bakvið að fjalla ekki um einstaka mál. Þetta er að verða að frasa sem gripið er til þegar fyrirtæki og stofnanir lenda í vandræðum. Kaupa sér frest til að kafa ofan í málin og finna réttu glufurnar til að krafla sig út.

Það er ekki nema von að fólk eigi almennt erfitt með að treysta svona vinnulagi. Það er eins og enginn staðall sé yfir vinnubrögð heldur brugðist við þegar allt er komið er í vandræði. 

Það væri óskandi að íslensk fyrirtæki og stofnanir temdu sér meira ákveðna staðla til að geta brugðist við aðstæðum. Með því gætu þau án efa fækkað svokölluðum "vandamálum" sem upp koma. Afleiðingin yrði meiri ánægja með viðskipti og aukið traust.


mbl.is „Mér finnst þetta bara svo óréttlátt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkar tvímælis

Vissulega er jákvætt að fólk hafi betra aðgengi og fái greiningu á sínum fötlunum en samt virðist skorta eitthvað í fréttina. Þegar slengt er fram svona tölum þarf að setja þær á raunvirði og aukningin er ekki rúmlega 60% á þessum þremur árum.

Þegar málaflokkurinn var tekinn yfir þá var alveg ljóst að talan myndi hækka og þessi frétt lyktar ansi mikið af pólitík. Það er ákveðin fjárfesting í húsnæði sem kannski kemur sterkt inn í ár en ekki næsta. Þess vegna þarf að skoða svona tölur vel og í samhengi. Svona tölur segja ekkert um hvort að gæði þjónustunnar hafi aukist fyrir fólk, þótt aðgengið eigi að vera betra.

Það er samt mjög óljóst hvað var svona slæmt áður og við hvað er verið að bera saman. Það væri gaman að fá fréttaskýringu sem hefði meiri innsýn í málaflokkinn og sýndi fram á hvað hefði breyst. Einnig hvort að þjónustan væri í raun betri en áður. 


mbl.is Sjö milljarðar til fatlaðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt sjónarhorn

Ákaflega furðulegt sjónarhorn fjárfestsins á verslun á netinu. Í stað þess að fagna samkeppni sem þýðir aðhald á innlenda verslun þá er kvartað og kveinað, og ætlast til þess að ríkið setji reglur til að sporna við þessu.

Nei neytendur eiga að fá að velja og ef þeir sjá hag sinn í að versla beint þá þarf innlend verslun að breyta hjá sér. Bent hefur verið á að fataverslanir hafi ekki aukist að neinu ráði frá því eftir hrun. Það kemur ekki á óvart því fötin sem boðið er upp á eru oft í verri gæðum en úti og dýrari. 

Með verslun í gegnum netið hafa fataverslanir fengið nauðsynlegt aðhald og nú þurfa þessar verslanir að bretta upp ermarnar og finna leiðir til að auka hana. Þannig á samkeppni að virka og á fákeppnismarkaðinum hér heima er netið himnasending.


mbl.is Netverslun færir tekjur úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur þjónustan batnað

Eitt af því sem talað var um áður en yfirfærslan var samþykkt er að sveitafélögin geti veitt betri þjónustu en gert var áður. Þjónustan væri nær fólkinu. Fjárhagslega hefur þetta kostað sveitafélög meira en þau gerðu ráð fyrir og því hlýtur að koma upp spurning um hvort að þjónustunni hafi þá hrakað sem því nemur.

Þar sem ekki sé fjármagn til staðar til að manna þjónustuna og það þarf að sýna aðhald þá er viðbúið að það bitni á þjónustunni.

Hvað hafa samtök þeirra sem þiggja þessa þjónustu um þetta að segja?


mbl.is Uppsafnaður halli tveir milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru svona umhugsunarvert við það

Það sem ekki fylgir þessari frétt er að útskýra hvað það er sem er svona umhugsunarvert við það að fólk útskrifist seinna en í öðrum löndum. Er Illugi að segja það að þegar fólk eldist þá verði það verri starfskraftar? Er aðalatriðið að unga út fólki úr námi án þess að huga hvað það eigi að gera með námið.

Held að Illugi falla þarna í slæma gryfju þess að horfa mjög einhliða á málið og missa þar með sjónar af heildarmyndinni. Eldri nemendur eru ekkert verri starfsmenn en yngri og í raun sýna rannsóknir frekar að eldri starfsmenn séu jafnvel betri. Til að mynda þá eru slíkir starfsmenn oft komnir úr barneignastandi og þar af leiðandi minna veikir. Sem gefur til kynna meiri framlegð.

Málflutningur Illuga er einhliða og illa grundaður. Það vantar miklu meiri heildræna nálgun á efnið til að hann sé sannfærandi.


mbl.is Klára BA rúmlega 30 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hugarfar

Það er gaman að lesa viðtalið við Atla út frá hugarfari. Í stað þess að leggjast í væl og kenna öðrum um þá greinir hann hlutina út frá liðinu og sjálfum sér.

Þetta er hugarfar sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar og Atli er örugglega þess verðugur að vera valinn besti leikmaður íslandsmótsins. Góð fyrirmynd og flottur leikmaður.


mbl.is Má alltaf gera betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímarnir breytast

Ríkisútvarpið þarf að takast á við breytta tíma og breytt viðhorf til fjölmiðla. Því miður vill það við slíkar aðstæður að hvorki starfsmenn né hluti samfélagsins er tilbúinn til þess að breyta hjá sér. Illugi er að standa sig illa sem menntamálaráðherra og virðist engan veginn ná að leiða stofnunina inn á nýjar brautir (ekkert frekar en hvernig tekið er á LÍN málum).

Þar sem hvorki stjórnendur né stjórnmálamenn virðast geta séð hvernig megi takast á við breytta tíma þá er spurning um að leyfa almenningi að taka þátt í hugmyndavinnu um hvernig það sér fyrir sér framtíð Ríkisútvarpsins.

Það vantar sátt um þennan miðil ef hann á áfram að vera rekin af samfélaginu en til þess þarf miðillinn að uppfæra sig og breytast í takt við samfélagið.


mbl.is Staðan markar tímamót í rekstri RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta stenst ekki hjá olíufélögunum

Þegar rýnt er í tölurnar sem fylgja fréttinni þá stenst engan veginn að bensínverð hafi ekki lækkað til samræmis við lækkun olíuverðs. Þannig er veiking krónunar 5% en lækkun á galloni af bensíni 13%. Þarna er mismunur sem ekki er skýrður. Þetta segir kannski ekki alla söguna en samt sem áður eru olíufélögin ekki að segja satt og rétt frá. Það hefur alltaf legið fyrir að lækkun skilar sér illa í bensínverð en hækkun kemur strax fram, allavega virðist það fyrir neytendum.

Þannig virðast olíufélögin ná að hala inn krónum á kostnað neytenda. Það væri óskandi að meiri gagnsæi væri í verðlagningu eldsneytis hér á landi. 

Fyrir neytendur er of erfitt að átta sig á verðlagningu með eldsneyti en hvernig er hægt að koma þeim skilningi til neytenda?


mbl.is Veiking krónu vegur á móti lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veigar Páll lærðu af þessu

Það er rangt hugarfar hjá leikmanninum að hugsa þannig að hefði leikurinn tapast þá hefði atburðurinn setið í honum en af því þeir unnu þá eigi hann að gleyma.

Nær væri að læra af atburðinum og koma þannig í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig á einhvern hátt. Alveg sama hvað var gert við hann þá gerði Veigar Páll mistök sem hefðu getað verið dýrkeypt. Þessi mistök geta hæglega endurtekið sig nema hann læri af atburðinum.

Íþróttamenn eiga að læra af svona atburðum alveg eins og þeir þurfa að læra tækni.


mbl.is Veigar Páll: Ég skammast mín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægast er að lífeyrissjóðakerfinu sé breytt

Held það sé mun mikilvægara að taka á þessu lífeyrissjóðakerfi heldur en hvort starfsmenn séu að láta fífla með sig í stjórnum fyrirtækja. Hingað til er saga lífeyrissjóða langt því frá að vera sannfærandi um hlutverk sitt og hvað þá að stjórnendur hafi getað staðið undir lögbundnu hlutverki sínu m.a. með tiliit til ávöxtunar sjóðanna.

Það á einfaldlega að leggja þessa sjóði niður enda er það ekki hlutverk lífeyrissjóðanna að standa í fyrirtækjarekstri. Þessi grein sýnir vel hversu mikilvægt það er að taka sem fyrst á hlutverki lífeyrissjóðanna. Lögbundinn lífeyrisréttur fólks er alveg hægt að safna í gegnum Seðlabanka Íslands sem síðan sér um að ávaxta en ekki halda úti rándýru kerfi sem skilar alltof litlu til baka til fólksins.


mbl.is Leiði ekki til blokkamyndana og leppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband