9.3.2009 | 22:47
Hvenær fylgir Samfylkingin sannfæringu sinni
Þessi frétt fær bara einn
Hér er frétt um hinn eilífa eltingaleik Samfylkingarinnar við skoðannakannanir. Jóhanna nýtur mest traust samkvæmt skoðannakönnun og þess vegna á hún að verða leiðtogi flokksins.
Leiðtogar fylgja sannfæringu sinni og meðan Samylkingin fylgir skoðannakönnunum þá fylgja þeir ekki sannfæringu sinni.
Nei Jóhanna er ekki leiðtogi þjóðarinnar til að koma okkur upp úr öldudalnum. Eitthvern betri takk með framtíðarsýn.
![]() |
Össur biðlar til Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2009 | 01:03
Verum jákvæð
Þetta er svona týpísk neikvæð frétt sem tröllríður öllu um þessar mundir. Staðreyndin er sú að viðskipti færast til og það er ekkert endanlegt í þeim málum.
Málið er miklu frekar að það er enginn að kynna málstað Íslendinga í útlöndum þessa dagana þótt að nú sé mikilvægi þess mun meira en oft áður. Íslendingar þurfa líka að skilgreina sig betur sem örþjóð á alþjóðavettvangi sem vill stunda sjálfbærar veiðar. Ekki gleyma heldur þeirri staðreynd að Bandaríkjamenn veiða fleiri hvali en fá að gera það í friði vegna þess hversu vel það er skilgreint (þe. frumbyggjaveiðar).
Það er kominn tími til að Íslendingar stígi upp úr þessari neikvæðni og niðurdregnum hugsunarhætti og hugsi til framtíðar. Við þurfum að skilgreina okkar markmið næstu 10 árin, 5 árin og nánustu framtíð.
Enginn pólitískur flokkur gerir það þessa dagana eða í aðdraganda kosninga. Flokkspólitík hefur fengið algera falleinkun meðal þjóðarinnar en samt geta einstaklingar ekki vænst þess að komast inn á þing eða í störf framkvæmdavaldsins nema vera undir flokkaveldinu (sem er fast í sandkassaleik þessa dagana).
Gott dæmi um breytt landslag í pólitík er hvernig Obama býður ekki bara sínum flokksmönnum ráðherraembætti. Hvers vegna gerist það ekki á Íslandi. Auðvitað ættu flokkarnir að sjá að sér og setjast allir saman á eitt að leysa úr þessari krísu. Margar hendur vinna létt verk. Sameinaðir stöndum við, sundraðir föllum við. Þetta á við núna og nú þurfa menn og konur að stíga aðeins niður af pallinum og viðurkenna að við þurfum öll að leggjast á eitt.
Best væri að fá öflugan aðila með góða framtíðarsýn til að verkstýra þessu en hann finnst ekki meðal pólitíkusanna, það er alveg ljóst. Sem dæmi sé ég fyrir mér ísland eftir 10 ár:
- Búin að greiða 80% af skuldunum vegna bankahrunsins og skuldir þjóðarinnar greiddar upp fáum árum eftir það
- Verðum okkur sjálfbær um orkjugjafa að öllu leyti
- Opnum landið fyrir samvinnu við aðra án þess að ganga í Evrópusambandið
- Tekinn verði upp Dollar sem gjaldmiðill
- Skilgreinum hlutverk okkar í alþjóðasamfélaginu og miðum utanríkisstefnu út frá því
- Sköpum 30 þúsund ný störf á þessu tímabili
- Afnemum verðtryggingu
- Skilgreinum heilbrigðiskerfið betur með færri í yfirstjórn en fleiri útibúum
- Friðlýsum hálendið og setja vel skilgreindar reglur um ferðalög þar
- Byggja upp strandaleið til Akureyrar með göngum en ekki hálendisveg
- Tryggja stóriðju á Bakka
- Setja enn meira aðstoð í ferðamál á Vestfjörðum og byggja upp ónýta vegi þar
Þetta eru bara dæmi um hvað ég sé fyrir mér að gerist á Íslandi næstu 10 árin. Ekki er ég á leiðinni á þing þar sem ég hafna alfarið að fara undir flokkaveldin. Hins væri gott ef eitthver gæti séð sér fært að koma með framtíðarsýn sem alþingi Íslendinga og framkvæmdavaldið gæti séð um að gera að veruleika.
![]() |
Sniðganga íslenskar vörur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 12:33
Hittir naglann á höfuðuð
Þetta er alveg rétt hjá Vilhjálmi. Það kostar ekkert að hugsa og við höfum öll frjálsan vilja til að hugsa það sem við viljum. Það er framkvæmdin úr þessum hugsunum sem skiptir máli og mikið rétt ríkisvaldið eitt og sér kemur okkur ekki úr vandanum. Ríkisvaldið býr til umhverfi sem á að auðvelda okkur að framkvæma hugsanirnar.
Því miður hefur núverandi stjórn ekki enn gert neitt til þess að auðvelda okkur framkvæmdina. Það skiptir meira máli að skipta um nefndir, koma að sérhagsmunum og koma Seðlabankastjóra frá. Ekkert sem hjálpar þjóðinni að framkvæma það sem þarf til að komast úr vandanum.
Þessi samlíkin passar líka vel því það er ekki fyrr en við viðurkennum að svona er ástandið að við förum að gera eitthvað. Margir virðast enn ekki átta sig á því að við komumst ekki hjá því að borga Icesave reikninginn einfaldlega vegna þess að það var sett í neyðarlögin að ríkið myndi ábyrgjast innlánsreikninga. Icesave er tæknilega innlendur innlánsreikningur (sama á við um Kaupþing Edge) og það er ekki hægt að gera upp á milli Íslendina sem eiga innstæðu þar og útlendinga. Þetta hefur ekkert að gera með að lúffa fyrir einum né neinum. Lögin voru bara ekki betur samin en þetta. Það er ekki hægt að segjast ábyrgjast bara suma innlánsreikninga þegar gefið er út að ábyrgjast eigi alla innlánsreikninga. Hverjum er um að kenna? Nú fyrrverandi ríkisstjórn eins og hún leggur sig og í raun öllum alþingismönnum því frumvarpið var samþykkt nánast án þess að fara í umræður um það (hefðu umræður einum sólarhring lengur getað skipt máli?).
Vandamálið með ríkisvaldið að það er alltof mikið að flýta sér og tekur ekki nógu mikið tillit til afleiðinganna. Það má alveg segja það sama um Seðlabanka frumvarpið sem nú er verið að reyna keyra í gegn. Svona vinnubrögð hjálpa þjóðinni ekkert og hefur ekkert með hvort fylgt er kapitalísma, nýfrjálshyggju eða jafnaðarstefnu. Betur samin lög skila árangri. Sandkassaleikurinn verður að stöðva í bili og nú skiptir höfuðmáli að framkvæma án sérhagsmuna.
Ég hef trú á þjóðinni og að með hækkandi sól munum við ná að fyrirgefa og halda fram á veginn.
![]() |
Aldrei of blönk til að hugsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 23:18
Hver er svo ávinningur mótmælanna?
Allt sem fæst út úr mótmælunum eru flokkar sem fara í sandkassaleik fyrir kosningar og enginn lærdómur af öllu saman.
Það er ekki betur að sjá að sama fólkið ætli sér að sitja áfram á þingi, sakleysið uppmálað. Siðferðilega eru þingmenn úr öllum flokkum sem ættu að sjá sóma sinn í að hætta. Það gengur ekki upp að vera bæjarfulltrúi og þingmaður. Það gengur heldur ekki upp að vera formaður BSRB og á þingi.
Það er ekki hægt að vera í þversögn við sjálfan sig eins og kom svo bersýnilega í ljós þegar Ögmundur talaði um lögregluna. Hann getur talað í nafni þess að vera alþingismaður en hvernig ætlar hann þá að tala í nafni BSRB? Sömu þversögn kemur upp hjá þeim. Hvar ætla þeir að sitja þegar tekist er á?
Og svona til að kóróna vitleysuna þá stendur eftir sú spurning: Hvað braut Davíð Oddson af sér í starfi? Málið er að hann er opinber starfsmaður og til að reka opinberan starfsmann þarf hann að brjóta af sér í starfi. Ef ekki liggur fyrir efnisleg áminning á störf embættismann þá er ekki hægt að reka hann. Í öðru lagi þarf fyrst að áminna starfsmann og hann síðan að brjóta af sér aftur til að vera rekinn. Ég bið því eitthvern að lýsa fyrir mér hvað það var efnislega í störfum hans (ekki hvað hann sagði) sem hann braut af sér og hinir tveir líka (þeir sögðu fátt en eiga samt að fjúka eins og Davíð).
Annaðhvort þarf að leysa þetta vandamál eða breyta lögunum t.d. með sameiningu Fjármálaeftirlits og Seðlabanka.
Þetta ætti Ögmundur vel að vita og allir hinir þingmennirnir líka. Vonandi vita flestallir þingmenn að þeirra tími er liðinn og stíga til hliðar. Þetta á við um alla flokka. Annars er ekkert unnið með mótmælunum.
![]() |
Ný ríkisstjórn í kortunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2009 | 01:37
Hvað vannst með því að fá kosningar?
Nú þegar ljóst er að kosið verður í vor þá er vert að spyrja sig um hvað þær snúast. Vissulega mun þær snúast um svokallaða spillingu og illa unnin störf. Allt gott og gilt um það. Nýtt fólk inn en í grunninn er samt unnið út frá sama kerfi. Hvaða möguleika eiga nýir flokkar á að koma manni á þing? Nánast engir.
Líklegasta niðurstaðan er að það verða sömu flokkar á þingi með eitthvað að nýjum andlitum. Mynduð ný stjórn með nýjum ráðherrum en enn sama flokkaveldið. Ríkisstjórn getur enn keyrt yfir alþingi. Stjórnsýslan er nákvæmlega eins nema búið er að skipta um stjórnendur. Hversu mikil breyting er það?
Líklegast verður niðurstaðan þriggja flokka stjórn sem verður illa starfhæf og kosið aftur innan tveggja ára. Lagað til í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti og líklega sameinað aftur. Skattar hækkaðir og gengur hægt að koma okkur úr ástandinu. Engar breytingar gerðar á stjórnarskránni (stjórnmálamenn geta ekki komið sér saman um almennilegar beytingar á henni) en eftirlit og siðareglur hertar. Sem sagt lítill árangur.
Niðurstaðan sem ég fæ er að við fengum kosningar án þess að nokkuð muni breytast í grundvallaratriðum.Því miður misstum við af gullnu tækifæri á að gera róttækar endurbætur á stjórnarskrá okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 00:31
Hvert ættu mótmælin nú að stefna þegar ljóst er að kosið verður í vor?
Það er ljóst að kosningar verða á vormánuðum. Hvenær nákvæmlega veit enginn en spurningin er hvort að mótmælendur ætli að mótmæla fram að kosningum? Það er ljóst að búið er að samþykkja þeirra kröfur. En hvað er unnið með þessu?
Skynsemin segir flestum að bankakerfið þarf að komast af stað áður en kosið er og rannsókn á hruninu á almennilegt flug. Af hverju geta mótmælendur ekki séð það? Afleiðingin getur orðið skelfileg sérstaklega ef bankakerfið fær ekki að komast af stað.
Enn er samt ósvarað þeirri spurningu hverju er verið að koma til leiðar. Ég spáði áður á blogginu að verði kosið nú þá verður kosið aftur innan tveggja ára og við þá spá stend ég enn. Hitt er líka að kosningar nú skila engum breytingum því ekki er búið að vinna í nýjum viðhorfum. Það er alveg eins víst að innan fárra ára verður sama staða aftur upp á teningnum þe. svokölluð spilling komin í sama farveg.
Allt tekur sinn tíma og með nýju lýðveldi væri meira unnið. Færa sig frá flokkaveldinu og þeim hreðjatökum sem flokksvaldið hefur á Íslandi. Taka á stjórnkerfinu og breyta stjórnarháttum í landinu. Mótmælendur ættu að athuga það betur áður en við kjósum yfir okkur enn of aftur sömu flokkana með sömu viðhorfin (og jafnvel sama fólkið).
![]() |
Appelsínugul mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.1.2009 | 17:21
Í hvaða fílabeinsturni lifa þingmenn Samfylkingarinnar
Það er frekar skrýtið að horfa á atburðarás þar sem Samfylkingin telur í lagi að slíta stjórnarsamstarfinu eins og þeir hafi einungis gert góða hluti.
Ég bara spyr í hvaða fílabeinsturni lifa þessir þingmenn. Krafan er um mannaskipti og nýtt viðhorf. Ekki sömu andlitin sem hugsa ekki um annað en sætið og sjálfa sig.
Framsókn á allt í einu að vera endurnýjaður með nýjum formanni en með uppalinn kerfiskarl sem varaformann. Hvað er svona nýtt á þeim bæ.
VG ætlar að skila öllu til baka og vinna út frá eitthverju sem erfitt er að skilja að gangi upp.
NEI TAKK þessir flokkar hafa ekkert umboð til að mynda stjórn og hvað þá að það sé í þágu þjóðarinnar. Einungis verið að hugsa um eigin rass og frama. Það á við alla í þessum þremur flokkum.
![]() |
Mikilla tíðinda að vænta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 00:58
Síðast þegar beitt var táragasi á mótmelendur ...
... þá uppskáru þeir ekki þær niðurstöður sem þeir væntu. Ísland gekk í Nató. Nú er krafan um kosningar og spillinguna burt. Endurnýjun og nýtt Ísland.
Nú fer spurningin að snúast um hvort þetta verði nokkuð raunveruleikinn og innan fárra ára allt komið í sama farið.
Hver ætlar að tryggja nýtt Ísland? Ögmundur? Össur?
Sé því miður ekki nýtt Ísland á kortinu.
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 22:48
Hversu mikið er hugsað um vilja fólksins?
Af þessum orðum finnst mér helst lesa mann sem reynir að nýta tækifærið og koma sér á framfæri. Allt sem skiptir máli er að hann fái sinn stól og stað.
Hræsni
![]() |
Eigum ekki að óttast þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 18:30
Kosningar nú þýða kosningar aftur innan 2ja ára
Það sýnir sig vel sem ég sagði í blogginu í gær um að það vantar tilfinningalega leiðtoga til að koma okkur úr ástandinu.
Kosningar leysa ekki vandann og erfitt að sjá hversu mikil endurnýjun yrði á þingmönnum. Í grunninn er samt sama viðhorf meðal stjórnmálaflokka eins og sést vel á fréttum um Framsóknarflokkinn í dag. VG eru heldur ekki eins heilagir og þeir vilja af láta. Steingrímur J verið yfir 23 ár á þingi og ekki var ráðherratíð hans eftirminnanleg. Ögmundur situr sem formaður BSRB og sem þingmaður (frekar siðlaust af mínu mati).
Vissulega eiga menn að bera þá ábyrgð og víkja. Ef kosningar skilar breyttu viðhorfi þingmanna þá væri það frábært en því miður lít ég þannig á það að þeir eru allir ofurseldir sömu vanhæfninni - að vera ekki leiðtogar.
Hver á að stjórna landinu eftir kosningar?
Spái því að erfitt verði að mynda 2ja flokka stjórn og í gegnum tíðina hafa þriggja flokka stjórnir ekki verið langlífar og lítið orðið úr verki. Þetta verður flott ástand.
Áfram Ísland!
![]() |
Ekki á kosningabuxunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)