18.4.2007 | 07:06
Hvað á ég að kjósa?
Nú þegar rétt rúmar 3 vikur eru til kosninga þá er erfitt að gera upp hug sinn. Í boði eru samt einir 7 flokkar en ég er engu nær um hvað ég ætti að kjósa.
Ef byrjað væri á stjórnarandstæðu flokkunum þá eru þeir lítt sannfærandi. Vinstri grænir vilja stoppa stóriðju næstu fimm árin og koma lítið með svör um hvað skuli koma í staðinn. Ferðamennska er atvinnugrein en mjög brothætt og getur alveg eins snúist í höndunum á okkur. Það sem helst selst í ferðamannageiranum eru skemmtanir alls konar. Nóg er af skemmtunum á Íslandi en kláminu var hafnað svo hvað er nú í boði? Eiga allir að fara að skoða landið. Það eyðileggur ekki síður landið og kostar mikla peninga til að umgengnin um svæðin sé viðunandi. Til dæmis er ekki langt síðan að kvarað var yfir umgengni við Geysissvæðið. Nei ég hafna Vinstri grænum þar sem engin almennileg svör eru til staðar.
Frjálslyndi flokkurinn er fastur í kvótaumræðunni og hefur lítið orðið ágengt síðustu 8 ár um þau mál. Sífellt er umræðan um að auka kvótann og lítið um lausnir sem gætu bætt ástandið fyrir byggðirnar í landinu. Síðan er þetta eini flokkurinn sem talar um innflytjendur og þeirra mál. Kemur mér fyrir sjónir sem gamaldags flokkur sem hefur lítið fram að færa. Nei þennan flokk kýs ég ekki.
Samfylkingin er best líst sem glundroði. Kosningin um álver í Hafnafirði var ekkert annað en glundroði sem engu skilaði. Flokkurinn hefur ósannfærandi stefnu sem einkennist mikið af tækifærismennsku og útkomu úr skoðana könnunum. Flokkurinn virðist líka í andstöðu við sjálfan sig er hann segir jafnrétti fyrir alla en allt virðist snúast um formanninn sem er dýrkaður líkt og engir aðrir valkostir séu í boði. Hvers konar jafnrétti er það? Hjá flokknum virðist ganga ákveðin ritstefna í kringum formanninn og leppana hennar. Nei takk þetta er ekki minn flokkur.
Íslandshreyfingin stofnast í kringum umhverfismál og tekur svipaða afstöðu og Vinstri grænir þar en komu síðan óvænt með Evrópusambandsaðild sem kost. Því miður þá get ég ekki hugsað mér að kjósa þann sem er í fyrsta sæti í mínu kjördæmi þannig að nei takk á þennan flokk.
Sérflokkur um aldraða er skrýtið mál og til þess fallið að lenda í þröng. Nei takk.
Framsóknarflokkurinn kemur sinni stefnuskrá vel frá sér en hún höfðar bara ekki til mín. Frambjóðendur eru oft lítt reyndir og koma ekki sannfærandi fram. Nei takk.
Sjálfstæðisflokkurinn er þá bara eftir og hann setur sig svolítið á háan stall. Formaðurinn er vinsæll og kemur vel fyrir. Hins vegar er ég ekkert hrifinn af frambjóðendum í mínu kjördæmi og því hafna ég honum líka. Nei takk.
Eftir stendur enginn flokkur og hvað á ég þá að kjósa?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 22:01
Loksins, loksins!
Það var kominn tími til að stóru útgáfufyrirtækin myndu sjá að sér og hætta þessu eftirliti með neytendum. Þeim kemur ekkert við hvar við spilum lögin, hversu oft eða hvernig við notum vöruna sem við erum að kaupa. Auðvitað á þetta vera eins og með geisladiskana. Neytandinn kaupir hlutinn og fær afnot af honum. Nú er vonandi loksins hægt að kaupa lög á iTunes án þess að vera rígbundinn.
Nú er bara að vona að hin fyrirtækin fylgi í kjölfarið og flestar MP3 veiturnar taki út DRM-afritunarvarnir sem fyrst.
![]() |
EMI ætlar að selja stafræna tónlist án afritunarvarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 00:43
Lengi lifir í gömlum kreddum
Var að fletta Ísafoldar blaðinu í dag. Tímarit sem er selt sem blað fyrir íslendinga. Finnst nú ansi mikill glans á því til þess og hef reyndar ekkert of gaman af ritstjóranum. Enda finnst mér hann fastur í gömlum kreddum og vill að allir hinir taki undir honum með þær.
Það sem mér fannst hvað leiðinlegast að lesa var umfjöllun um Reykjavík sem borg. Var verið að fjalla um arkitektúr í Reykjavík og því kaosi sem einkennir hann. Því get ég hjartanlega verið sammála því enginn heilsteyptur stíll er á borginni frekar en öðrum borgum sem heimsóttar eru. Svo virðist sem menn missa sig yfir skipulagi sem einkennir miðbæjarhluta annarra borga að allt sé svo skipulagt en staðreyndin er sú að þessir borgarhlutar voru byggðir á mun lengri tíma en Reykjavík. Svo væri nú líka hægt að minnast á skipulagsmistökin í Kaupmannahöfn þegar sett var stoppustöð á Ráðhústorgið. Málið var hins vegar hið eilífa nöldur og niðrandi athugasemdir um Smáralind sem stakk mig. Vissulega lítur þetta út í lofti eins og reðurtákn en að það sé ekkert líf þarna í kring er alveg með ólíkindum og að það þurfi hótel til að staðurinn teljist miðbær er enn meira með ólíkindum.
Smáralind er staðsett á miðju höfuðborgasvæðisins og mjög auðvelt að komast þangað. Ekki er hægt að segja það sama um norðangadd blásinn Laugaveginn, hann er ekki miðsvæðis eða auðvelt að komast þangað. Önnur athugasemd var líka að engan grasblett væri að finna við Smáralind. Ég sé nú ekki marga grasbletti á Laugaveginum eða við Kringluna. Hvað þá á Strikinu í Kaupmannahöfn eða í London. Ef hugmyndin er að stutt sé í opin svæði þá er einna styst í opið svæði frá Smáralind.
Satt að segja leiðast mér þessar kreddur og er ekki kominn tími á málefnalegar umræðum um arkitektúr, verslunarsvæði eða bara um það hvernig er að vera íslendingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 13:45
Hvernig væri ef einhver reyndi að fá þá hingað til lands?
Loksins koma þeir aftur og með nýtt efni. Það er nú ekki svo langt til Dublin og alltaf verið draumur minn að sjá R.E.M. á tónleikum. Búið að samþykkja þá í frægðarhöllina og ég búinn að hlusta á þá í meira en 20 ár. Er ekki kominn tími til að skella sér?
Segja má um R.E.M. að þeir eru ein merkasta starfandi rokksveitin í dag og þótt að nýrra efni sé ekki af sömu gæðum og það eldra er alveg víst að það er þess virði að skella sér á tónleika með þeim.
Hvernig væri nú ef einhver reyndi að fá þá hingað til lands?
![]() |
REM mun frumflytja nýtt efni í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2007 | 23:04
Þetta er ótrúlegt!
Já eftir að hafa horft á þetta í gamla daga bjóst maður alls ekki við að þessar verur yrðu endurunnar. Skjaldbökur sem lifa neðanjarðar með moldvörpu sem foringja sinn. En viti menn það var gert og með þessum fína árangri. Gaman væri að vita hvort að það voru foreldrarnir sem drógu börnin á myndina eða öfugt?
Það verður síðan spennandi að sjá hversu mikið The Simpsons ná að draga fólk í bíó um mitt sumar. Allavega erum við feðgin búin að ákveða okkur að fara þegar hún verður frumsýnd en ég veit ekki alveg hvort að TMNT sé nógu eftirsóknaverð fyrir okkur.
![]() |
Skjaldbökurnar mættar á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 22:58
Þjóðin á þá rétt á fleiri sjónvarpsþáttum um sig
![]() |
Þjóðin á þetta útvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 00:03
"Velkominn í menninguna"
Þessi orð viðhafði Raggi Bjarna (í gríni auðvitað) á tónleikum Helenu Eyjólfs í Salnum í Kópavogi þann 11. mars s.l. Ég er engan vegin að setja út á Ragga Bjarna enda skemmtikraftur af Guðs náð. Heldur finnst mér orðasambandið alltaf jafn athyglisvert.
Sífellt minna heyrast þessi orð í dag en áður fyrr en samt sem áður enn til. Ef vísað væri til tónleikanna þá mætti frekar segja að Helena hefði fært okkur Akureyska menningu (sjá umfjöllun um tónleikana hér) og því ættu orðin vel við í því samhengi.
Menning er annars allstaðar þar sem fólk hefur samskipti á einhvern máta svo að menningin fyrir norðan er mikil og merkileg, alveg eins og hér fyrir sunnan. Menning er samt ekki bara tengd listum eða er betri eða verri en önnur menning.
Það ber því að þakka Helenu fyrir að færa okkur menningu frá Akureyri hingað suður og leyfa okkur að njóta þess. Enda eru tónleikar hennar alveg stórkostlegir. Meira af slíku takk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 22:06
Dónaskapur opinberra starfsmanna
Allra jafnan standa opinberir starfsmenn sig vel en til eru starfsmenn sem eru dónalegir. Ég lenti í þannig starfsmanni í dag og ég er ekki að tala um þurra afgreiðslu. Þar sem ég hóf rekstur á vefsíðum á síðasta ári (hughrif.is og youbethere.com) en ekki enn kominn með tekjur af þeim þá lenti ég í ótrúlegu símtali frá skattinum.
Ég hafði, eins og lög gera ráð fyrir, skilað inn virðisaukaskýrslu fyrir s.l. ár þar sem fram kemur hár stofnkostnaður en engar tekjur. Konan frá skattinum fór að efast um þetta rekstrarform og það get ég alveg sætt mig við. Það sem hins vegar fór illa í mig er að hún gerði lítið úr mínum væntingum til rekstar með því að segja hluti eins og: "koma nokkrar tekjur af þessu", "þetta þykir mér mikil bjartsýni". Það má efast en það á ekki að gera lítið úr fólki, þeirra væntingum og draga úr trú þeirra á getu sína.
Auðvitað hefja allir rekstur á bjartsýnis nótum og þurfa að reka sig á marga veggi. Þetta var samt algerlega yfir strikið að lenda í slíkum dónaskap og á auðvitað ekki að eiga sér stað hjá opinberri stofnun. Sagt er að margir hafi misnotað þetta kerfi en samkvæmt lögum eru allir saklausir uns sekt er sönnuð. Er ég glæpamaður fyrir að skila inn skýrslu án tekna? Væri ekki nær að koma fram af virðingu og efast um að tekjur skili sér. Það væri t.d. hægt að gera með spurningu eins: "Sérðu fyrir þér að tekjur muni skila sér á þessu ári". Í framhaldi af því væri hægt að útskýra að rekstur þarf að skila tekjum á þessu ári því annars er farið fram á endurgreiðslu.
Já það er ekki nóg með það að erfitt er að stofna fyrirtæki á Íslandi heldur þarf líka að fást við stífar og erfiðar stofnanir. Til að mynda er nánast ekkert mál að stofna fyrirtæki í Danmörku eða Englandi. Af hverju ekki á Íslandi? Erum við ekki bara að dragast aftur úr vegna þess hversu fá fyrirtæki eru stofnuð á Íslandi.
Ein umræðan var um að hátæknifyrirtæki gætu sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts í fleiri ár en nú er og lögunum var breytt. Hvernig í ósköpunum eiga þeir að gera það ef þeir þurfa að lifa við dónaskap eins og þennan ár eftir ár?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2007 | 00:54
Alveg ótrúlegur flokkur þetta samfylkingarkrull
Á hvaða plánetu lifir Samfylkingin eiginilega? Í Þýskalandi er í gangi prógramm þar sem verið er að fjölga vinnustundum til að vera samkeppnishæfari við aðrar þjóðir. Eiga Íslendingar ekki að vera samkeppnishæfir? Þessi síendurtekna forsjárhyggja Samfylkingarinnar er algera úr takti við allt sem gengur og gerist í samfélaginu (og í heiminum ef út í það er farið).
Þessum flokki væri nær að koma með eitthvað í takt við tíðarandann.
![]() |
Samfylkingin vill taka upp viðræður um að stytta vinnutíma í áföngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2007 | 00:47
Um banka og þjónustugjöld
Það er gott mál að hafin er umræða og amast í öllum þessum þjónustugjöldum. Það er hreint með ólíkindum á hverju er hægt að troða á gjaldi og kalla það þjónustugjald. Hvers vegna á ég sem neytandi að borga allt að 450 kr. fyrir að láta innheimta mig um skuld. Það er einfaldlega verið að hækka kostnað neytenda með því að fela raunveruleikann.
Þessi þjónustugjöld eru ekkert einskorðuð við banka eða símafyrirtæki. Þetta er í öllu. Vara eða þjónusta er seld en síðan þarf að borga auka. Ef ég væri að byrja með fyrirtæki og seldi vöru eða þjónustu þá væri það síðasta sem maður gerði að setja auka þjónustugjöld. Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess að það myndi spyrjast út og viðskiptavinir myndu ekki vilja versla við mann. Þar sem fákeppni ríkir á Íslandi þá komst fyrirtæki upp með svona aukagjöld vegna þess að:
1. Ný fyrirtæki eiga svo erfitt með að komast inn á markaðinn
2. Fólk á nóg af peningum og það finnur ekki nóg fyrir þessum aukagjöldum
3. Neytendur á Íslandi láta alltof mikið yfir sig ganga og samþykkja allt of margt sem fyrirtækin leggja á þá vegna þess að þeir fylgjast illa með
Að þessu sögðu þá er ég mjög ánægður að umræðan komist í gang með að fara yfir þessi mál og koma í betra horf. Í Danmörku þurfti t.d. að segja lög þar sem bankarnir voru skikkaðir til að gera verðskrá sína aðgengilegri neytendum. Kannski þyrfti það sama hér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)