Þetta kom á óvart

Þarna kom Al Gore heldur betur á óvart. Hann hefur verið með herferð um loftslagsbreytingarnar en að gera svona stórt og viðamikið verkefni í kringum það er alveg stórkostlegt. Af hverju ætti þetta ekki að vekja sömu athygli og LiveAid og vonandi ná eyrum einhverra í heiminum.

Það versta er að sá sem þyrfti helst að leggja eyrun við hlustir situr í Hvíta húsinu og vill ekkert heyra um svona þvætting! 


mbl.is Tónleikar haldnir um allan heim til að vekja athygli á loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn verið að trufla mig!

Þetta er alveg með ólíkindum hvað margar öryggisuppfærslur hafa komið vegna Windows í gegnum tíðina. Ég er með tvær tölvur, önnur Windows XP og hin með Mandriva LInux 2007. Sífellt þarf að vera skipta sér eitthvað að Windows vélinni en Linux vélin kvartar aldrei, biður ekki um aukaforrit og því gefst tími til að gera það sem þarf að gera í tölvunni.

Fyrir nokkrum vikum hrundi önnur tölvan mín og ég keypti nýja. Þar fylgdi auðvitað Windows XP með og þá hugsaði ég mér að kannski ætti ég að gefa Windows aftur séns. Innan tveggja klukkustunduna var ég farinn að leita að Linux diskunum því á þeim tíma kom upp forrit fyrir vírusvörn og adware, forrit til að taka afrit af tölvunni og eitthvað meira. Sem sagt ekkert næði til að sinna því sem þarf að sinna. Setti upp Mandriva Linux 2007 og fékk frið því ekkert poppaði upp eftir að ég hafði sett hana upp og fékk í kaupbæti flotta 3D vinnslu sem á að vera svo rosalega nýtt í Windows Vista.

Nei ég mun örugglega ekki skipta aftur í Windows þrátt fyrir nýja uppfærslu hjá þeim. Keyri mína tölvu á Linux og þau forrit sem ég neyðist til að keyra í Windows þá nota ég Win4Lin og keyri Windows XP þaðan (mun öruggura) þrátt fyrir að losna ekki við truflanir þá er þetta bara notað fyrir ákveðin forrit. 


mbl.is Microsoft gefur út uppfærslu við 20 öryggisgöllum á Windows
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei skilið afritunarvörnina

Það er skrýtið til þess að hugsa að stórir tónlistarútgefendur séu svona fastir í að læsa lögunum. Hver man ekki eftir að DVD diskum var skipt upp í 6 svæði en það stoppaði engann að brjóta það upp. Sama er með þessar læsingar á MP3 lögum, þær skila engu.

Sala á netinu eykst hægar en ella en það er staðreynd að ódýrara er að kaupa lögin á netinu. Auk þess getur maður þá losnað við að kaupa uppfyllingarlögin sem mikið eru sett með.

Í dag eru til síður (www.bleep.com og www.magnatune.com)sem selja án afritunarvarnar en úrvalið er eðlilega ekki það sama. Vonandi láta tónlistarútgefendur fljótt af þessum ósið og hætta að stinga hausnum í sandinn. Það sem kaupendur vilja er frjálst val.


mbl.is EMI íhugar að hætta notkun afritunarvarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat nú verið!

Þetta er ansi skrýtin frétt. Að fjalla um vöru sem mögulega getur valdið lifrarbólgu og hafi átt sér stað á 6 ára tímabili. Í fréttinni er ekkert talað um lifnaðarhætti fólksins eða hvort það hafi tekið inn önnur lyf, hvað þá sjúkdómasögu þess. Fréttin er mjög einhliða og verulega lituð. Af hverju ekki að spyrja hver staðan sé á rannsókninni? Af hverju ekki að spyrja um hver sér um rannsóknina? Af hverju er hófst rannsókn ekki fyrr þar sem þetta á að gerast á 6 ára tímabili? Af hverju var ekki talað um þetta fyrr? Hvenær er von á niðurstöðum rannsókna?

Það eru alltof margar spurningar sem vakna við svona frétt og fréttamaðurinn ætti að hafa spurt um. Fyrir utan þá staðreynd að tilteknar vörur eru ekki einu sinni seldar á Íslandi. Maður spyr sig hvað er eiginlega í gangi hérna? Held að fréttamanni væri nær að afla sér betri upplýsinga, gera hlutlæga skoðun á málinu og setja f%u0155éttina þannig fram að ekki sé auðvelt að dæma út frá tilgátum, vafa. Enda segir í réttarkerfinu að sá ákærði er saklaus uns sekt er sönnuð. Hvað er búið að sanna í þessu máli?


mbl.is Sex lifrarbólgutilfelli eftir neyslu á Herbalife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kerlingin í Vesturbænum dauð?

Íslenskt samfélag hefur farið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og eitt af aðaleinkennum gamla samfélagsins virðist vera horfið. Kerlingin í Vesturbænum var samnefnari fyrir siðvendi samfélagsins og ekki var hægt að gera hvað sem er án þess að hún hæfi upp raust sína. 

Nú ber svo við að hún virðist hætt að heyrast sem ber glögglega vitni um breytt samfélagsmynstur. Fyrir nokkrum árum mátti ekki sjást sköpun mannsins í sjónvarpi án þess að kerlingin í Vesturbænum gerði alla vitlausa. Á nýársdag brá hins vegar við að sýnd var myndin Strákarnir sem fjallaði um samkynhneigð í íþróttum. Sýnd voru atriði sem kerlingin í Vesturbænum hefði farið hamförum hefði hún verið á lífi. Í staðinn heyrist ekki neitt, ekki múkk.

Er þetta vitni um breytt siðferði þjóðarinnar sem lítur öðrum augum á klám í dag en áður? Eitt er þó ljóst að siðferði þjóðarinnar hefur tekið breytingum og meira leyfist en áður. Líklegast er þetta í takt við breytingar í löndunum í kringum okkur sem hafa tekið svipaða afstöðu til kláms. Vera má að okkur vanti siðferðispostul eftir að kerlingin í Vesturbænum hætti að láta í sér heyra en spurningin er hvort við þurfum þess?

Er ekki í lagi að við stefnum áfram án allrar gagnrýni og siðvendi. Er þetta nokkuð hættulegt? Ekki hræðist ég það en gaman væri ef einhver samnefnari í siðvendi væri til, bara til að minna okkur á að ekki er allt leyfilegt. Hver býður sig fram? 


Tónlist ókeypis á netinu

Nýverið kom frétt um að tónlist ætti að vera ókeypis á netinu en þó með skilyrðum. Satt að segja fannst mér það ekki spennandi kostur þar sem skilyrðin voru ekki spennandi, allt á Windows media formati og nauðsynlegt að nota síðuna í hverjum mánuði.

Sjálfur væri ég frekar til í að borga fyrir tónlistina og fá fullt leyfi til að gera það sem ég vil við mín lög. Staðreyndin er nefnilega sú að flestir sem selja tónlist á netinu setja inn DRM í lögin sem á að vera til varnar þjófnaði. Slíkt jaðrar við einkarétt neytandans og ætti ekki að eiga sér stað. Auk þess þarf oft að kaupa sér sér forrit eða nota ákveðinn búnað til að geta hlustað á lögin í stað þess að geta valið sér sjálfur.

 Ég hef keypt lög á netinu og besta síðan sem ég hef fundið er BLEEP - http://www.bleep.com - en þeir fengu verðlaun í Bretlandi sem besta Digital Music site enda innihalda lögin hjá þeim ekki DRM.

 Fyrir mig er nóg að kynnast tónlistinni t.d. með því að leyfa hlustun í ákveðinn tíma, myndböndum eða niðurhali á ákveðnum lögum enda er það hluti af kynningarstarfsseminni. Markmiðið er samt enn að selja tónlistina og lítist mér á vöruna þá kaupi ég hana rafrænt eða á disk. Mitt er valið.


Fyrsta færslan

Blah blah blah!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband