5.10.2014 | 12:02
Veigar Páll lærðu af þessu
Það er rangt hugarfar hjá leikmanninum að hugsa þannig að hefði leikurinn tapast þá hefði atburðurinn setið í honum en af því þeir unnu þá eigi hann að gleyma.
Nær væri að læra af atburðinum og koma þannig í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig á einhvern hátt. Alveg sama hvað var gert við hann þá gerði Veigar Páll mistök sem hefðu getað verið dýrkeypt. Þessi mistök geta hæglega endurtekið sig nema hann læri af atburðinum.
Íþróttamenn eiga að læra af svona atburðum alveg eins og þeir þurfa að læra tækni.
Veigar Páll: Ég skammast mín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Veigar Páll situr flötum beinum og er að laga skóinn eftir ljóta tæklingu
FHingurinn tekur á sig stóran krók beygir sig niður og öskrar í eyrað á honum
ég held að hinir FHingarnir hafi skammast sín fyrir þessa framkomu
að það hafi haft slæm áhrif á hugarfar þeirra í leiknum
Grímur (IP-tala skráð) 5.10.2014 kl. 21:34
Það skiptir engu máli hvað FH-ingur gerði áður en Veigar Páll brást við. Hann ber ábyrgð á sinni hegðun og á að læra af henni en ekki ýta henni í burtu eða kenna öðrum um.
Rúnar Már Bragason, 5.10.2014 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.