19.10.2022 | 15:00
Óumdeilanlegt að hætta við borgarlínu
Er algerlega ósammála fullyrðingum Alexöndru um að ríkið sé lausnin í almannavögnum. Hún segir ma.: "Það er alveg ljóst að Betri samgöngur og borgarlína eru eina leiðin til að mæta þörfum framtíðarinnar í borginni þegar fjöldinn eykst. Líka ljóst að hún er miklu ódýrari og áhrifaríkari en nokkrar aðrar aðgerðir eins og að breikka vegi, fjölga vegum eða leggja fleiri mislæg gatnamót."
Þarna alhæfir hún um að eina lausnin sé að breikka vegi. Það er í algerri andstöðu sem Betri samgöngur hafa haldið fram enda vilja þau fyrst og fremst mislæg gatnamót og flýtileið fyrir strætó. Það er alls ekki sama og Alexandra fullyrðir.
Hitt málið er að strætókerfið (og hugmyndir um borgarlínu) er svo fjarri því að vera lausn fyrir fólk sem vill fara á milli hverfa. Henta ef farið í 101 en annað er það algerlega galið. Þess vegna kaupa flestir sér bíl til að komast hratt og örugglega á milli hverfa.
Hættum við borgarlínu og gerum þetta á skynsaman hátt.
Óumdeilanlegt að ríkið þurfi að koma sterkar inn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólk sem vill draga úr umferðarteppum og mengun en er á móti mislægum gatnamótum, er í mótsögn við sjálft sig.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2022 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.