Er rokkið dautt?

Frá því ég fór að fylgjast að alvöru með rokk og popptónlist þá hefur sífellt verið tautað á því að rokkið sé dautt. Skrýtið að fyrir rúmum 20 árum þá er enn sama umræðan í gangi en enn lifir rokkið góðu lífi.

Fyrst ætla ég þó að vera sammála orðum Elton Johns að ekki sé gefið eins mikið af spennandi plötum út og áður. Eitthvað er við það en plötur sem eru útgefnar gefa ekki sama spenning og áður. Kannski er hin raunverulega ástæða allt hitt sem er svo spennandi að útgáfa plötu er ekki eins spennandi og áður. Sjálfum finnst mér ekki sama kraftur og ástríða og áður. Allt of mikið af plötum er bara gert af því að gaman er að vinna við þetta en engin ástríða virðist fylgja.

Tökum dæmi: Editors er góð hljómsveit sem gefur út grípandi lög. Hins vegar skortir hljómsveitina að draga algerlega sinn hlut fram þar sem eitthvert sjálfstraust eða eftirherma af öðru er eitthvern veginn sífellt í huga manns. Eitthvað sem mér finnst um margar hljómsveitir í dag og á t.d. um Artic Monkeys. Ekkert nýtt en haldið á lofti sem það besta í langan tíma. Get reyndar alls ekki verið sammála þessari dýrkun því þeir hafa lítið fram að færa og m.a. er lagið Hurricane með Bob Dylan dæmi um það (svo miklu betra en nokkuð sem Artic Monkeys hafa gert).

Hins vegar eru líka dæmi um hljómsveitir þar sem ástríðan er ráðandi og spennandi er að fylgjast með. The Lucky Soul er popphljómsveit sem spilar 60's popp en gerir það vel að sínu og með ástríðu. Skemmtileg tilbreyting frá öðru sem er í gangi. Hin hljómsveitin er A Place To Bury Strangers sem var enda við að gefa út plötu. Hef reyndar bara heyrt fimm lög með hljómsveitinni en ástríðan og leitin að þróa rokkið er til staðar. Hljómsveitin spilar í anda Shoe Gaze stefnunnar (My Bloody Valintine, Ride) með blöndu af Jesus & MaryChain og techno. 

Slíkt er samt mun sjaldgæfara en áður og ég man þegar ég byrjaði að fylgjast með hljómsveitum eins og The Clash, Prefab Sprout, The Pogues, Jesus & MaryChain, Pixies, Sonic Youth, Triffids og Nick Cave hvernig ástríðan smitaði út frá sér og færði manni ánægju. Sífellt færri hljómsveitir í dag ná þessari ástríðu en eiga samt góð lög en þegar innihaldið er flutt í lagi en ekki gefið þetta extra þá vantar eitthvað.

Ég vil líka skrifa eitthvað á digital hljóðritanir, ipod og fleira. Digital hljómurinn er einfaldlega harðari og ekki eins ástríðufullur. Hljómsveitir gefa út grípandi lög en það er bara ekki nóg. Dæmi er Kaiser Chiefs sem gefa út grípandi popplög en eitthvað vantar. Þeir mega þó eiga það að kunna að spila á tónleikum og gera það af ástríðu en af hverju er ekki sama ástríða í lögum þeirra.

Rokkið er samt ekki dautt og mun lifa. Þetta er ekki spurningin um að finna upp hjólið lengur heldur að gera þetta af ástríðu og hafa gaman af þessu. Rokkið lengi lifi.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband