Sýndarlýðræði lýðveldisins (og verkalýðsforustunnar)

Að halda að Ísland búi við lýðræði á þessum tímum er frekar hjákátlegt. Segja má að nafninu til sé það rétt en þegar kafað er ofan í allar aðgerðir og ákvarðanir þá situr ansi fátt eftir.

Byrjum á orkupakka 3. Þá kom sýnileg andstaða við innleiðingu pakkans. Framan af þögðu flestir þingmenn en þegar ekki var lengur við komið þá komu einhverjar hrútaskýringar um að þetta væri nú ekkert valdaafsal. Hið rétta hefur auðvitað komið í ljós að þetta var valdaafsal sem gefur leyfi á t.d. óskapnaðinn vindmyllur.

Annað dæmi er hroðinn í boði Þórdísar um kröfu ríkisins að taka eyjar og sker til sín. Hún reynir að fela sig á bakvið nefnd sem með réttu endursendir beint aftur til þess sem kom málinu af stað. Svo skýrt dæmi um hvernig þingmenn og ráðherrar vinna í dag. Skýla sig á bakvið nefndir eða embættismenn og þykjast ekkert með ákvörðun að hafa.

Þriðja dæmið má rekja til Samfylkingarinnar sem valdi sér formann með örfáum atkvæðum. Hún vinnur þannig að setja fram mál í fjölmiðlum og biður þannig um samþykki eða neitun. Setti fram skoðun, sem reyndar er almenn, að ekki sé hægt að taka við svona mörgum flóttamönnum. Henni var kurteisislega svarað með því að kannski væri það rétt en líklegast nei.

Það þarf voða lítið að ræða borgarlínu og þann skandall. Almenningur skal ekki ráða för.

Svona vel virkar lýðræðið hjá öllum flokkum á alþingi. Almenningur er alls ekki spurður. Verkalýðsforustannar. Þeir sitja nú í karphúsinu í nafni launþega og vinna að kjarasamningum. Samningum sem enginn launamaður var spurður um hvernig skyldi framkvæmd heldur ákvað forustan hvað væri viðeigandi að tala um. Svo fara menn í sólóleik, eins og formaður VR, og neita að taka frekari þátt því þeir fengu ekki að ráða. Halda fund með örfáum já mönnum og segja að allir hafi verið sammála (þe. formanninum).

Því miður er sýndarlýðræðið algilt nú um stundir og hefur farið mjög versandi á þessari öld. Stigmagnandi gangur að einræði er að gerast á vesturlöndum. Sem þó fær mann til að hugsa hvort þetta hafi verið gegnum gangandi í gegnum tíðina en með tilkomu internetsins þá hafi opnast dyr sem sýni þetta betur. Fjölmiðlar hafa ekki lokaðan aðgang að segja okkur hvað sé að gerast. Líklegast er lýðræðið ekki til, þe. að almenningur ráði för, en að segja að Pútín sé svo vondur miðað við vestræna leiðtoga er frekar mikil einföldun.

Lag sem segir allt um þetta og kannski ætti að endurreisa slíka útvarpsstöð fyrir vesturlönd.


Er gervigreind (AI) áróður?

Sífellt fleiri dæmi komu upp þar sem gervigreind setur sig á stall og upphefur hluti í sögulegu samhengi. Sem dæmi þá taldi gervigreind upp svartar hetjur en gat ekki talið upp hvítar hetjur. Með sama framhaldi þá endar gervigreind eins og wikipedia. Kemur þér af stað en engan veginn hægt að treysta niðurstöðunni.

Gervigreind er auðvitað ekkert annað en það sem er matað í kerfið. Talað er um að geti lært en samt sem áður þá hefurðu ekki meira efni en er fyrir og það túlkar ekki sjálfstætt. Því er alltaf efasemd um að kalla þetta greind. Nær væri að tala um öflugan sýndarveruleika. Vissulega vinnur þetta hratt en á sama tíma kafar þetta ekki djúpt eða túlkar út frá öðru en gögnum.

Sölubrellan um að þetta sé eitthvað nýtt og stórmerkilegt hefur ekki enn sést. Ekkert frekar en bólar á fjórðu iðnbyltingunni. Innantómur veruleiki gervigreindar felst í að selja forrit sem gefur þér niðurstöðu t.d. texta, mynd, lag o.s.frv. Þarna er einungis verið að stytta sér leið.

Sá fésbókar færslu þar sem sýnt var blað sem studdist við gervigreind til að búa til myndir. Sá sem gefur út blaðið er einungis að spara sér kostnað að kaupa ekki ljósmyndir. Þarna er bara verið að næla sér í pening á fljótlegan hátt.

Öll lætin í kringum þetta er einnig frekar gervileg og sýna vel hversu innantómur veruleiki þetta er. Mun þetta bæta líf okkar? Nei menn geta gert hluti hraðar en áður en dýptin í því sem er verið að gera skortir.


Velferð og flóttamenn vinna ekki vel saman

Velferð sem byggir á hagvexti gengur illa ef mikið er um flóttamenn. Þetta skilur formaður Samfylkingarinnar enda er hún hagfræðingur. Í stuttu máli er málið þannig að flóttamaður sem er á kostnað skattgreiðenda í 6 mánuði til 2 ár skilar engu til hagkerfisins. Segjum svo að þessi flóttamaður fái síðan vinnu þá líklegast lendir hann í láglaunavinnu, lifir spart og eyðir litlu - skilar enn litlu til hagkerfisins. Því miður er staðreyndin sú að þetta á við meirihluta flóttamanna. Fólk sem er að leita sér betra lífs.

Sé ætlunin að reka öflugt velferðakerfi á Íslandi þá verður hagvöxtur að vera viðvarandi en þegar ríkið stækkar í sífellu og frjálsa hagkerfið minnkar þá minnkar hagvöxtur. Því ríkið skapar ekki tekjur. Nú rugla sumir saman við t.d. ohf fyrirtækin en þau er í ríkiseigu og vinna því bara á rekstargrundvelli en ekki fjárfestingagrundvelli að auka verðmæti.

Til lengri tíma tapar velferðakerfið á fjölgun flóttamann. Burt séð frá því hversu rík við erum í dag. Til lengri tíma koma færri krónur í ríkiskassann og þá þarf einhver að borga reikninginn. Þannig tapar velferðakerfið á stækkun ríkiskerfis.

Formaður samfylkingar er að horfa til framtíðar þegar hún talar um minnka innflutning flóttamanna. Hins vegar er flokkurinn algerlega klofinn í þessum málum og engin vitræn niðurstaða næst fyrir framtíðarkynslóðir.

Skömmin sem nú svífur yfir meðferð á Grindvíkingum sýnir svo ekki verður um villst að velferð og ótakmarkaðir flóttamenn fara ekki saman.


Gervigreind tekur ekki ákvarðanir

Ekki nóg með að fyrirsögnin sé röng þá eru hugmyndir um gervigreind algerlega út í hött í þessari frétt. Gervigreindin lagði einungis upp út frá ákveðnum forsendum en tók ekki ákvörðun. Það voru sjálfir starfsmennirnir sem það gerðu og mátu sem bestu lausnina.

Þetta er alveg í anda allrar umræðu um gervigreind þessi dægrin. Þrátt fyrir að tölvuforrit geti hjálpað okkur að komast hraðar að niðurstöðu þá velur það forrit aldrei niðurstöðuna. Gervigreindin tekur ekki ákvörðun og verði ákvörðun gervigreindar eitthvað misvísandi þá ber fólkið alltaf ábyrgðina.

Delluþvæla er gegnum gangandi í núverandi umhverfi. Menn halda að þeir hafi endurfundið hjólið með gervigreind (lesist betri forritun og vinnsla úr gögnum). Slíkt er alger misskilningur því þegar búið er að nota þetta að vissu marki þá þarf eitthvað meira ef stíga á skref á annað stig. Slíkt stig verður ekki til fyrr en næg orka og ódýr er til staðar. Það eru áratugir ef ekki aldir í slíkt breytingu.

Ekki láta blekkjast af sölumennsku.


mbl.is Gervigreindin tók betri ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafró fékk aðra til að leita að loðnu

Ekki þurfti að spyrja að niðurstöðunni - það fannst loðna. Aðferð Hafró er alger vitleysa enda sjaldan skilað einhverju vitrænu þegar leit er að uppsjávarfiskum. Þétting loðnu á sér ekki stað eftir einhverjum leitabrautum. Gæti virkað að vissu marki fyrir botnfiska en uppsjávarfisk er þessi aðferð alveg galin.

Er ekki sjávarfræðingur en fylgst með þessu og það er alltaf sama sagan. Loðnan finnst ekki af Hafró heldur þegar nokkrir eru látnir leita.

Er ekki komin tími á endurskoðun aðferða Hafró?


mbl.is Mögulega er loðnan fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuskipti verða ekki á þessari öld

Liggur nokkuð ljóst fyrir að orkuskipti verða ekki á þessari öld og fyrir því eru nokkrar ástæaður.

1. Það er ekki til efniviður í rafhlöður á jörðinni ef skipta á út öllum bílum og nota rafmagn.

2. Mörg lönd sem segjast ætla að minnka jarðeldsneyti hafa aukið notkun síðustu ár.

3. Flug og siglingar eru óhentugar á lengri leiðum séu þau rafknúin og tæknin til þess er á frumstigi.

4. Meirihluti landa í heiminum fylgir annarri stefnu en að minnka jarðeldsneyti.

5. Plast í bílum er búið til með olíu. Plastið léttir bílinn og því verður bíll enn þyngri ef sleppa á plastinu.

6. Malbik er ekki lagt án olíu. Þyngri bílar meira slit á malbiki og rafbílar eru yfirleitt um 50% þyngri en jarðeldsneytisbílar.

7. Ef rafmagnslaust er þá kemst enginn neitt.

8. Þú ferð ekki á rafbíl yfir ár eða upp á hálendi.

9. Líklega má týna meira til eins og lygina um hættuna af jarðeldsneyti.

Hugmyndin um að nota rafmagn til að búa til vetni þýðir að henda þarf út núverandi ferli í framkvæmdum á leyfum fyrir virkjunum. Ein virkjun í 7 ára ferli eða meira. Það bara gerist ekki neitt sem ýtir undir orkuskipti á þessari öld.


mbl.is Nær útilokað að ná markmiðum um orkuskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostanaðaráætlun við samgöngusáttmálan úr böndunum?

Það virðist allt benda til að kostanaðaráætlun við samgöngusáttmálann sé komin úr böndunu og ekki stendur steinn yfir steini frá upprunalegu áætlun. Að það taki svo langan tíma að birta niðurstöður úr endurmati segir manni að það sé eitthvað verulega gruggugt við planið. Þó það hafi auðvitað verið ljóst frá upphafi.

Þessi sáttmáli var bara léleg vinna og byggði ekki á raunveruleikanum. Leit vel út í kynningu en hafði enga tengingu við kostnað eða annað sem að málinu kom. Að þingmenn hafi hampað þessu sem einhverjum áfanga segir meira um innihaldsleysi þingmanna en raunverruleikann.

Þétting byggðar hefur alltaf verið á röngum forsendum. Það átti að byggja fyrst og síðan að redda samgögnum sem er ekkert annað er fíaskó, algert plat. Alþingismenn og konur létu Reykjavíkurborg plata sig upp úr skónum og Kópavogur fylgdi á eftir. Hafnafjörður gældi við þetta en hefur samt aðeins setið á hliðarlínunni.

Samgöngumálin komast aldrei í horf fyrr en litið er á svæðið sem eina heild og tekið inn bílar sem koma frá Reykjanesi, Suðurlandi og Vesturlandi. Fyrr kemst engin heil brú í það sem er verið að gera. Að halda að 101 (vesturhluti Reykjavíkur) sé einhver miðdepill svæðisins er eins heimskt og það getur verið. Skítt með það að þetta sé kallað miðbær en að þetta sé miðdepill höfuðborgasvæðsins er algerlega út í hött. Enda kemst engin almennileg niðurstaða í málið út af því.

Held að Sigurður kunni ekki að skammast sín en hann hefur skrifað upp á ansi mörg innihaldslaus plögg.


mbl.is Vill skoða bólgu í verði á Fossvogsbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölfræðir... græna hagkerfisins

Þetta er ein mesta þvæla sem ég hef heyrt um. Til hvers að halda tölfræði um hvert kolefnisspor innkaupa er? Ætli þeir geri ráð fyrir í þeim nýju kolaverum Kína og Indlands?

Græna hagkerfið er eitt allsherjar fíaskó og þessi frétt undirstrika það svo um munar. Hér er nákvæmleg ekkert verið að gera til að gera vöruna betri eða veita betri þjónustu. Nei það á að hækka kostnað hjá fyrirtækinu sem síðan fer út í verðlag. Óþarfa tölfræði sem hefur engan tilgang.

Sífellt fleiri fréttir eru um óskapnaðinn í kringum græna hagkerfið og hversu mikið er svindlað í því í raun og veru. Þannig er verið að opna kolaver, fleiri stefna á opnun kjarnorkuvera, eldsneyti keypt framhjá kerfinu o.s.frv. Orkuleysið með vindmyllum og sólarsellum sem eru framleiddar í mengandi löndum og vindmyllur sem menga með plastögnum teljast ekki með í græna hagkerfinu.

Eitt allsherjar svindl og þvæla sem skilar engu nema hærra vöruverði.


mbl.is Vinna að þróun lausnar sem greinir kolefnisspor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem má ekki nefna ...

Er frasi sem er orðinn algengur í samtölum fólks í dag. Fólk er hætt að segja hlutina út en fer í kringum þá. Ný lög í Bretlandi sem koma bráðum í ESB og eru á teikniborðinu hér á landi leyfa meginstraumsfjölmiðlum að miðla en allir aðrir geta verið dæmdir fyrir misvísandi upplýsingar (missegðu).

Illa er farið fyrir tjáningafrelsinu í löndum sem gefa sig út fyrir að veita frelsi en hafa smátt og smátt þrengt sífellt meir að almenningi á þessari öld. Stefnan er án efa að fara alla leið og kúga almenning til hlýðni.

Var að horfa á Twin Peaks, 35 ára gamla sjónvarpsþætti, og það sést vel hvað hefur breyst í áranna rás. Mesta breytingin er að fólk talaði saman en í dag talar fólk ekki saman. Þetta eru ekki samtöl í gegnum síma. Raunveruleikinn er sá að símtal í gegnum síma þá er auðveldara að blekkja og með textaboðum þá hefur þú enn meiri möguleika á að blekkja. Snjall textasmiður á sviðið en getur samt verið alvarlega soðinn í samskiptum.

Önnur jákvæðari breyting var spurning dótturinnar um hvort ekki hafi verið áfallateymi á þessum tíma. Svarið var auðvitað nei þú áttir bara að finna út úr þessu svo það er ekki allt neikvæðar breytingar. Gervigreind eða algórithmi er ekki jákvæð breyting því hún fær þig til að fara einsleita leið sem tekur út mennskuna. Það er í raun leið glötunnar.

Í grunninn er samt verið að stefna frelsi okkar í alræðisstjórnun og þá skipta kosningar litllu máli því þeir sem eru kosnir eru bara frontar fyrir hina sem stjórna á bakvið (lesist opinberir starfsmenn sem ekki voru kosnir og/eða fólk með mikla peninga). Ef einhver heldur að það sé einhver stefnubreyting að kjósa Samfylkinguna í næstu kosningu þá ertu alvarlega að blekkja sjálfan þig.

Hvar áttu möguleika á að lifa í frjálsum heimi? Líklega hvergi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband