Hata þjóðríkið en tala um þjóðarmorð

Þessi þversögn er mjög áberandi þessa dagana og sér í lagi þegar talað er um Palestínu. Þjóðin sem aldrei hefur verið til er allt í einu stödd í miðju þjóðarmorði. Þversögn sem kemur alls ekki á óvart.

Það vill nefnilega svo til að þessi sami hópur er gjarn á að nota hugtök þegar þeim hentar en níða þau niður í annan tíma. Segir mun meira um innihaldsleysi efnistaka hjá þessu fólki heldur en að kafa vel í málin og skila af sér vel ígrunduðu máli.

Tjaldbúarnir á Austurvelli fá að gera eitthvað sem ég sem innfæddur þjóðbúi Íslands fengi ekki að gera. Hvers vegna fá útlendingar að brjóta lögin en ekki innfæddir? Frekjan og vanvirðingin sem öðrum er sýnd er út fyrir allan þjófabálk. Allt í nafni þess að þetta eru ekki einstaklingar sem komu heldur stór hópur sem á rétt að nota skattpeninga okkar eins og þeim hentar (frekar en innfæddir fái að nota þá eins og þeim þykir henta).

Innflytjendamálin eru í algeru rugli og verða það áfram meðan nógu vinnu er að hafa. Þeir sem halda að hin svokallaða gervigreind fækki þessum störfum eru úti á túni. Þetta eru það sem innfæddir þjóðbúar kalla skítastörf og vilja helst ekki vinna. Samt þarf einhver að vinna þessi störf og hvaðan á starfsólkið að koma?

Catch 22 ástand í hnotskurn


Bloggfærslur 8. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband