Hvernig skattalækkun gæti leitt til lægri stýrivaxta

Seðlabankinn er að senda skýr skilaboð til ríkis og sveitafélaga. Aðhald og sparnaður lækkar stýrivexti þannig að fjárlög næsta ár á það að vera í forgrunni. Hins vegar virðist lítið benda til þess að á það sé hlustað. Verkalýðsforustan hjálpaði ekki með samningum sem auka útgjöld s.s. með fríium máltíðum í skólum.

Hugum að því hvernig hægt er að lækka skatta og þannig ýta undir vaxtalækkun. Hægt er að horfa á neysluvörur eins og áfengi og eldsneyti. Vörur sem eru keyptar regluega af neytendum. Með því að lækka skatta á þeim þá er líklegra að neytandinn kaupi aðeins meira en á sama tíma eykst ekki magn peninga í umferð. Neytandinn fær þannig ekki mikið svigrúm en þó nóg fyrir aðeins meira.

Margföldunaráhrifin geta verið mikil. Einn aukabjór á hvern neytanda þýðir einfaldlega fleir krónur í vasann fyrir ríkið vegna virðisaukaskattsins. Lægra eldsneyti virkar eins því líklegra er að neytindinn keyri meira ef verðið á eldsneyti er lægra og á sama tíma mögulega stoppa einhversstaðar og kaupa snarl.

Því miður höfum við ekki ríkisstjórn sem hugsar á þennan hátt heldur vill eyða eins og enginn sé morgundagurinn. Hún trúir því líka að hægt sé sífellt að hækka skatta og fá meira í kassann þrátt fyrir að löngum hefur verið sýnt fram á annað. Þegar peningamagni í umferð haldið uppi með lánum þá leiðir slíkt alltaf til verðbólgu ólíkt því þegar neytendavara fer á milli í viðskiptum. Hvatinn með lægri sköttum á neytendavörur þýðir ekki meira peningamagn heldur að neytandinn fær aðeins meira fyrir sama magn peninga.

Peningamagn sem er aukið með lántökum leiðir alltaf til verðbólgu (nóg að líta til Bandaríkjanna þessi dægrin). Þess vegna er ekki hægt að lækka stýrivexti fyrr en aðhaldi er beitt í lántökum. Almenningur blæðir því ríki og sveitafélög halda ekki að sér höndum og huga að hærri tekjum án hækkunar skatta eða lántöku.


mbl.is Verðbólgan þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband