Virkar tvímælis

Vissulega er jákvætt að fólk hafi betra aðgengi og fái greiningu á sínum fötlunum en samt virðist skorta eitthvað í fréttina. Þegar slengt er fram svona tölum þarf að setja þær á raunvirði og aukningin er ekki rúmlega 60% á þessum þremur árum.

Þegar málaflokkurinn var tekinn yfir þá var alveg ljóst að talan myndi hækka og þessi frétt lyktar ansi mikið af pólitík. Það er ákveðin fjárfesting í húsnæði sem kannski kemur sterkt inn í ár en ekki næsta. Þess vegna þarf að skoða svona tölur vel og í samhengi. Svona tölur segja ekkert um hvort að gæði þjónustunnar hafi aukist fyrir fólk, þótt aðgengið eigi að vera betra.

Það er samt mjög óljóst hvað var svona slæmt áður og við hvað er verið að bera saman. Það væri gaman að fá fréttaskýringu sem hefði meiri innsýn í málaflokkinn og sýndi fram á hvað hefði breyst. Einnig hvort að þjónustan væri í raun betri en áður. 


mbl.is Sjö milljarðar til fatlaðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband