Vantar þetta ekki í umræðuna um hækkun matarskatts

Umræðan um hækkun 7% virðisaukaskattsins. Áhrifin á hækkun matvöru er ekki endilega að koma svona sterkt fram eins ætla mætti í umræðunni. Vissulega munu einhverjir hlutir hækka í verði eins og bækur en á móti ættu útgefendur einmitt að auka vægi rafrænna bóka og hætta flækja svona kaup á bókum frá þeim. Það er aðeins eitt útgáfufyrirtæki sem hefur gert samning við Amazon um sölu á íslenskum bókum. Af hverju fylgja ekki fleiri með?

Mín skoðun er að ég vil frekar borga hærri virðisaukaskatt en vörugjöld. Það er mun gagnsærra kerfi og þeir sem kenndu sig við norræna velferð ættu í því sambandi að líta til danmerku en þar er eitt virðisaukaþrep og virðisaukaskattur á mat mun hærri en hér á landi. 

Það sem vantar einnig í umræðuna er að þú hefur alltaf val í innkaupum og þegar einn liður hækkar þá fer annað út. Áhrifin af hækkun virðisaukaskatts í 14% er tímabundin og í framhaldinu tekur við nýtt jafnvægi sem er gagnsærra og auðveldara að fást við fyrir fólk heldur en núverandi vörugjaldakerfi.

Að slá upp umræðunni um að kostnað á hverja máltíð er út úr snúningur og missir algerlega heildarmyndina í breytingunum. Þótt fólk kaupi sjaldnar vörur sem innihalda vörugjöld þá má ekki gleyma að ferðamenn borga líka meira. Er ekki alltaf verið að tala um að setja á ferðamannaskatt?


mbl.is Svigrúm til verðlækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband