Af hverju er nammi ekki í hærra skattþrepinu?

Það furðulega er að vilja leggja á sérstakan sykurskatt þegar mun einfaldara er að setja nammið í hærra skattþrep. Ótrúleg þessi lenska að búa alltaf til nýja skatta þegar mun einfaldara er að gera þetta í gegnum virðisaukakerfið.

Það er samt furðulegt að nammi og gos skuli ekki vera í hærra skattþrepinu. Varla getur nammi og gos talist til matvöru?


mbl.is Leggja til almennilegan sykurskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Af hverju að vera með tvö skattþrep?  Það kostar.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.11.2014 kl. 20:20

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Er það ekki framtíðarmarkmiðið að hafa eitt virðisauka skattþrep? Var nú fyrst og fremst að benda á auðveldari leið til að hækka álögur á nammi heldur en að búa til enn einn skattinn.

Rúnar Már Bragason, 5.11.2014 kl. 21:59

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Af hverju er það eitthvað takmark að hækka álögur á eitthvað?

Ásgrímur Hartmannsson, 6.11.2014 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband