Hvað þýðir að fara um á hjóli?

Samkvæmt þessari könnun ættu fleiri að fara um á hjóli en með strætó. Það rímar illa við að oftast eru einhverjir í strætó en sjaldan sést hjólreiðamaðurinn. Á hádegi í gær var teljarinn við Suðurlandsbraut með 112 hjólreiðamenn í hádeginu. Hvernig fer sú tala saman við 8 prósent?

Hér vantar nánari skýringu í fréttina að þótt 8% fólks eigi hjól og noti reglulega þá er það ekki daglegur ferðamáti. Þannig þarf könnunin einnig að spyrja um daglega notkun og lengd með farartæki. Ef flestir þeir sem hjóla fara innan við kílómeter þá hefur það engan tilgang að setja hjólabrautir út um allt. Nær væri að breikka gangstíga.

Það væri óskandi að fyrirtæki sem gerir svona könnun geri hana af meiri nákvæmni því stjórnmálamenn lepja um svona kannanir hráar og telja þær segja mikinn sannleik. Það er langt frá sannleikanum en gefur vísbendingu um í hvaða átt hlutirnir eru að hreyfast. Miðað við það þá er lítil breyting síðan síðast.

Nú er lag að gera nákvæmari könnun og vita hvað þýðir svona ferðamáti.


mbl.is Fleiri vilja halda í flugvöllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir nota strava.com til að skrá niður ferðir sínar með GPS líklega um 30% af þeim sem hjóla mikið.  Því er gott að átta sig á hvaða leiðir flestir hjóla með því að skoða heatmap frá Strava fyrir hjólreiðar.

http://labs.strava.com/heatmap/#9/-21.70719/64.20998/blue/bike

Þorfinnur Eggertsson (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 11:41

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Takk fyrir þetta Þorfinnur. Þetta gefur góða vísbendingu um hvar hjólreiðamenn hjóla helst og styður enn frekar hversu galið er að setja hjólreiðastíg í brekkuna á Grensásvegi.

Rúnar Már Bragason, 20.11.2014 kl. 13:23

3 identicon

Stór ástæða fyrir því að fáir ferðast á hjóli upp brekkuna á Grensávegi er sú að þar eru mjög lélegar aðstæður til hjólreiða. Stígurinn er þvengmjór, skreyttur ljósastaurum og er mjög illa farinn á köflum.

Það er mun hættulegra að hjóla grensásveginn í dag heldur en á mörgum öðrum stöðum, og þó ekki verði settur upp sér hjólastígur þar, þá er amk. nauðsynlegt að endurgera göngustíginn.

Hjólreiðamaður (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband