Ímyndaður mótmælaveruleiki

Það er öllum frjálst að mótmæla og verði torgið fullt þá skiptir það samt engu máli. Því hverju er verið að mótmæla?

Þegar núverandi ríkisstjórn tók við þá sagðist hún ekki ætla að fara í ESB. Í fyrra var þingi síðan tilkynnt að ríkisstjórnin vildi draga þinsályktun til baka þar sem ekki ætti að vinna eftir ESB innlimun. Þingið neitaði að hlusta og sú tillaga dregin til baka.

Í stað þess að tala aftur við þing sem neitar að hlusta þá var tekin afdráttarlaus aðferð, alveg eins og Össur gerði með að setja í bið, og tilkynnt til ESB að ríkisstjórnin væri hætt við.

Þannig að þingið vissi allan tímann hvernig landið lægi þótt ekki hafi verið tilkynnt sérstaklega hvernig það var gert. Svo er verið að heimta þjóðaratkvæðagreiðslu. Óljóst er um hvað 300 miljóna þjóðaratkvæðgreiðsla á að snúast um. Nefnt var að halda áfram en þessi ríkisstjórn ætlar sér ekkert að standa í þessu. Í annan stað nefnt hvort viljum í ESB en þjóðin hefur aldrei gefið umboð til þess með afgerandi hætti, til hvers að spyrja nú? Er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla bindandi eða leiðbeinandi? Hvers vegna mega nokkur þúsund mótmælendur ráða hvernig má eyða peningum þjóðarinnar? Hvar er þessi afgerandi vilji að ganga í ESB?

Raunveruleikinn er að það er enginn vilji að ganga í ESB (hvorki þjóðin né pólitískur vilji) og þess vegna eru þessi mótmæli ekkert annað en ímyndaður veruleiki.


mbl.is Boðað til mótmæla á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það verður mótmælt á röngum stað. Svo miklir kjánar eru þetta.

Vilji menn mótmæla því að ESB hafi slitið aðildarviðræðum við Ísland þá er rétt að benda á að sendiráð ESB er í Aðalstæti 6 en ekki við Austurvöll.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2015 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband